„Ég er með samning en er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. apríl 2023 21:45 Tímabilinu er lokið hjá Bjarna Magnússyni og stöllum hans í Haukum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar töpuðu gegn Val á heimavelli 46-56. Þetta var annað tímabilið í röð sem Haukar tapa oddaleik á heimavelli. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var óviss hvort hann yrði þjálfari Hauka á næsta tímabili. „Við vorum ekki að hitta neitt allan leikinn og þú vinnur ekki körfuboltaleik með svona lélega nýtingu. Það er einfalda svarið.“ „Við hittum ekki úr einum þristi allan leikinn. Þær dekkuðu okkur vel hjá þriggja stiga línunni en þegar við fengum víti og sniðskot þá klikkuðum við líka. Varnarlega vorum við flottar þar sem við fengum aðeins á okkur 56 stig,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar spiluðu afar illa í kvöld og annað tímabilið í röð tapa Haukar oddaleik á heimavelli. „Annað tímabilið í röð erum við að tapa illa í fimmta leik. Það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig sem þjálfari sem undirbjó liðið. Liðið er ekki að koma inn andlega rétt stillt.“ „Við vorum allt of litlar í okkur og létum ýta okkur úr því sem við vorum að reyna að framkvæma og það eru spurningar sem ég þarf að spyrja mig að. Ég þarf að fara vel yfir þetta og skoða hvað gerist næst.“ Tímabilinu er lokið hjá Haukum. Bjarni Magnússon var ánægður með tímabilið þar sem Haukar urðu bikarmeistar og Bjarni talaði um að Haukar hafi lent í afar miklum meiðslum sem setti strik í reikninginn. „Tímabilið var mjög gott. Ég er ekki að fara taka þennan leik og segja að tímabilið hafi verið slæmt. Það hafa menn verið að væla í fjölmiðlum yfir því að hafa misst 1-2 leikmenn í meiðsli í nokkrar vikur. Við höfum verið með 5-6 leikmenn meidda í vetur og fengum nokkrar inn stuttu fyrir úrslitakeppni þannig það hefur verið erfitt að finna jafnvægi.“ „Ég er stoltur af liðinu hvernig við höfum tæklað það frá fyrsta degi. Við erum bikarmeistarar það verður ekki tekið af okkur. Við hefðum getað komist í úrslitin með betri frammistöðu í dag en heilt yfir er ég stoltur af liðinu í vetur.“ En verður Bjarni þjálfari Hauka á næsta tímabili? „Ég er með samning en ég er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli og það er ekki bara hægt að benda á liðið heldur þarf ég líka að spyrja mig spurningar,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
„Við vorum ekki að hitta neitt allan leikinn og þú vinnur ekki körfuboltaleik með svona lélega nýtingu. Það er einfalda svarið.“ „Við hittum ekki úr einum þristi allan leikinn. Þær dekkuðu okkur vel hjá þriggja stiga línunni en þegar við fengum víti og sniðskot þá klikkuðum við líka. Varnarlega vorum við flottar þar sem við fengum aðeins á okkur 56 stig,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar spiluðu afar illa í kvöld og annað tímabilið í röð tapa Haukar oddaleik á heimavelli. „Annað tímabilið í röð erum við að tapa illa í fimmta leik. Það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig sem þjálfari sem undirbjó liðið. Liðið er ekki að koma inn andlega rétt stillt.“ „Við vorum allt of litlar í okkur og létum ýta okkur úr því sem við vorum að reyna að framkvæma og það eru spurningar sem ég þarf að spyrja mig að. Ég þarf að fara vel yfir þetta og skoða hvað gerist næst.“ Tímabilinu er lokið hjá Haukum. Bjarni Magnússon var ánægður með tímabilið þar sem Haukar urðu bikarmeistar og Bjarni talaði um að Haukar hafi lent í afar miklum meiðslum sem setti strik í reikninginn. „Tímabilið var mjög gott. Ég er ekki að fara taka þennan leik og segja að tímabilið hafi verið slæmt. Það hafa menn verið að væla í fjölmiðlum yfir því að hafa misst 1-2 leikmenn í meiðsli í nokkrar vikur. Við höfum verið með 5-6 leikmenn meidda í vetur og fengum nokkrar inn stuttu fyrir úrslitakeppni þannig það hefur verið erfitt að finna jafnvægi.“ „Ég er stoltur af liðinu hvernig við höfum tæklað það frá fyrsta degi. Við erum bikarmeistarar það verður ekki tekið af okkur. Við hefðum getað komist í úrslitin með betri frammistöðu í dag en heilt yfir er ég stoltur af liðinu í vetur.“ En verður Bjarni þjálfari Hauka á næsta tímabili? „Ég er með samning en ég er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli og það er ekki bara hægt að benda á liðið heldur þarf ég líka að spyrja mig spurningar,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira