Kom Pascal til bjargar þegar hann átti ekki fyrir mat Máni Snær Þorláksson skrifar 12. apríl 2023 17:27 Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið vinir í þrjá áratugi. Getty/Jeff Kravitz Leikararnir Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið perluvinir í þrjá áratugi. Í dag eru ferlar þeirra beggja á mikilli siglingu en það var ekki alltaf raunin. Paulson segir að á sínum tíma hafi hún þurft að gefa honum pening til að eiga fyrir mat. „Það voru tímar þar sem ég gaf honum pening sem ég fékk fyrir mína vinnu svo hann gæti átt pening til að borða,“ útskýrir Paulson í samtali við Esquire tímaritið. Um er að ræða ummæli sem höfð eru eftir Paulson í viðtali við Pascal í tímaritinu. Í viðtalinu lýsir Pascal hvernig þessi tími var, þegar ferillinn virtist ekki ætla að ganga upp eins og hann hafði ímyndað sér: „Mín sýn var sú að ef ég væri ekki búinn að vekja gríðarlega athygli þegar ég var orðinn tuttugu og níu ára þá væri þetta búið. Svo ég var alltaf að endurhugsa hvað það þýddi að helga líf mitt starfinu og gefa upp á bátinn hugmyndina um hvernig ég hélt að þetta yrði þegar ég var krakki.“ Pascal ákvað að gefast ekki upp og halda ótrauður áfram. Það hefur svo sannarlega skilað sér því í dag er hann gífurlega vinsæll. Hann fer til að mynda með aðalhlutverkið í tveimur af vinsælustu þáttaröðum heims, The Last of Us og The Mandalorian. Kynntust fyrir þremur áratugum Paulson og Pascal kynntust þegar sá síðarnefndi var í námi í NYU Tisch listaháskólanum árið 1993. Þá kynntist hann hópi af nýstúdentum úr LaGuardia High skólanum, þar á meðal Paulson. Hún segir að hópurinn hafi á þeim tíma eytt miklum tíma í að horfa á kvikmyndir saman. Vinátta þeirra hefur lifað góðu lífi síðan þá. Paulson og Pascal hafa til dæmis deilt myndum saman af sér á Instagram og verið mynduð saman á rauðum dreglum. Hollywood Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
„Það voru tímar þar sem ég gaf honum pening sem ég fékk fyrir mína vinnu svo hann gæti átt pening til að borða,“ útskýrir Paulson í samtali við Esquire tímaritið. Um er að ræða ummæli sem höfð eru eftir Paulson í viðtali við Pascal í tímaritinu. Í viðtalinu lýsir Pascal hvernig þessi tími var, þegar ferillinn virtist ekki ætla að ganga upp eins og hann hafði ímyndað sér: „Mín sýn var sú að ef ég væri ekki búinn að vekja gríðarlega athygli þegar ég var orðinn tuttugu og níu ára þá væri þetta búið. Svo ég var alltaf að endurhugsa hvað það þýddi að helga líf mitt starfinu og gefa upp á bátinn hugmyndina um hvernig ég hélt að þetta yrði þegar ég var krakki.“ Pascal ákvað að gefast ekki upp og halda ótrauður áfram. Það hefur svo sannarlega skilað sér því í dag er hann gífurlega vinsæll. Hann fer til að mynda með aðalhlutverkið í tveimur af vinsælustu þáttaröðum heims, The Last of Us og The Mandalorian. Kynntust fyrir þremur áratugum Paulson og Pascal kynntust þegar sá síðarnefndi var í námi í NYU Tisch listaháskólanum árið 1993. Þá kynntist hann hópi af nýstúdentum úr LaGuardia High skólanum, þar á meðal Paulson. Hún segir að hópurinn hafi á þeim tíma eytt miklum tíma í að horfa á kvikmyndir saman. Vinátta þeirra hefur lifað góðu lífi síðan þá. Paulson og Pascal hafa til dæmis deilt myndum saman af sér á Instagram og verið mynduð saman á rauðum dreglum.
Hollywood Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira