Jaffee lést á spítala í Manhattan á mánudag vegna líffærabilunar sagði barnabarn hans, Fani Thompson, í viðtali við New York Times.
Jaffee vann fyrir Mad-tímaritið, skoptímarit sem var miðað að drengjum og ungum mönnum, í 77 ár. Það eru einungis þrjú ár síðan hann hætti hjá tímaritinu, þá 99 ára aldri. Það er lengsti starfsaldur nokkurs starfandi skopmyndateiknara og var skráð í heimsmetabók Guinness sem heimsmet.
Árið 1964 bjó Jaffee til Mad-samanbrotið (e. The Mad Fold-in) sem sneri miðopnum tímarita á borð við Playboy á haus. Samanbrotið einkenndist af skopmyndum sem birtust á bakhlið tímaritsins. Þær voru sérstakar að því leyti að í fyrstu virtust þær vera ósköp blátt áfram en þegar síðan var brotin saman kom í ljós dulin og óvænt mynd, gjarnan með skilaboðum sem ögruðu yfirvöldum eða óbreyttu ástandi.
Fyrsta Mad-samanbrotið gerði grín af hjúskaparmálum Elizabeth Taylor, óbrotin sýndi síðan hana með manni sínum Richard Burton en þegar hún var brotin saman kom í ljós að hún var búin að skipta honum út. Síðan fylgdu mörg hundruð Mad-samanbrota næstu áratugina. Hér fyrir neðan má sjá eitt dæmi um það:
The Mad Magazine fold in is at half mast/half fold tonight. Al Jaffe dead at 102. https://t.co/nrx9sq9eJ4 @MADmagazine pic.twitter.com/JaVywcDige
— Brad Meltzer (@bradmeltzer) April 10, 2023