Snemma að sofa í kvöld eftir hjólasólarhring Máni Snær Þorláksson skrifar 16. apríl 2023 17:38 Strákarnir hjóluðu á fullu í heilan sólarhring. Vísir/Steingrímur Dúi Félagar drengs sem slasaðist illa í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst ákváðu að hjálpa vini sínum með því að efna til söfnunar sem gekk svo vonum framar. Drengirnir ákváðu að hjóla stanslaust í heilan sólarhring með það að markmiði að safna fyrir glæsilegu rafmagnsfjallahjóli. Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Til þess að hann geti hjólað aftur með félögum sínum úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar þarf hann sérútbúið rafmagnsfjallahjól. Slík hjól eru ekki ódýr en félagarnir ákváðu að taka málin í sínar hendur til að sjá til þess að Elís geti hjólað með þeim á ný. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hjólreiðamaraþon drengjanna hófst klukkan 14:00 í gær og lauk því á sama tíma í dag. Ásdís Hanna Pálsdóttir, móðir eins drengsins sem tók þátt í hjólreiðunum síðasta sólarhringinn, segir í samtali við fréttastofu að söfnunin hafi gengið vonum framar, strákunum tókst að safna fyrir rafmagnsfjallahjólinu. „Þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Strákarnir stóðu sig ofboðslega vel þótt þeir hafi ekki tekið svona tuttugu og fjögurra tíma keyrslu áður,“ segir Ásdís. Þó svo að það hafi tekist að safna fyrir hjólinu þá bendir Ásdís á að söfnunin er enn opin þar sem kostnaðurinn í tengslum við rafmagnsfjallahjólið, viðhald og þess háttar, er einnig mikill. „Allur aukabúnaður, alls konar eins og dekk og annað, þetta er allt rándýrt á svona sérútbúið hjól. Allt sem kemur umfram rennur allt til Elísar Huga og verður brennimerkt hjólaáhugamálinu hans.“ Stefna á að hjóla saman í sumar Ásdís segir að góður andi hafi verið í hópnum sem stóð fyrir söfnuninni á meðan á henni stóð. „Þetta er ótrúlega flottur hópur, voru samstilltir á að halda þessu áfram og halda þetta út fyrir Elís,“ segir hún. „Þetta var náttúrulega líka gert að frumkvæði frá þeim, að finna eitthvað til þess að gera þetta fyrir hann.“ Söfnunin gekk vonum framar.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir Ásdís að hópurinn sé auðvitað þreyttur eftir hjólreiðarnar. „Það er verið að bera vel á sig krem og annað. Þeir eru mjög þreyttir og verða örugglega farnir snemma að sofa í kvöld.“ Stefnt er að því að Elís og félagar hans geti farið að hjóla í sumar: „Hann hefur hugsað þetta í allan vetur, að reyna að fá sér svona hjól. Þannig það lukkaðist vel að við tókum okkur saman og söfnuðum fyrir þessu. Þannig hann bíður spenntur að græja hjól, stilla það fyrir sig og koma sér út. Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook. Hjólreiðar Góðverk Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Til þess að hann geti hjólað aftur með félögum sínum úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar þarf hann sérútbúið rafmagnsfjallahjól. Slík hjól eru ekki ódýr en félagarnir ákváðu að taka málin í sínar hendur til að sjá til þess að Elís geti hjólað með þeim á ný. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hjólreiðamaraþon drengjanna hófst klukkan 14:00 í gær og lauk því á sama tíma í dag. Ásdís Hanna Pálsdóttir, móðir eins drengsins sem tók þátt í hjólreiðunum síðasta sólarhringinn, segir í samtali við fréttastofu að söfnunin hafi gengið vonum framar, strákunum tókst að safna fyrir rafmagnsfjallahjólinu. „Þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Strákarnir stóðu sig ofboðslega vel þótt þeir hafi ekki tekið svona tuttugu og fjögurra tíma keyrslu áður,“ segir Ásdís. Þó svo að það hafi tekist að safna fyrir hjólinu þá bendir Ásdís á að söfnunin er enn opin þar sem kostnaðurinn í tengslum við rafmagnsfjallahjólið, viðhald og þess háttar, er einnig mikill. „Allur aukabúnaður, alls konar eins og dekk og annað, þetta er allt rándýrt á svona sérútbúið hjól. Allt sem kemur umfram rennur allt til Elísar Huga og verður brennimerkt hjólaáhugamálinu hans.“ Stefna á að hjóla saman í sumar Ásdís segir að góður andi hafi verið í hópnum sem stóð fyrir söfnuninni á meðan á henni stóð. „Þetta er ótrúlega flottur hópur, voru samstilltir á að halda þessu áfram og halda þetta út fyrir Elís,“ segir hún. „Þetta var náttúrulega líka gert að frumkvæði frá þeim, að finna eitthvað til þess að gera þetta fyrir hann.“ Söfnunin gekk vonum framar.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir Ásdís að hópurinn sé auðvitað þreyttur eftir hjólreiðarnar. „Það er verið að bera vel á sig krem og annað. Þeir eru mjög þreyttir og verða örugglega farnir snemma að sofa í kvöld.“ Stefnt er að því að Elís og félagar hans geti farið að hjóla í sumar: „Hann hefur hugsað þetta í allan vetur, að reyna að fá sér svona hjól. Þannig það lukkaðist vel að við tókum okkur saman og söfnuðum fyrir þessu. Þannig hann bíður spenntur að græja hjól, stilla það fyrir sig og koma sér út. Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook.
Hjólreiðar Góðverk Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira