Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2023 15:41 Karl konungur ásamt Andrési bróður sínum. Hinn fyrrnefndi verður brátt krýndur konungur. Max Mumby - Indigo/Getty Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. Í umfjöllun Sky fréttastofunnar um könnunina sem framkvæmd var af YouGov kemur fram að 51 prósent svarenda telji að breska ríkið ætti ekki að greiða fyrir athöfnina sem fer fram eftir tæpar tvær vikur þann 6. maí. Öllu verður tjaldað til, enda hefur breskur þjóðhöfðingi ekki verið krýndur síðustu sjötíu ár eða þegar Elísabet Bretlandsdrottning var krýnd árið 1953. Ekki verður greint nánar frá kostnaði við krýninguna þar til að henni lokinni. Tæpur þriðjungur svarenda í könnun YouGov eða 32 prósent segjast vera á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur eigi að borga sinn hluta í athöfninni en 18 prósent segjast vera óviss. Tölur á reiki Ekki hefur verið gefið upp opinberlega hver kostnaður breska ríkisins vegna krýningarathafnarinnar verður. Í frétt Sky kemur fram að óstaðfestar heimildir hermi að krýningin muni kosta á bilinu 50 til 100 milljónir punda eða því sem nemur rúmum 8,5 til 17 milljörðum íslenskra króna. Athöfnin hefur hlotið sérstakt heiti eins og hefð er fyrir í Bretlandi þegar kemur að stórum tímamótum í lífi bresku konungsfjölskyldunnar en hún er kennd við gyllta hnöttinn (e. Operation Golden Orb). Krýning Elísabetar kostaði 912 þúsund pund árið 1953 eða 20,5 milljónir punda á núvirði, því sem nemur tæplega 3,4 milljörðum íslenskra króna í dag. Krýning afa Karls, Georgs sjötta, kostaði hinsvegar 454 þúsund pund árið 1937 eða 24,8 milljónir punda á núvirði dagsins í dag, því sem nemur 4,2 milljörðum íslenskra króna. Yngra fólkið ekki eins hrifið Í umfjöllun Sky fréttastofunnar um málið kemur fram að yngra fólk sé ekki nándar nærri því eins hrifið af tilhugsuninni um að greiða fyrir krýningu Karls. Af 4.246 svarendum sögðust 62 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 24 ára ekki vera hlynntir því að greiða fyrir krýninguna á meðan 15 prósent svarenda í þeim aldurshópi voru til. Í eldri aldurshópum voru svörin jafnari. 44 prósent svarenda í aldurshópnum 65 ára og eldri eru andvígir því að skattgreiðendur borgi brúsann á meðan 43 prósent eru því hlynntir. Einungis 25 prósent svarenda á aldrinum 25 til 49 ára eru þessu hlynnt gegn 55 prósentum svarenda í sama aldurshópi. 50 til 64 ára eru upp til hópa á móti, 46 prósent eru því andvíg en 39 prósent hlynnt því að skattgreiðendur borgi sinn hlut í krýningu Karls. Karl III Bretakonungur Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Sjá meira
Í umfjöllun Sky fréttastofunnar um könnunina sem framkvæmd var af YouGov kemur fram að 51 prósent svarenda telji að breska ríkið ætti ekki að greiða fyrir athöfnina sem fer fram eftir tæpar tvær vikur þann 6. maí. Öllu verður tjaldað til, enda hefur breskur þjóðhöfðingi ekki verið krýndur síðustu sjötíu ár eða þegar Elísabet Bretlandsdrottning var krýnd árið 1953. Ekki verður greint nánar frá kostnaði við krýninguna þar til að henni lokinni. Tæpur þriðjungur svarenda í könnun YouGov eða 32 prósent segjast vera á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur eigi að borga sinn hluta í athöfninni en 18 prósent segjast vera óviss. Tölur á reiki Ekki hefur verið gefið upp opinberlega hver kostnaður breska ríkisins vegna krýningarathafnarinnar verður. Í frétt Sky kemur fram að óstaðfestar heimildir hermi að krýningin muni kosta á bilinu 50 til 100 milljónir punda eða því sem nemur rúmum 8,5 til 17 milljörðum íslenskra króna. Athöfnin hefur hlotið sérstakt heiti eins og hefð er fyrir í Bretlandi þegar kemur að stórum tímamótum í lífi bresku konungsfjölskyldunnar en hún er kennd við gyllta hnöttinn (e. Operation Golden Orb). Krýning Elísabetar kostaði 912 þúsund pund árið 1953 eða 20,5 milljónir punda á núvirði, því sem nemur tæplega 3,4 milljörðum íslenskra króna í dag. Krýning afa Karls, Georgs sjötta, kostaði hinsvegar 454 þúsund pund árið 1937 eða 24,8 milljónir punda á núvirði dagsins í dag, því sem nemur 4,2 milljörðum íslenskra króna. Yngra fólkið ekki eins hrifið Í umfjöllun Sky fréttastofunnar um málið kemur fram að yngra fólk sé ekki nándar nærri því eins hrifið af tilhugsuninni um að greiða fyrir krýningu Karls. Af 4.246 svarendum sögðust 62 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 24 ára ekki vera hlynntir því að greiða fyrir krýninguna á meðan 15 prósent svarenda í þeim aldurshópi voru til. Í eldri aldurshópum voru svörin jafnari. 44 prósent svarenda í aldurshópnum 65 ára og eldri eru andvígir því að skattgreiðendur borgi brúsann á meðan 43 prósent eru því hlynntir. Einungis 25 prósent svarenda á aldrinum 25 til 49 ára eru þessu hlynnt gegn 55 prósentum svarenda í sama aldurshópi. 50 til 64 ára eru upp til hópa á móti, 46 prósent eru því andvíg en 39 prósent hlynnt því að skattgreiðendur borgi sinn hlut í krýningu Karls.
Karl III Bretakonungur Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Sjá meira
Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00
Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21