Bónusgrísinn reiður kortafyrirtækjum Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2023 18:04 Bónusgrísinn er ekki sáttur með kortafyrirtæki landsins. Vísir/Grafík „Kortafyrirtækin klúðruðu uppfærslu á sínum kerfum og því hafa margir lent í röngum færslum,“ segir í færslu á Facebooksíðu verslunarkeðjunnar Bónus. Með færslunni fylgir mynd af Bónusgrísnum fræga, sem er heldur reiður á svip. Margir korthafar greiðslukorta Mastercard ráku upp stór augu í morgun þegar kortafærslur, sem voru miklum mun hærri eða lægri en þær áttu að vera, birtust á yfirlitum þeirra. Dæmi eru um að fólk hafi að eytt þremur milljónum króna í ÁTVR eða fengið heila máltíð á aðeins 57 krónur. „Vegna breytinga sem gerðar voru hjá alþjóðlegu kortasamtökunum um helgina þar sem aukastafir íslensku krónunnar voru fjarlægðir birtist hluti þeirra færslna sem gerðar voru hjá íslenskum söluaðilum með Mastercard korti rangar núna í morgun. Leiðrétting hefur þegar verið send til Mastercard og staða hjá korthöfum verður leiðrétt sem fyrst“ segir í tilkynningu Rapyd (áður Valitor) um málið í dag. Þá eru það ekki aðeins neytendur sem hafa fundið fyrir óþægindum í dag enda hafa kaupmenn ekki farið varhluta af þeim. Þannig segir í tilkynningu á Facebooksíðu Bónus að mikið álag hafi verið á starfsfólki verslana keðjunnar „útaf þessu klúðri.“ Bónus biðst velvirðingar og bendir viðskiptavinum sínum á að hafa samband við sinn viðskiptabanka eða hringja í neyðarnúmer á greiðslukortum, vakni einhverjar spurningar. „Það er ástæða fyrir reiða grísnum,“ segir sá sem stýrir Facebooksíðu Bónus í athugasemd við færsluna. Greiðslumiðlun Neytendur Verslun Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Margir korthafar greiðslukorta Mastercard ráku upp stór augu í morgun þegar kortafærslur, sem voru miklum mun hærri eða lægri en þær áttu að vera, birtust á yfirlitum þeirra. Dæmi eru um að fólk hafi að eytt þremur milljónum króna í ÁTVR eða fengið heila máltíð á aðeins 57 krónur. „Vegna breytinga sem gerðar voru hjá alþjóðlegu kortasamtökunum um helgina þar sem aukastafir íslensku krónunnar voru fjarlægðir birtist hluti þeirra færslna sem gerðar voru hjá íslenskum söluaðilum með Mastercard korti rangar núna í morgun. Leiðrétting hefur þegar verið send til Mastercard og staða hjá korthöfum verður leiðrétt sem fyrst“ segir í tilkynningu Rapyd (áður Valitor) um málið í dag. Þá eru það ekki aðeins neytendur sem hafa fundið fyrir óþægindum í dag enda hafa kaupmenn ekki farið varhluta af þeim. Þannig segir í tilkynningu á Facebooksíðu Bónus að mikið álag hafi verið á starfsfólki verslana keðjunnar „útaf þessu klúðri.“ Bónus biðst velvirðingar og bendir viðskiptavinum sínum á að hafa samband við sinn viðskiptabanka eða hringja í neyðarnúmer á greiðslukortum, vakni einhverjar spurningar. „Það er ástæða fyrir reiða grísnum,“ segir sá sem stýrir Facebooksíðu Bónus í athugasemd við færsluna.
Greiðslumiðlun Neytendur Verslun Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira