Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2023 16:19 Þegar Ásmundur Einar flutti að vestan og í Borgarnesið keypti hann húsið sem nú er komið á sölu. Eftir því sem Vísir kemst næst gæti hann fengið 70 milljónir fyrir slotið. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. Um er að ræða 180 fermetra hús sem stendur við Helgugötu 11, 310 Borgarnesi, á besta stað með góðum garði. Húsið stendur í grennd við grunnskólann á Borgarnesi og ef menn eru áhugasamir um boltann þá má halla sér aftur í klappstól á stórum pallinum og fylgjast með því sem fram fer á fótboltavelli Skallagríms. „Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes,“ segir í lýsingu. Ásmundur Einar hefur verið með húsið í útleigu að undanförnu en Heimildin greindi frá því að Ásmundi hafi láðst að tilgreina það í hagsmunaskráningu þingmanna. Húsið hefur hann leigt út fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Þórarinn Halldór Óðinsson fasteignasali, sem annast söluna á húsinu segir að enn séu ekki komin nein formleg tilboð í húsið en hann segir ekki gáfulegt af sinni hálfu að gefa upp hvers ráðherrann getur vænst fyrir húsið. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að miðað við stöðuna á markaði, staðsetningu og ástand hússins megi gera ráð fyrir því að kaupandi þurfi að gefa fyrir húsið 65-70 milljónir. Brunabótamat er 71.760.000 krónur en fasteignamat 49.750.000 krónur. Húsið er járnklætt steinhús, byggt á þremur pöllum og fylgir bílskúr. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta honum í leiguhúsnæði. Spurður hvort það sé nokkuð óvarlegt að kalla húsið höll segir Þórarinn fasteignasali þar teflt á tæpasta vað, kominn sé tími á viðhald en húsið geti vissulega orðið höll í réttum höndum. Fasteignamarkaður Alþingi Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Um er að ræða 180 fermetra hús sem stendur við Helgugötu 11, 310 Borgarnesi, á besta stað með góðum garði. Húsið stendur í grennd við grunnskólann á Borgarnesi og ef menn eru áhugasamir um boltann þá má halla sér aftur í klappstól á stórum pallinum og fylgjast með því sem fram fer á fótboltavelli Skallagríms. „Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes,“ segir í lýsingu. Ásmundur Einar hefur verið með húsið í útleigu að undanförnu en Heimildin greindi frá því að Ásmundi hafi láðst að tilgreina það í hagsmunaskráningu þingmanna. Húsið hefur hann leigt út fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Þórarinn Halldór Óðinsson fasteignasali, sem annast söluna á húsinu segir að enn séu ekki komin nein formleg tilboð í húsið en hann segir ekki gáfulegt af sinni hálfu að gefa upp hvers ráðherrann getur vænst fyrir húsið. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að miðað við stöðuna á markaði, staðsetningu og ástand hússins megi gera ráð fyrir því að kaupandi þurfi að gefa fyrir húsið 65-70 milljónir. Brunabótamat er 71.760.000 krónur en fasteignamat 49.750.000 krónur. Húsið er járnklætt steinhús, byggt á þremur pöllum og fylgir bílskúr. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta honum í leiguhúsnæði. Spurður hvort það sé nokkuð óvarlegt að kalla húsið höll segir Þórarinn fasteignasali þar teflt á tæpasta vað, kominn sé tími á viðhald en húsið geti vissulega orðið höll í réttum höndum.
Fasteignamarkaður Alþingi Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Ætla að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira