Tap hjá Golden State í fyrsta leik úrslitakeppninnar Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2023 09:30 Steph Curry ósáttur með dóm gegn Sacramento Kings í nótt og fær að heyra það frá stuðningsmönnum heimaliðsins. Vísir/Getty Meistarar Golden State Warriors töpuðu gegn nágrönnum sínum í Sacramento Kings þegar liðin mættust í fyrsta leik einvígis liðanna í Vesturdeildinni í nótt. Boston Celtics og Philadelphia 76´ers unnu þægilega sigra. Golden State Warriors hefur sýnt misjafnar frammistöður í vetur og enduðu í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en deildakeppni NBA-deildarinnar lauk í vikunni. Sacramento Kings hafa hins vegar verið flottir í vetur og náðu þriðja sætinu og eiga því heimaleikjaréttinn gegn Warriors. Leikur liðanna í nótt var jafn og spennandi. Golden State leiddi 61-55 í hálfleik og náðu mest tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta. Lið Sacramento kom hins vegar til baka og í fjórða leikhluta skiptust liðin á að hafa forystuna. Heimamenn komust sex stigum yfir í stöðunni 122-116 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en karfa frá Steph Curry sá til þess að aðeins munaði einu stigi með 47,9 sekúndur á klukkunni. Only words... #PLAYOFFMODE 2.9 left in Game 1.Warriors ball.GET TO ABC. pic.twitter.com/W8FxNkU44V— NBA (@NBA) April 16, 2023 Andrew Wiggins klikkaði síðan á galopnu þriggja stiga skoti þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Warriors neyddust til að senda Malik Monk á vítalínuna þar sem hann kom Sacramento þremur stigum yfir með tæpar þrjár sekúndur eftir. Það var ekki nóg fyrir Warriors til að jafna þrátt fyrir ágætt tækifæri fyrir Curry og Sacramento fagnaði góðum sigri og forystunni í einvíginu. De´Aron Fox og Malik Monk voru allt í öllu í sóknarleik Sacramento í nótt. Fox skoraði 38 stig og Monk 32. Hjá Golden State skoraði Steph Curry 30 stig og Klay Thompson skoraði 21. JALEN BRUNSON.CLUTCH.He puts the Knicks up 4 with 35.4 left in Game 1 on ESPN!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/4yUGJ2yCnn— NBA (@NBA) April 16, 2023 New York Knicks hóf úrslitakeppnina á sigri en liðið vann góðan útisigur á Cleveland Cavaliers 101-97. Jalen Brunson skoraði 27 stig fyrir Knicks og þar af 21 í seinni hálfleik en Donovan Mitchell var magnaður hjá Clevland með 38 stig, 8 stoðsendingar og 4 fráköst. Quentin Grimes ísaði leikinn af vítalínunni með örfáar sekúndur eftir og kom þá Knicks fjórum stigum yfir sem var of mikið fyrir Cleveland. Þægilegt hjá Boston og 76´ers Í Boston unnu heimamenn nokkuð þægilegan 112-99 sigur á Atlanta Hawks sem komst í úrslitakeppnina í gegnum umspil. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stiga- og frákastahæstir í liði Boston sem lenti í öðru sæti Austurdeildarinnar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta sem saknaði meira framlags frá stjörnuleikmanni sínum Trae Young en hann hitti aðeins úr fimm af átján skotum sínum í leiknum. DENIED BY JOEL EMBIID!4Q of 76ers/Nets underway on ESPN pic.twitter.com/8KOufscRVe— NBA (@NBA) April 15, 2023 Þá vann Philadelphia 76´ers tuttugu stiga sigur á Brooklyn Nets en liðin lentu í þriðja og sjötta sæti Austurdeildarinnar. Philadelphia var með þægilega forystu allan fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með níu stigum í hálfleik. Lokatölur 121-101 og það var að sjálfsögðu Joel Embiid sem var stigahæstur hjá 76´ers með 26 stig og James Harden kom næstur með 23 stig. Mikal Bridges var langstigahæstur hjá Brooklym með 30 stig. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Golden State Warriors hefur sýnt misjafnar frammistöður í vetur og enduðu í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en deildakeppni NBA-deildarinnar lauk í vikunni. Sacramento Kings hafa hins vegar verið flottir í vetur og náðu þriðja sætinu og eiga því heimaleikjaréttinn gegn Warriors. Leikur liðanna í nótt var jafn og spennandi. Golden State leiddi 61-55 í hálfleik og náðu mest tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta. Lið Sacramento kom hins vegar til baka og í fjórða leikhluta skiptust liðin á að hafa forystuna. Heimamenn komust sex stigum yfir í stöðunni 122-116 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en karfa frá Steph Curry sá til þess að aðeins munaði einu stigi með 47,9 sekúndur á klukkunni. Only words... #PLAYOFFMODE 2.9 left in Game 1.Warriors ball.GET TO ABC. pic.twitter.com/W8FxNkU44V— NBA (@NBA) April 16, 2023 Andrew Wiggins klikkaði síðan á galopnu þriggja stiga skoti þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Warriors neyddust til að senda Malik Monk á vítalínuna þar sem hann kom Sacramento þremur stigum yfir með tæpar þrjár sekúndur eftir. Það var ekki nóg fyrir Warriors til að jafna þrátt fyrir ágætt tækifæri fyrir Curry og Sacramento fagnaði góðum sigri og forystunni í einvíginu. De´Aron Fox og Malik Monk voru allt í öllu í sóknarleik Sacramento í nótt. Fox skoraði 38 stig og Monk 32. Hjá Golden State skoraði Steph Curry 30 stig og Klay Thompson skoraði 21. JALEN BRUNSON.CLUTCH.He puts the Knicks up 4 with 35.4 left in Game 1 on ESPN!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/4yUGJ2yCnn— NBA (@NBA) April 16, 2023 New York Knicks hóf úrslitakeppnina á sigri en liðið vann góðan útisigur á Cleveland Cavaliers 101-97. Jalen Brunson skoraði 27 stig fyrir Knicks og þar af 21 í seinni hálfleik en Donovan Mitchell var magnaður hjá Clevland með 38 stig, 8 stoðsendingar og 4 fráköst. Quentin Grimes ísaði leikinn af vítalínunni með örfáar sekúndur eftir og kom þá Knicks fjórum stigum yfir sem var of mikið fyrir Cleveland. Þægilegt hjá Boston og 76´ers Í Boston unnu heimamenn nokkuð þægilegan 112-99 sigur á Atlanta Hawks sem komst í úrslitakeppnina í gegnum umspil. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stiga- og frákastahæstir í liði Boston sem lenti í öðru sæti Austurdeildarinnar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta sem saknaði meira framlags frá stjörnuleikmanni sínum Trae Young en hann hitti aðeins úr fimm af átján skotum sínum í leiknum. DENIED BY JOEL EMBIID!4Q of 76ers/Nets underway on ESPN pic.twitter.com/8KOufscRVe— NBA (@NBA) April 15, 2023 Þá vann Philadelphia 76´ers tuttugu stiga sigur á Brooklyn Nets en liðin lentu í þriðja og sjötta sæti Austurdeildarinnar. Philadelphia var með þægilega forystu allan fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með níu stigum í hálfleik. Lokatölur 121-101 og það var að sjálfsögðu Joel Embiid sem var stigahæstur hjá 76´ers með 26 stig og James Harden kom næstur með 23 stig. Mikal Bridges var langstigahæstur hjá Brooklym með 30 stig.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti