Al Jaffee er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2023 13:12 Skopmyndateiknarinn Al Jaffee teiknaði fyrir Mad í 77 ár, sem er heimsmet. Stephen Morton/AP Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós. Jaffee lést á spítala í Manhattan á mánudag vegna líffærabilunar sagði barnabarn hans, Fani Thompson, í viðtali við New York Times. Jaffee vann fyrir Mad-tímaritið, skoptímarit sem var miðað að drengjum og ungum mönnum, í 77 ár. Það eru einungis þrjú ár síðan hann hætti hjá tímaritinu, þá 99 ára aldri. Það er lengsti starfsaldur nokkurs starfandi skopmyndateiknara og var skráð í heimsmetabók Guinness sem heimsmet. Árið 1964 bjó Jaffee til Mad-samanbrotið (e. The Mad Fold-in) sem sneri miðopnum tímarita á borð við Playboy á haus. Samanbrotið einkenndist af skopmyndum sem birtust á bakhlið tímaritsins. Þær voru sérstakar að því leyti að í fyrstu virtust þær vera ósköp blátt áfram en þegar síðan var brotin saman kom í ljós dulin og óvænt mynd, gjarnan með skilaboðum sem ögruðu yfirvöldum eða óbreyttu ástandi. Fyrsta Mad-samanbrotið gerði grín af hjúskaparmálum Elizabeth Taylor, óbrotin sýndi síðan hana með manni sínum Richard Burton en þegar hún var brotin saman kom í ljós að hún var búin að skipta honum út. Síðan fylgdu mörg hundruð Mad-samanbrota næstu áratugina. Hér fyrir neðan má sjá eitt dæmi um það: The Mad Magazine fold in is at half mast/half fold tonight. Al Jaffe dead at 102. https://t.co/nrx9sq9eJ4 @MADmagazine pic.twitter.com/JaVywcDige— Brad Meltzer (@bradmeltzer) April 10, 2023 Andlát Myndlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Jaffee lést á spítala í Manhattan á mánudag vegna líffærabilunar sagði barnabarn hans, Fani Thompson, í viðtali við New York Times. Jaffee vann fyrir Mad-tímaritið, skoptímarit sem var miðað að drengjum og ungum mönnum, í 77 ár. Það eru einungis þrjú ár síðan hann hætti hjá tímaritinu, þá 99 ára aldri. Það er lengsti starfsaldur nokkurs starfandi skopmyndateiknara og var skráð í heimsmetabók Guinness sem heimsmet. Árið 1964 bjó Jaffee til Mad-samanbrotið (e. The Mad Fold-in) sem sneri miðopnum tímarita á borð við Playboy á haus. Samanbrotið einkenndist af skopmyndum sem birtust á bakhlið tímaritsins. Þær voru sérstakar að því leyti að í fyrstu virtust þær vera ósköp blátt áfram en þegar síðan var brotin saman kom í ljós dulin og óvænt mynd, gjarnan með skilaboðum sem ögruðu yfirvöldum eða óbreyttu ástandi. Fyrsta Mad-samanbrotið gerði grín af hjúskaparmálum Elizabeth Taylor, óbrotin sýndi síðan hana með manni sínum Richard Burton en þegar hún var brotin saman kom í ljós að hún var búin að skipta honum út. Síðan fylgdu mörg hundruð Mad-samanbrota næstu áratugina. Hér fyrir neðan má sjá eitt dæmi um það: The Mad Magazine fold in is at half mast/half fold tonight. Al Jaffe dead at 102. https://t.co/nrx9sq9eJ4 @MADmagazine pic.twitter.com/JaVywcDige— Brad Meltzer (@bradmeltzer) April 10, 2023
Andlát Myndlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira