Meistararnir gengu frá Leicester í fyrri hálf­leik og setja pressu á Skytturnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
John Stones kom Man City á bragðið.
John Stones kom Man City á bragðið. EPA-EFE/TIM KEETON

Manchester City vann 3-1 sigur á Leicester City í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

John Stones skoraði strax eftir fimm mínútur og ekki löngu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu. Erling Braut Håland fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hans 31. deildarmark á leiktíðinni. Þegar 25 mínútur voru liðnar bætti Håland við öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna.

Segja má að leikmenn Man Citu hafi þarna ákveðið að eyða engir óþarfa orku það sem eftir lifði leiks. Það virtist sem liðið ætlaði að sigla öruggum 3-0 sigri í hús en undir lok leiks vöknuðu gestirnir af værum blundi.

Kelechi Iheanacho skoraði þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Hann átti eftir að skjóta í stöng og James Maddison fékk sömuleiðis gott færi sem Ederson varði. Allt kom fyrir ekki og Man City vann 3-1 sigur.

Manchester City er nú með 70 stig í 2. sæti þegar 8 umferðir eru eftir. Arsenal er á toppnum með 73 stig. Þessi lið mætast þann 26. apríl í leik sem gæti skorið úr um hvort verður Englandsmeistari.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira