Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. apríl 2023 21:51 Einar Þorvarðarson var svæðisstjóri og umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi í fjóra áratugi. Hann býr á Reyðarfirði. Sigurjón Ólason Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Ísland í dag. Framundan er hjá Alþingi að taka ákvörðun um dýrustu og lengstu veggöng Íslands, fimmtíu milljarða króna göng undir Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Jarðgöng undir Fjarðarheiði tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sú stefna að 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni er ítrekuð í nýkynntri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hvort Alþingi fallist á þá stefnumörkun og hvænær hafist verður handa skýrist væntanlega fyrir vorið við afgreiðslu samgönguáætlunar frá Alþingi. Einar Þorvarðarson, sem var umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi í fjóra áratugi, segist hafa miklar efasemdir. „Þetta eru allt of löng göng, dýr og áhættusöm göng. Það eru aðrar lausnir sem eru miklu betri. Það verður aldrei neitt samkomulag um það að gera Fjarðarheiðargöng,“ segir Einar. Jón Halldór Guðmundsson er heimastjórnarfulltrúi Múlaþings á Seyðisfirði.Sigurjón Ólason Jón Halldór Guðmundsson, sem situr í heimastjórn Seyðisfjarðar fyrir Múlaþing, vitnar til þess að nefnd samgönguráðherra hafi árið 2019 skilað skýrslu um valkostina. „Eftir bara mikla og góða vinnu skilaði hún bara niðurstöðum og þá voru Fjarðarheiðargöng næstu göng. Og svo á að tengja okkur áfram suður,“ segir Jón Halldór. „Niðurstaða nefndarinnar var fáránleg. Í þessari nefnd voru fimm aðilar skipaðir. Þar af voru tveir Seyðfirðingar með fyrirfram mótaðar skoðanir. Þannig að þeir réðu alveg ferðinni í nefndinni,“ segir Einar. -Vita alþingismenn ekki hvað þeir eru að gera? „Það held ég ekki. Ég held að þeir hafi verið blekktir,“ svarar Einar. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði.Vegagerðin Þannig segir hann kostnað hafa verið verulega vanmetinn í skýrslu nefndarinnar. Til að byrja með hafi hann verið sagður 30 til 35 milljarðar króna. „Ég held að kostnaðurinn sé núna kominn upp í 50 til 60 milljarða. Þannig að það var verið að reyna svona að jafnvel að blekkja fólk með því að halda kostnaðinum niðri, gefa í skyn að göngin væru miklu ódýrari heldur en þau verða í raun og veru. Svo var líka gefið í skyn að þetta væri samkvæmt vilja íbúa hér á Austurlandi og fyrirtækja hér á Austurlandi. Það er bara alls ekki rétt. Þannig að það var verið að blekkja almenning og Alþingi líka,“ segir Einar. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði.Einar Árnason Sigfús Vilhjálmsson á Brekku, síðasti oddviti Mjóafjarðarhrepps, segir mjög sorglegt hvernig jarðgangamálið æxlaðist. Göng undir Fjarðarheiði núna séu ekki rétt forgangsröðun. Hringtenging byggðanna um Mjóafjörð hefði verið eðlilegt framhald af atvinnuuppbyggingunni í Reyðarfirði. Rætt hafi verið um Norðfjarðargöng sem fyrsta áfangann í tengingu áfram til Seyðisfjarðar. Tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð skapa hringleið milli stærstu byggða Mið-Austurlands. Með þessari leið fengju Seyðfirðingar jafnframt láglendistengingu við hringveginn.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Seyðfirðingurinn Jón Halldór telur að ekki verði hvikað frá þegar markaðri stefnu um göng undir Fjarðarheiði. „Þetta eru næstu göng á samgönguáætlun á Íslandi. Við erum bara bjartsýnir á að þetta fari í gegn,“ segir Jón Halldór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegri umfjöllun Íslands í dag: Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Byggðamál Umferðaröryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Ísland í dag. Framundan er hjá Alþingi að taka ákvörðun um dýrustu og lengstu veggöng Íslands, fimmtíu milljarða króna göng undir Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Jarðgöng undir Fjarðarheiði tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sú stefna að 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni er ítrekuð í nýkynntri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hvort Alþingi fallist á þá stefnumörkun og hvænær hafist verður handa skýrist væntanlega fyrir vorið við afgreiðslu samgönguáætlunar frá Alþingi. Einar Þorvarðarson, sem var umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi í fjóra áratugi, segist hafa miklar efasemdir. „Þetta eru allt of löng göng, dýr og áhættusöm göng. Það eru aðrar lausnir sem eru miklu betri. Það verður aldrei neitt samkomulag um það að gera Fjarðarheiðargöng,“ segir Einar. Jón Halldór Guðmundsson er heimastjórnarfulltrúi Múlaþings á Seyðisfirði.Sigurjón Ólason Jón Halldór Guðmundsson, sem situr í heimastjórn Seyðisfjarðar fyrir Múlaþing, vitnar til þess að nefnd samgönguráðherra hafi árið 2019 skilað skýrslu um valkostina. „Eftir bara mikla og góða vinnu skilaði hún bara niðurstöðum og þá voru Fjarðarheiðargöng næstu göng. Og svo á að tengja okkur áfram suður,“ segir Jón Halldór. „Niðurstaða nefndarinnar var fáránleg. Í þessari nefnd voru fimm aðilar skipaðir. Þar af voru tveir Seyðfirðingar með fyrirfram mótaðar skoðanir. Þannig að þeir réðu alveg ferðinni í nefndinni,“ segir Einar. -Vita alþingismenn ekki hvað þeir eru að gera? „Það held ég ekki. Ég held að þeir hafi verið blekktir,“ svarar Einar. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði.Vegagerðin Þannig segir hann kostnað hafa verið verulega vanmetinn í skýrslu nefndarinnar. Til að byrja með hafi hann verið sagður 30 til 35 milljarðar króna. „Ég held að kostnaðurinn sé núna kominn upp í 50 til 60 milljarða. Þannig að það var verið að reyna svona að jafnvel að blekkja fólk með því að halda kostnaðinum niðri, gefa í skyn að göngin væru miklu ódýrari heldur en þau verða í raun og veru. Svo var líka gefið í skyn að þetta væri samkvæmt vilja íbúa hér á Austurlandi og fyrirtækja hér á Austurlandi. Það er bara alls ekki rétt. Þannig að það var verið að blekkja almenning og Alþingi líka,“ segir Einar. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði.Einar Árnason Sigfús Vilhjálmsson á Brekku, síðasti oddviti Mjóafjarðarhrepps, segir mjög sorglegt hvernig jarðgangamálið æxlaðist. Göng undir Fjarðarheiði núna séu ekki rétt forgangsröðun. Hringtenging byggðanna um Mjóafjörð hefði verið eðlilegt framhald af atvinnuuppbyggingunni í Reyðarfirði. Rætt hafi verið um Norðfjarðargöng sem fyrsta áfangann í tengingu áfram til Seyðisfjarðar. Tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð skapa hringleið milli stærstu byggða Mið-Austurlands. Með þessari leið fengju Seyðfirðingar jafnframt láglendistengingu við hringveginn.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Seyðfirðingurinn Jón Halldór telur að ekki verði hvikað frá þegar markaðri stefnu um göng undir Fjarðarheiði. „Þetta eru næstu göng á samgönguáætlun á Íslandi. Við erum bara bjartsýnir á að þetta fari í gegn,“ segir Jón Halldór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegri umfjöllun Íslands í dag:
Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Alþingi Byggðamál Umferðaröryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30
Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20