Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2023 16:07 Gylfi Þór Sigurðsson lék með Everton í fjögur ár og bar stundum fyrirliðabandið. Getty/Michael Regan Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. Mbl.is greindi frá þessu í dag og vísaði í síðasta ársreikning enska knattspyrnufélagsins sem birtur var í síðasta mánuði. Í ársreikningnum, sem er vegna ársins fram til 30. júní 2022, segir að félagið eigi þátt í samningsdeilu við þriðja aðila. Upphæðirnar sem félagið ætli sér að sækja velti á málaferlum sem séu í gangi en að félagið telji góðar horfur á því að geta sótt 10 milljónir punda í bætur. Sú upphæð nemur í dag um 1,7 milljarði króna. Everton gerði Gylfa að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar hann var keyptur frá Swansea sumarið 2017, fyrir 45 milljónir punda. Hann skrifaði undir samning til fimm ára við félagið en lék ekkert fyrir liðið á lokaári samningsins, á meðan að lögreglan rannsakaði mál Gylfa sem grunaður var um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Án Gylfa hefur Everton verið í bullandi fallbaráttu síðustu tvær leiktíðir. Áður hafði Gylfi verið lykilmaður í liði Everton og spilað 136 leiki fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, og skorað í þeim 25 mörk. Á föstudaginn staðfesti lögreglan að Gylfi yrði ekki ákærður heldur væri hann laus allra mála. Þar sem að samningur hans við Everton rann út síðasta sumar er honum nú frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum, kjósi hann að halda áfram að spila fótbolta. Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Mbl.is greindi frá þessu í dag og vísaði í síðasta ársreikning enska knattspyrnufélagsins sem birtur var í síðasta mánuði. Í ársreikningnum, sem er vegna ársins fram til 30. júní 2022, segir að félagið eigi þátt í samningsdeilu við þriðja aðila. Upphæðirnar sem félagið ætli sér að sækja velti á málaferlum sem séu í gangi en að félagið telji góðar horfur á því að geta sótt 10 milljónir punda í bætur. Sú upphæð nemur í dag um 1,7 milljarði króna. Everton gerði Gylfa að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar hann var keyptur frá Swansea sumarið 2017, fyrir 45 milljónir punda. Hann skrifaði undir samning til fimm ára við félagið en lék ekkert fyrir liðið á lokaári samningsins, á meðan að lögreglan rannsakaði mál Gylfa sem grunaður var um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Án Gylfa hefur Everton verið í bullandi fallbaráttu síðustu tvær leiktíðir. Áður hafði Gylfi verið lykilmaður í liði Everton og spilað 136 leiki fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, og skorað í þeim 25 mörk. Á föstudaginn staðfesti lögreglan að Gylfi yrði ekki ákærður heldur væri hann laus allra mála. Þar sem að samningur hans við Everton rann út síðasta sumar er honum nú frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum, kjósi hann að halda áfram að spila fótbolta.
Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43
Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04