„Það skemmir ekki hár“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. apríl 2023 23:54 Helga Árnadóttir segir að vatnið í Bláa lóninu skemmi ekki hár. Vísir/Vilhelm Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. „Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi sem hefur fengið rúmlega tuttugu milljónir áhorfa á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir kona að nafni Kat Wellington að hún hafi sett hárið ofan í lónið og í kjölfarið hafi það skemmst. Í öðru myndbandi sem hún birti síðar segir hún að hárið líti vel út en áferðin á því sé slæm. Wellington er ekki sú eina sem hefur birt myndbönd af þessu tagi. Fleiri notendur á TikTok hafa svipaða sögu að segja og svo hafa aðrir varað fólk við því að setja hárið ofan í lónið. Bláa lónið skemmi ekki hár Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir þó í svari við fyrirspurn fréttastofu að lónið skemmi ekki hárið á fólki: „Einstök innihaldsefni Bláa Lónsins eins og kísill og steinefni hafa jákvæð og góð áhrif á bæði húð og hár. Það skemmir ekki hár. Vissulega breytist áferð hársins til skamms tíma, eins og vel er þekkt, ef gestir nota ekki þá hárnæringu sem þeim er boðið uppá við heimsókn í lónið.“ Helga segir jafnframt að gestir séu upplýstir um eiginleika vatnsins í Bláa lóninu við komuna þangað. Þá sé þeim einnig leiðbeint og sagt frá áhrifum vatnsins. Gestir almennt ánægðir Sem fyrr segir hafa myndböndin um áhrif lónsins á hár vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Helga segir að það sé aldrei gott þegar „óupplýst umræða fer af stað.“ Hún bendir á að Bláa lónið sjálft hefur ekkert breyst síðastliðin þrjátíu ár. „Almennt eru gestir mjög ánægðir með dvöl sína í lóninu og kunna að meta áhrifamátt þess,“ segir hún. Þá sé fyrirtækið meðvitað um það sem fólk hefur verið að segja um áhrif lónsins: „Við fylgjumst með orðræðunni hverju sinni og bregðumst við eftir því sem við teljum að þurfa þyki.“ Bláa lónið Grindavík Hár og förðun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
„Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi sem hefur fengið rúmlega tuttugu milljónir áhorfa á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir kona að nafni Kat Wellington að hún hafi sett hárið ofan í lónið og í kjölfarið hafi það skemmst. Í öðru myndbandi sem hún birti síðar segir hún að hárið líti vel út en áferðin á því sé slæm. Wellington er ekki sú eina sem hefur birt myndbönd af þessu tagi. Fleiri notendur á TikTok hafa svipaða sögu að segja og svo hafa aðrir varað fólk við því að setja hárið ofan í lónið. Bláa lónið skemmi ekki hár Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir þó í svari við fyrirspurn fréttastofu að lónið skemmi ekki hárið á fólki: „Einstök innihaldsefni Bláa Lónsins eins og kísill og steinefni hafa jákvæð og góð áhrif á bæði húð og hár. Það skemmir ekki hár. Vissulega breytist áferð hársins til skamms tíma, eins og vel er þekkt, ef gestir nota ekki þá hárnæringu sem þeim er boðið uppá við heimsókn í lónið.“ Helga segir jafnframt að gestir séu upplýstir um eiginleika vatnsins í Bláa lóninu við komuna þangað. Þá sé þeim einnig leiðbeint og sagt frá áhrifum vatnsins. Gestir almennt ánægðir Sem fyrr segir hafa myndböndin um áhrif lónsins á hár vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Helga segir að það sé aldrei gott þegar „óupplýst umræða fer af stað.“ Hún bendir á að Bláa lónið sjálft hefur ekkert breyst síðastliðin þrjátíu ár. „Almennt eru gestir mjög ánægðir með dvöl sína í lóninu og kunna að meta áhrifamátt þess,“ segir hún. Þá sé fyrirtækið meðvitað um það sem fólk hefur verið að segja um áhrif lónsins: „Við fylgjumst með orðræðunni hverju sinni og bregðumst við eftir því sem við teljum að þurfa þyki.“
Bláa lónið Grindavík Hár og förðun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira