Erlent

S­yd­n­ey ekki lengur fjöl­mennasta borg Ástralíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í rúm hundrað ár hefur Sydney verið stærsta borg Ástralíu en nú hefur Melbourne tekið fram úr. 
Í rúm hundrað ár hefur Sydney verið stærsta borg Ástralíu en nú hefur Melbourne tekið fram úr.  Getty Images

Ástralska stórborgin Sydney er ekki lengur stærsta borg landsins. Í heila öld hefur Sydney haldið þessum titli og raunar telja margir hana ranglega vera höfuðborg Ástralíu.

Það er hún ekki, heldur Canberra, en nú getur hún ekki einu sinni státað af því að vera stærst því íbúar í Melbourne eru orðnir fleiri.

Samkvæmt nýjustu tölum búa 4,8 milljónir búa í Melbourne sem er um átján þúsund manns umfram það sem er í Sydney. Ástæða þessa er sú ákvörðun að taka úthverfið Melton inn í Melbourne.

Raunar má segja að Melbourne sé að endurheimta titilinn því þegar gullæði braust út í Melbourna seint á nítjándu öld varð hún tímabundið stærsta borg landsins og hélt þeim titli til 1905.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×