Hinn 24 ára gamli Jón Dagur gekk í raðir Leuven frá AGF í Danmörku síðasta sumar. Til þessa hefur hann spilað 30 leiki í belgísku úrvalsdeildinni og skorað 10 mörk ásamt því að gefa 3 stoðsendingar.
Er hann nú einn fimm Íslendinga sem hafa skorað 10 eða fleiri mörk í belgísku úrvalsdeildinni. Hinir fjórir eru Arnór Guðjohnsen, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Þórður Guðjónsson.
Íslendingar í 10
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) April 15, 2023
Arnór Guðjohnsen
Anderlecht
86/87
19 mörk
Arnar Grétarsson
Lokeren
02/03
18 mörk
Rúnar Kristinsson
Lokeren
02/03
13 mörk
Jón Þorsteinsson
OH Leuven
22/23
10 mörk
Þórður Guðjónsson
Genk
99/00
10 mörk https://t.co/Vja0nmoaNL pic.twitter.com/hZBFfDQhWF
Jón Dagur skoraði úr vítaspyrnu í 4-0 sigri Leuven á Oostende um liðna helgi. Var það fimmta mark Kópavogsbúans úr vítaspyrnu á árinu 2023.
Ef marka má samfélagsmiðla Leuven þá hefur enginn leikmaður í Evrópu skorað fleiri mörk úr vítaspyrnum það sem af er ári.
5
— OH Leuven (@OHLeuven) April 16, 2023
Thorsteinsson benutte in 2023 vijf strafschoppen in de @ProLeagueBE. Geen enkele speler in een Europese competitie deed dit kalenderjaar beter dan Jón! #ohleuven pic.twitter.com/JZ5FyGVXX2
Leuven er í 11. sæti belgísku úrvalsdeildarinnar með 45 stig að loknum 33 leikjum.