Yfirlýsing knattspyrnukvennanna „það ómerkilegasta sem hann hefur séð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2023 10:44 Þórir Hákonarson var áður framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Daníel Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd. Fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fordæmdu vinnubrögð samtakanna Íslenskur Toppfótbolti [ÍTF]. Segja þær að halli verulega á kvennaknattspyrnuna í vinnu samtakanna og undirbúningi. „Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ segir í yfirlýsingu fyrirliðanna. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa undanfarið gagnrýnt vinnubrögð ÍTF í ýmsum málum, til dæmis að enginn Fantasy-leikur verður í boði fyrir Bestu deild kvenna og þá staðreynd að konur voru í miklum minnihluta í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar. Kornið sem fyllti mælinn hjá fyrirliðunum var þegar ÍTF boðaði fulltrúa allra liða á fund þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir Bestu deildina en á sama tíma fer fram leikur Meistara meistaranna á milli Vals og Stjörnunnar. „Dónaskapur og virkilega lélegt“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagt orð í belg á Twitter. Hann gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliðanna harðlega og segir hana eitt það ómerkilegasta sem hann hafi séð á 35 ára ferli í knattspyrnu. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson blandar sér í umræðurnar og spyr Þóri hvað honum finnist ómerkilegt við yfirlýsingu fyrirliðanna. Eitt það ómerkilegasta sem ég hef séð á 35 ára ferli í fótbolta, virkilega lélegt. https://t.co/w2Ah8OOS28— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 „Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar á deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu,“ svarar Þórir. Guðmundur bendir Þóri þá á að líklega sé kvennaknattspyrnan sé komin með nóg eftir atburði síðustu vikna. „Hugsanlega Gummi, þú veist líklega betur en flestir að fjármunir ráða miklu í þessum bransa, og þegar hvatt er til þess að taka ekki þátt í að búa til fjármuni með kynningu og hrauna yfir þá aðila sem eru að reyna þá er það bara dónaskapur og virkilega lélegt,“ bætir Þórir við. Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar a deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fordæmdu vinnubrögð samtakanna Íslenskur Toppfótbolti [ÍTF]. Segja þær að halli verulega á kvennaknattspyrnuna í vinnu samtakanna og undirbúningi. „Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ segir í yfirlýsingu fyrirliðanna. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa undanfarið gagnrýnt vinnubrögð ÍTF í ýmsum málum, til dæmis að enginn Fantasy-leikur verður í boði fyrir Bestu deild kvenna og þá staðreynd að konur voru í miklum minnihluta í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar. Kornið sem fyllti mælinn hjá fyrirliðunum var þegar ÍTF boðaði fulltrúa allra liða á fund þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir Bestu deildina en á sama tíma fer fram leikur Meistara meistaranna á milli Vals og Stjörnunnar. „Dónaskapur og virkilega lélegt“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagt orð í belg á Twitter. Hann gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliðanna harðlega og segir hana eitt það ómerkilegasta sem hann hafi séð á 35 ára ferli í knattspyrnu. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson blandar sér í umræðurnar og spyr Þóri hvað honum finnist ómerkilegt við yfirlýsingu fyrirliðanna. Eitt það ómerkilegasta sem ég hef séð á 35 ára ferli í fótbolta, virkilega lélegt. https://t.co/w2Ah8OOS28— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 „Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar á deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu,“ svarar Þórir. Guðmundur bendir Þóri þá á að líklega sé kvennaknattspyrnan sé komin með nóg eftir atburði síðustu vikna. „Hugsanlega Gummi, þú veist líklega betur en flestir að fjármunir ráða miklu í þessum bransa, og þegar hvatt er til þess að taka ekki þátt í að búa til fjármuni með kynningu og hrauna yfir þá aðila sem eru að reyna þá er það bara dónaskapur og virkilega lélegt,“ bætir Þórir við. Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar a deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Besta deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira