Kom Pascal til bjargar þegar hann átti ekki fyrir mat Máni Snær Þorláksson skrifar 12. apríl 2023 17:27 Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið vinir í þrjá áratugi. Getty/Jeff Kravitz Leikararnir Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið perluvinir í þrjá áratugi. Í dag eru ferlar þeirra beggja á mikilli siglingu en það var ekki alltaf raunin. Paulson segir að á sínum tíma hafi hún þurft að gefa honum pening til að eiga fyrir mat. „Það voru tímar þar sem ég gaf honum pening sem ég fékk fyrir mína vinnu svo hann gæti átt pening til að borða,“ útskýrir Paulson í samtali við Esquire tímaritið. Um er að ræða ummæli sem höfð eru eftir Paulson í viðtali við Pascal í tímaritinu. Í viðtalinu lýsir Pascal hvernig þessi tími var, þegar ferillinn virtist ekki ætla að ganga upp eins og hann hafði ímyndað sér: „Mín sýn var sú að ef ég væri ekki búinn að vekja gríðarlega athygli þegar ég var orðinn tuttugu og níu ára þá væri þetta búið. Svo ég var alltaf að endurhugsa hvað það þýddi að helga líf mitt starfinu og gefa upp á bátinn hugmyndina um hvernig ég hélt að þetta yrði þegar ég var krakki.“ Pascal ákvað að gefast ekki upp og halda ótrauður áfram. Það hefur svo sannarlega skilað sér því í dag er hann gífurlega vinsæll. Hann fer til að mynda með aðalhlutverkið í tveimur af vinsælustu þáttaröðum heims, The Last of Us og The Mandalorian. Kynntust fyrir þremur áratugum Paulson og Pascal kynntust þegar sá síðarnefndi var í námi í NYU Tisch listaháskólanum árið 1993. Þá kynntist hann hópi af nýstúdentum úr LaGuardia High skólanum, þar á meðal Paulson. Hún segir að hópurinn hafi á þeim tíma eytt miklum tíma í að horfa á kvikmyndir saman. Vinátta þeirra hefur lifað góðu lífi síðan þá. Paulson og Pascal hafa til dæmis deilt myndum saman af sér á Instagram og verið mynduð saman á rauðum dreglum. Hollywood Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Það voru tímar þar sem ég gaf honum pening sem ég fékk fyrir mína vinnu svo hann gæti átt pening til að borða,“ útskýrir Paulson í samtali við Esquire tímaritið. Um er að ræða ummæli sem höfð eru eftir Paulson í viðtali við Pascal í tímaritinu. Í viðtalinu lýsir Pascal hvernig þessi tími var, þegar ferillinn virtist ekki ætla að ganga upp eins og hann hafði ímyndað sér: „Mín sýn var sú að ef ég væri ekki búinn að vekja gríðarlega athygli þegar ég var orðinn tuttugu og níu ára þá væri þetta búið. Svo ég var alltaf að endurhugsa hvað það þýddi að helga líf mitt starfinu og gefa upp á bátinn hugmyndina um hvernig ég hélt að þetta yrði þegar ég var krakki.“ Pascal ákvað að gefast ekki upp og halda ótrauður áfram. Það hefur svo sannarlega skilað sér því í dag er hann gífurlega vinsæll. Hann fer til að mynda með aðalhlutverkið í tveimur af vinsælustu þáttaröðum heims, The Last of Us og The Mandalorian. Kynntust fyrir þremur áratugum Paulson og Pascal kynntust þegar sá síðarnefndi var í námi í NYU Tisch listaháskólanum árið 1993. Þá kynntist hann hópi af nýstúdentum úr LaGuardia High skólanum, þar á meðal Paulson. Hún segir að hópurinn hafi á þeim tíma eytt miklum tíma í að horfa á kvikmyndir saman. Vinátta þeirra hefur lifað góðu lífi síðan þá. Paulson og Pascal hafa til dæmis deilt myndum saman af sér á Instagram og verið mynduð saman á rauðum dreglum.
Hollywood Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira