„Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp“ Máni Snær Þorláksson skrifar 18. apríl 2023 15:40 Ástrós Rut Sigurðardóttir flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma. „Það er heiður að fá að standa hér og flytja mína fyrstu ræðu í einu glæsilegasta og virðulegasta húsi landsins,“ segir Ástrós í upphafi ræðunnar. Hún segir það hafa verið ástríðu sína lengi að breyta til hins betra og vera partur af jákvæðri þróun samfélagsins. Klippa: Jómfrúarræða Ástrósar Rutar Þegar Ástrós var einungis 24 ára gömul stóð hún við hlið Bjarka Má Sigvaldssonar, eiginmanns síns, er þeim var tjáð að krabbamein væri ástæðan fyrir verkjum og veikindum hans. „Við fengum einnig að heyra að þetta yrði mjög langt og erfitt ferli. Í dag eru tíu ár liðin og ég tíu árum eldri og vitrari en maðurinn minn er ekki lengur með okkur. Hann lést árið 2019 frá kornungri dóttur sinni og stóðu mæðgur eftir í sárum.“ Nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga Ástrós segir að á þessum sjö árum sem Bjarki glímdi við krabbamein hafi hún lært margt. „Ég lærði að það er flókið að vita sín réttindi. Ég lærði að vegurinn í gegnum kerfið er þungbær og ég lærði að það þarf sterkan einstakling á bak við veikan einstakling til að komast í gegnum frumskóg kerfisins og það er ekki sjálfgefið.“ Hún segist hafa orðið fyrir löngu sannfærð um mikilvægi þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga. Að hennar mati væri embættið nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga til að fá á einum stað upplýsingar um sín réttindi, fræðslu og leiðsögn um kerfið. „Umboðsmaður sjúklinga myndi einnig sinna því hlutverki að standa vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og gæta að því að sjúklingar fái sem besta heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Þetta er ekki bara fallegt fyrirkomulag, þetta er faglegt.“ Embættið hefði hjálpað sér og Bjarka Um er að ræða þingsályktunartillögu frá stjórnarandstöðunni. Halldóra Mogesen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og er það nú komið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ástrós hvetur þingmenn nefndarinnar til að stoppa ekki málið þó það komi frá stjórnarandstöðuþingmanni. „Gott er gott, sama hvaðan það kemur. Kerfið var nefnilega flókið og erfitt yfirferðar þegar ég þurfti að eiga við það sjálf og hefur því miður alltof lítið breyst síðan. Þess vegna vil ég eindregið vekja athygli á þessu mikilvæga máli.“ Að lokum segir Ástrós að embættið hefði getað hjálpað sér og Bjarka á sínum tíma: „Ég er sannfærð um að umboðsmaður sjúklinga hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp.“ Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Það er heiður að fá að standa hér og flytja mína fyrstu ræðu í einu glæsilegasta og virðulegasta húsi landsins,“ segir Ástrós í upphafi ræðunnar. Hún segir það hafa verið ástríðu sína lengi að breyta til hins betra og vera partur af jákvæðri þróun samfélagsins. Klippa: Jómfrúarræða Ástrósar Rutar Þegar Ástrós var einungis 24 ára gömul stóð hún við hlið Bjarka Má Sigvaldssonar, eiginmanns síns, er þeim var tjáð að krabbamein væri ástæðan fyrir verkjum og veikindum hans. „Við fengum einnig að heyra að þetta yrði mjög langt og erfitt ferli. Í dag eru tíu ár liðin og ég tíu árum eldri og vitrari en maðurinn minn er ekki lengur með okkur. Hann lést árið 2019 frá kornungri dóttur sinni og stóðu mæðgur eftir í sárum.“ Nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga Ástrós segir að á þessum sjö árum sem Bjarki glímdi við krabbamein hafi hún lært margt. „Ég lærði að það er flókið að vita sín réttindi. Ég lærði að vegurinn í gegnum kerfið er þungbær og ég lærði að það þarf sterkan einstakling á bak við veikan einstakling til að komast í gegnum frumskóg kerfisins og það er ekki sjálfgefið.“ Hún segist hafa orðið fyrir löngu sannfærð um mikilvægi þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga. Að hennar mati væri embættið nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga til að fá á einum stað upplýsingar um sín réttindi, fræðslu og leiðsögn um kerfið. „Umboðsmaður sjúklinga myndi einnig sinna því hlutverki að standa vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og gæta að því að sjúklingar fái sem besta heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Þetta er ekki bara fallegt fyrirkomulag, þetta er faglegt.“ Embættið hefði hjálpað sér og Bjarka Um er að ræða þingsályktunartillögu frá stjórnarandstöðunni. Halldóra Mogesen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og er það nú komið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ástrós hvetur þingmenn nefndarinnar til að stoppa ekki málið þó það komi frá stjórnarandstöðuþingmanni. „Gott er gott, sama hvaðan það kemur. Kerfið var nefnilega flókið og erfitt yfirferðar þegar ég þurfti að eiga við það sjálf og hefur því miður alltof lítið breyst síðan. Þess vegna vil ég eindregið vekja athygli á þessu mikilvæga máli.“ Að lokum segir Ástrós að embættið hefði getað hjálpað sér og Bjarka á sínum tíma: „Ég er sannfærð um að umboðsmaður sjúklinga hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp.“
Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira