Al Jaffee er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2023 13:12 Skopmyndateiknarinn Al Jaffee teiknaði fyrir Mad í 77 ár, sem er heimsmet. Stephen Morton/AP Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós. Jaffee lést á spítala í Manhattan á mánudag vegna líffærabilunar sagði barnabarn hans, Fani Thompson, í viðtali við New York Times. Jaffee vann fyrir Mad-tímaritið, skoptímarit sem var miðað að drengjum og ungum mönnum, í 77 ár. Það eru einungis þrjú ár síðan hann hætti hjá tímaritinu, þá 99 ára aldri. Það er lengsti starfsaldur nokkurs starfandi skopmyndateiknara og var skráð í heimsmetabók Guinness sem heimsmet. Árið 1964 bjó Jaffee til Mad-samanbrotið (e. The Mad Fold-in) sem sneri miðopnum tímarita á borð við Playboy á haus. Samanbrotið einkenndist af skopmyndum sem birtust á bakhlið tímaritsins. Þær voru sérstakar að því leyti að í fyrstu virtust þær vera ósköp blátt áfram en þegar síðan var brotin saman kom í ljós dulin og óvænt mynd, gjarnan með skilaboðum sem ögruðu yfirvöldum eða óbreyttu ástandi. Fyrsta Mad-samanbrotið gerði grín af hjúskaparmálum Elizabeth Taylor, óbrotin sýndi síðan hana með manni sínum Richard Burton en þegar hún var brotin saman kom í ljós að hún var búin að skipta honum út. Síðan fylgdu mörg hundruð Mad-samanbrota næstu áratugina. Hér fyrir neðan má sjá eitt dæmi um það: The Mad Magazine fold in is at half mast/half fold tonight. Al Jaffe dead at 102. https://t.co/nrx9sq9eJ4 @MADmagazine pic.twitter.com/JaVywcDige— Brad Meltzer (@bradmeltzer) April 10, 2023 Andlát Myndlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Jaffee lést á spítala í Manhattan á mánudag vegna líffærabilunar sagði barnabarn hans, Fani Thompson, í viðtali við New York Times. Jaffee vann fyrir Mad-tímaritið, skoptímarit sem var miðað að drengjum og ungum mönnum, í 77 ár. Það eru einungis þrjú ár síðan hann hætti hjá tímaritinu, þá 99 ára aldri. Það er lengsti starfsaldur nokkurs starfandi skopmyndateiknara og var skráð í heimsmetabók Guinness sem heimsmet. Árið 1964 bjó Jaffee til Mad-samanbrotið (e. The Mad Fold-in) sem sneri miðopnum tímarita á borð við Playboy á haus. Samanbrotið einkenndist af skopmyndum sem birtust á bakhlið tímaritsins. Þær voru sérstakar að því leyti að í fyrstu virtust þær vera ósköp blátt áfram en þegar síðan var brotin saman kom í ljós dulin og óvænt mynd, gjarnan með skilaboðum sem ögruðu yfirvöldum eða óbreyttu ástandi. Fyrsta Mad-samanbrotið gerði grín af hjúskaparmálum Elizabeth Taylor, óbrotin sýndi síðan hana með manni sínum Richard Burton en þegar hún var brotin saman kom í ljós að hún var búin að skipta honum út. Síðan fylgdu mörg hundruð Mad-samanbrota næstu áratugina. Hér fyrir neðan má sjá eitt dæmi um það: The Mad Magazine fold in is at half mast/half fold tonight. Al Jaffe dead at 102. https://t.co/nrx9sq9eJ4 @MADmagazine pic.twitter.com/JaVywcDige— Brad Meltzer (@bradmeltzer) April 10, 2023
Andlát Myndlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira