Von á hlýindum og góðu vorveðri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2023 12:59 Fólk ætti að geta stundað jóga og aðra heilsurækt utandyra á næstunni. Svo styttist auðvitað í sumarið. Vísir/Vilhelm Það gæti stefnt í einn hlýjasta aprílmánuð frá upphafi mælinga ef langtímaspár ganga eftir. Von er á hlýju lofti yfir landið eftir helgi og góðu vorveðri í kringum sumardaginn fyrsta. Það sem af er mánuði hefur hiti almennt verið yfir meðallagi og umskiptin frá kuldakastinu í mars því ansi snögg. Mars var raunar sá kaldasti á landinu í fjörutíu og fjögur ár og nú gæti aprílmánuður einnig orðið sögulegur - en af öðrum og kannski ánægjulegri ástæðum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir von á góðu vorveðri í næstu viku. „Það er spáð háþrýstisvæði yfir Bretlandseyjum og þar norður af og við það berst til okkar mildara loft úr suðaustri. Það er verið að spá sérlega mildu veðri hér þegar líður fram á næstu viku, í kringum sumardaginn fyrsta eða svo, og áfram,“ segir Einar í samtali við fréttastofuna en hann rýnir einnig í spána á vefsíðu Bliku. Samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar gæti hiti náð tveggja stafa tölu í næstu viku en Einar dregur aðeins í land. „Það þykir allt gott sem er á milli fimm til níu stig í aprílmánuði og maður finnur svo ylinn frá sólinni. En ef þetta gengur eftir stefnir í áframhaldandi öfga í veðurfarinu eins og verið hefur. Það er að segja hlýjan aprílmánuð, og ef ekki gerir hret síðustu vikuna, þá gæti mánuðurinn orðið samanburðarhæfur við apríl 2019.“ Aprílmánuður gæti orðið sérlega hlýr.vísir/Vilhelm Sá aprílmánuður var sá hlýjasti frá upphafi mælinga víða um land og meðalhiti í Reykjavík var 6,5 stig. Einar segir þó of snemmt að segja hvort sumardagurinn fyrsti marki þá jafnframt raunverulegt upphaf sumarsins. „Hretin hér á landi geta sýnt sig allan maí og fram í júní en það veitir ekki af eftir þennan kalda vetur að fá sólríkan og hlýjan maí til að losna við klakann úr jörðinni og undirbúa okkur betur fyrir sumarkomuna,“ segir Einar. Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Það sem af er mánuði hefur hiti almennt verið yfir meðallagi og umskiptin frá kuldakastinu í mars því ansi snögg. Mars var raunar sá kaldasti á landinu í fjörutíu og fjögur ár og nú gæti aprílmánuður einnig orðið sögulegur - en af öðrum og kannski ánægjulegri ástæðum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir von á góðu vorveðri í næstu viku. „Það er spáð háþrýstisvæði yfir Bretlandseyjum og þar norður af og við það berst til okkar mildara loft úr suðaustri. Það er verið að spá sérlega mildu veðri hér þegar líður fram á næstu viku, í kringum sumardaginn fyrsta eða svo, og áfram,“ segir Einar í samtali við fréttastofuna en hann rýnir einnig í spána á vefsíðu Bliku. Samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar gæti hiti náð tveggja stafa tölu í næstu viku en Einar dregur aðeins í land. „Það þykir allt gott sem er á milli fimm til níu stig í aprílmánuði og maður finnur svo ylinn frá sólinni. En ef þetta gengur eftir stefnir í áframhaldandi öfga í veðurfarinu eins og verið hefur. Það er að segja hlýjan aprílmánuð, og ef ekki gerir hret síðustu vikuna, þá gæti mánuðurinn orðið samanburðarhæfur við apríl 2019.“ Aprílmánuður gæti orðið sérlega hlýr.vísir/Vilhelm Sá aprílmánuður var sá hlýjasti frá upphafi mælinga víða um land og meðalhiti í Reykjavík var 6,5 stig. Einar segir þó of snemmt að segja hvort sumardagurinn fyrsti marki þá jafnframt raunverulegt upphaf sumarsins. „Hretin hér á landi geta sýnt sig allan maí og fram í júní en það veitir ekki af eftir þennan kalda vetur að fá sólríkan og hlýjan maí til að losna við klakann úr jörðinni og undirbúa okkur betur fyrir sumarkomuna,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira