Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Alvotech fyrir níu milljarða
![Róbert Wessman, stofnandi, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech.](https://www.visir.is/i/6E6FBB1E34AA50E08CC22E438736931C6524E6EDB81CFDF51D3752ABD2105EFF_713x0.jpg)
Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira.