Níu létust í umferðinni í fyrra og 195 slösuðust alvarlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. apríl 2023 06:56 Gatnamót Miklabrautar og Kringlumýrarbrautar. Vísir/Vilhelm Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1973 sem fleiri látast úr hópi gangandi og hjólandi en úr hópi ökumanna og farþega og í fyrsta sinn frá árinu 1992 sem fleiri látast í þéttbýli en utan þéttbýlis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um slys í umferðinni árið 2022. Af látnu voru tveir erlendir ferðamenn. Samkvæmt skýrslunni slösuðust 195 alvarlega í umferðinni í fyrra, 123 karlar og 72 konur. Tuttugu börn slösuðust alvarlega á árinu og 97 slösuðust lítillega. Af þeim sem slösuðust alvarlega var 81 á reiðhjóli eða rafhlaupahjóli en 58 í fólksbíl. Alls slösuðust 176 á rafmagnshlaupahjóli, þar af 48 alvarlega. Í skýrslunni segir að flest slys og óhöpp verði á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar og næst flest á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar annars vegar og á hringtorginu í Hafnarfirði þar sem mætast Flatahraun, Fjarðarhraun og Bæjarhraun hins vegar. Þegar kemur að slysum með meiðslum verða þau flest á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. „Íbúar Ísafjarðar og Grindavíkur eru þeir sem slasast mest í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum m.v. íbúafjölda á viðkomandi stað. Íbúar Borgarness, Akraness, Akyreyrar og Selfoss standa sig talsvert betur árið 2022 heldur en árin á undan. Íbúar Borgarness standa sig best allra þetta árið en árið 2021 stóðu þeir sig verst allra,“ segir í skýrslunni. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1973 sem fleiri látast úr hópi gangandi og hjólandi en úr hópi ökumanna og farþega og í fyrsta sinn frá árinu 1992 sem fleiri látast í þéttbýli en utan þéttbýlis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um slys í umferðinni árið 2022. Af látnu voru tveir erlendir ferðamenn. Samkvæmt skýrslunni slösuðust 195 alvarlega í umferðinni í fyrra, 123 karlar og 72 konur. Tuttugu börn slösuðust alvarlega á árinu og 97 slösuðust lítillega. Af þeim sem slösuðust alvarlega var 81 á reiðhjóli eða rafhlaupahjóli en 58 í fólksbíl. Alls slösuðust 176 á rafmagnshlaupahjóli, þar af 48 alvarlega. Í skýrslunni segir að flest slys og óhöpp verði á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar og næst flest á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar annars vegar og á hringtorginu í Hafnarfirði þar sem mætast Flatahraun, Fjarðarhraun og Bæjarhraun hins vegar. Þegar kemur að slysum með meiðslum verða þau flest á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. „Íbúar Ísafjarðar og Grindavíkur eru þeir sem slasast mest í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum m.v. íbúafjölda á viðkomandi stað. Íbúar Borgarness, Akraness, Akyreyrar og Selfoss standa sig talsvert betur árið 2022 heldur en árin á undan. Íbúar Borgarness standa sig best allra þetta árið en árið 2021 stóðu þeir sig verst allra,“ segir í skýrslunni.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum