Einvígið um titilinn hefst í kvöld: „Allt gert til að reyna að vinna“ Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2023 13:32 Keflvíkingar urðu deildarmeistarar og ætla sér að ná Íslandsmeistaratitlinum einnig, eftir sex ára bið. VÍSIR/VILHELM „Við erum öll spennt fyrir þessu og tilbúin að byrja,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari deildarmeistara Keflavíkur sem í kvöld hefja úrslitaeinvígi sitt gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Búast má við hörkueinvígi á milli liðanna en það hefst í Blue-höllinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að landa titlinum. Hörður segir ljóst að búast megi við miklum hitaleikjum. „Þegar það er komið svona mikið undir þá er allt gert til að reyna að vinna. Allt lagt í sölurnar. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og held að þetta verði mjög skemmtileg sería.“ Leikirnir í úrslitaeinvíginu 19. apríl kl. 19.15: Keflavík - Valur 22. apríl kl. 19.15: Valur - Keflavík 25. apríl kl. 19.15: Keflavík - Valur 28. apríl kl. 19.15 Valur - Keflavík (Ef þarf) 1. maí kl. 19.15: Keflavík - Valur (Ef þarf) Valskonur gerðu vel í að slá út Hauka en þurftu að hafa mikið fyrir því og réðust úrslitin í athyglisverðum oddaleik, sem endaði aðeins 56-46. Keflavík komst hins vegar nokkuð þægilega í gegnum einvígi sitt við Njarðvík en tapaði þó einum leik naumlega. Keflavík og Valur unnu tvo sigra hvort í innbyrðis leikjum liðanna í Subway-deildinni í vetur og þrátt fyrir að Valskonur hafi endað í 3. sæti deildarinnar þá voru þær aðeins fjórum stigum á eftir Keflvíkingum. Allt bendir því til spennandi einvígis sem annað hvort endar með þriðja Íslandsmeistaratitli Vals eða sautjánda Íslandsmeistaratitli Keflvíkinga sem eru sigursælasta lið sögunnar. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegleg útsending hefst hálftíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Búast má við hörkueinvígi á milli liðanna en það hefst í Blue-höllinni í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að landa titlinum. Hörður segir ljóst að búast megi við miklum hitaleikjum. „Þegar það er komið svona mikið undir þá er allt gert til að reyna að vinna. Allt lagt í sölurnar. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og held að þetta verði mjög skemmtileg sería.“ Leikirnir í úrslitaeinvíginu 19. apríl kl. 19.15: Keflavík - Valur 22. apríl kl. 19.15: Valur - Keflavík 25. apríl kl. 19.15: Keflavík - Valur 28. apríl kl. 19.15 Valur - Keflavík (Ef þarf) 1. maí kl. 19.15: Keflavík - Valur (Ef þarf) Valskonur gerðu vel í að slá út Hauka en þurftu að hafa mikið fyrir því og réðust úrslitin í athyglisverðum oddaleik, sem endaði aðeins 56-46. Keflavík komst hins vegar nokkuð þægilega í gegnum einvígi sitt við Njarðvík en tapaði þó einum leik naumlega. Keflavík og Valur unnu tvo sigra hvort í innbyrðis leikjum liðanna í Subway-deildinni í vetur og þrátt fyrir að Valskonur hafi endað í 3. sæti deildarinnar þá voru þær aðeins fjórum stigum á eftir Keflvíkingum. Allt bendir því til spennandi einvígis sem annað hvort endar með þriðja Íslandsmeistaratitli Vals eða sautjánda Íslandsmeistaratitli Keflvíkinga sem eru sigursælasta lið sögunnar. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegleg útsending hefst hálftíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Leikirnir í úrslitaeinvíginu 19. apríl kl. 19.15: Keflavík - Valur 22. apríl kl. 19.15: Valur - Keflavík 25. apríl kl. 19.15: Keflavík - Valur 28. apríl kl. 19.15 Valur - Keflavík (Ef þarf) 1. maí kl. 19.15: Keflavík - Valur (Ef þarf)
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira