Fótbolti

Sjáðu stórkostlegan sprett Rafaels Leao og tvennu Rodrygos

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Olivier Giroud pússar takkaskó Rafaels Leao eftir að hann lagði upp mark fyrir hann.
Olivier Giroud pússar takkaskó Rafaels Leao eftir að hann lagði upp mark fyrir hann. getty/Jonathan Moscrop

Fjögur mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Á Diego Maradona leikvanginum í Napoli tóku heimamenn á móti AC Milan. Olivier Giroud kom Milan yfir á markamínútunni, þeirri 43., eftir stórkostlegan undirbúning Rafaels Leao sem brunaði upp allan völlinn og lagði boltann á Giroud sem skoraði af öryggi. Fyrr í leiknum hafði Alex Meret varið vítaspyrnu Frakkans.

Napoli tapaði fyrri leiknum, 1-0, og þurfti því tvö mörk til að komast áfram. Khvicha Kvaratskhelia fékk upplagt tækifæri til að skora en Mike Maignan varði víti hans. Í uppbótartíma jafnaði Victor Osimhen fyrir Napoli en það dugði ekki og Milan fór áfram, 2-1 samanlagt.

Klippa: Napoli 1-1 Milan

Real Madrid sigraði Chelsea, 0-2, á Stamford Bridge. Brasilíumaðurinn Rodrygo skoraði bæði mörk Evrópumeistaranna sem eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum. Real Madrid vann einvígið, 4-0 samanlagt, og mætir annað hvort Bayern München eða Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Chelsea er aftur á móti úr leik og hefur tapað öllum fjórum leikjunum eftir að Frank Lampard tók við liðinu.

Klippa: Chelsea 0-2 Real Madrid

Átta liða úrslitunum lýkur með leikjum Bayern og City og Inter og Benfica í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×