Fékk nóg af tilraunastarfsemi og fann fegurðina í þjálfun Valur Páll Eiríksson skrifar 20. apríl 2023 09:30 Ólafur Stefánsson finnur sig vel í þjálfuninni. Getty Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsmaður og handboltastjarna, finnur sig vel í nýju hlutverki sem aðstoðarþjálfari Erlangen í Þýskalandi. Hann áttaði sig á því að hann verður ekki verri manneskja við þjálfunina og er kominn með nóg af víðamikilli tilraunastarfsemi síðustu ára. „Ég kann bara vel við. Annars væri ég ekki að þessu. Ég fór viljandi í þýsku jarðýtuna og boltann aftur. Það tók mig svona sjö til átta ár að fatta svolítið töfrana í að vera þjálfari. Ég hélt alltaf að ég yrði verri manneskja við það að verða þjálfari þegar ég kom heim,“ segir Ólafur í viðtali við Stöð 2. Hann hóf störf hjá Erlangen veturinn 2021 og var þá að þjálfa hjá félagsliði í fyrsta sinn síðan árið 2013 hjá uppeldisfélaginu, Val. „Þá prófaði ég eitt ár hjá Val, sem var svo sem allt í lagi. En ég var bara svo hræddur um að ég yrði eitthvað, ég var með eitthvað skrýtna hugmynd um það að þjálfa. Það tók mig í raun og veru sjö ár að sjá hvað þetta er í raun erfitt, fallegt og gefandi starf og mikið í því. Að hafa áhrif, að geta kennt öðrum og það er mikil sálfræði í þessu,“ segir hann um þjálfarastarfið. Klippa: Tók átta ár að fatta töfrana við að vera þjálfari Fékk nóg af kakó og að sjamanast Ólafur segir þá hafa verið tímabært að taka sér hlé frá tilraunastarfsemi sem hann sinnti í kjölfar þess að hann hætti þjálfun Vals eftir stutt starf. Hann kunni ekkert endilega betur við sig á meginlandinu en Íslandi en sé á góðum stað. „Ég var úti í 18 ár, kom heim í átta eða níu ár þar sem ég geri allskonar; að hoppa á einhverjum strætum, blása í flautur, spila á gítar, vera í skólakerfinu eitthvað að vesenast, að sjamanast og kakó og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki,“ „Það var bara kominn tími á hvíld af tilraunastarfseminni. Þá langaði mig bara að skoða hvort ég gæti fullorðnast aðeins og komið áleiðis minni þekkingu í boltanum og setja minn fókus á það,“ segir Ólafur. Dagsplanið komið í kunnuglegt horf Ólafur segist þá lítið vera að hugsa um næstu skref á sínum þjálfaraferli. Hann lifi lífi sínu dag frá degi og dagleg rútína hans sé farin að líkjast þeirri sem hann viðhafði á meðan hann var atvinnumaður á árum áður. „Ég tek bara einn dag í einu. Lykillinn er að ég lyfti meira, næri mig betur, passa upp á mig og kominn svolítið í íþróttagírinn eins og ég var sem íþróttamaður. Ég passa upp á meðvitund á hverjum degi, ég veit að ef að hún er í lagi, þá fer allt vel. Ef þú ert í góðri orku, peppaður, skýr, vinnur vel og passar líka upp á væntumþykju um alla leikmennina þína, berð virðingu fyrir öðrum manneskjum og svona þá held ég að þú verðir bara betri og betri þjálfari með hverjum deginum,“ segir Ólafur. Langtíma markmið séu því honum ekki ofarlega í huga. „Nei, eiginlega ekki. Ég er ekkert mikið í þeim. Ég held það sé mikið kröftugra að passa upp á sig á hverjum morgni. Ég er bara þar, innst eru ákveðin gleraugu sem tók mig nokkur ár að ná í, síðan er það fjölskyldan, síðan kemur orkan og allt það, svo kemur handbolti og svo kemur smá þýska, ævintýri og tónlist,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
„Ég kann bara vel við. Annars væri ég ekki að þessu. Ég fór viljandi í þýsku jarðýtuna og boltann aftur. Það tók mig svona sjö til átta ár að fatta svolítið töfrana í að vera þjálfari. Ég hélt alltaf að ég yrði verri manneskja við það að verða þjálfari þegar ég kom heim,“ segir Ólafur í viðtali við Stöð 2. Hann hóf störf hjá Erlangen veturinn 2021 og var þá að þjálfa hjá félagsliði í fyrsta sinn síðan árið 2013 hjá uppeldisfélaginu, Val. „Þá prófaði ég eitt ár hjá Val, sem var svo sem allt í lagi. En ég var bara svo hræddur um að ég yrði eitthvað, ég var með eitthvað skrýtna hugmynd um það að þjálfa. Það tók mig í raun og veru sjö ár að sjá hvað þetta er í raun erfitt, fallegt og gefandi starf og mikið í því. Að hafa áhrif, að geta kennt öðrum og það er mikil sálfræði í þessu,“ segir hann um þjálfarastarfið. Klippa: Tók átta ár að fatta töfrana við að vera þjálfari Fékk nóg af kakó og að sjamanast Ólafur segir þá hafa verið tímabært að taka sér hlé frá tilraunastarfsemi sem hann sinnti í kjölfar þess að hann hætti þjálfun Vals eftir stutt starf. Hann kunni ekkert endilega betur við sig á meginlandinu en Íslandi en sé á góðum stað. „Ég var úti í 18 ár, kom heim í átta eða níu ár þar sem ég geri allskonar; að hoppa á einhverjum strætum, blása í flautur, spila á gítar, vera í skólakerfinu eitthvað að vesenast, að sjamanast og kakó og ég veit ekki hvað ég reyndi ekki,“ „Það var bara kominn tími á hvíld af tilraunastarfseminni. Þá langaði mig bara að skoða hvort ég gæti fullorðnast aðeins og komið áleiðis minni þekkingu í boltanum og setja minn fókus á það,“ segir Ólafur. Dagsplanið komið í kunnuglegt horf Ólafur segist þá lítið vera að hugsa um næstu skref á sínum þjálfaraferli. Hann lifi lífi sínu dag frá degi og dagleg rútína hans sé farin að líkjast þeirri sem hann viðhafði á meðan hann var atvinnumaður á árum áður. „Ég tek bara einn dag í einu. Lykillinn er að ég lyfti meira, næri mig betur, passa upp á mig og kominn svolítið í íþróttagírinn eins og ég var sem íþróttamaður. Ég passa upp á meðvitund á hverjum degi, ég veit að ef að hún er í lagi, þá fer allt vel. Ef þú ert í góðri orku, peppaður, skýr, vinnur vel og passar líka upp á væntumþykju um alla leikmennina þína, berð virðingu fyrir öðrum manneskjum og svona þá held ég að þú verðir bara betri og betri þjálfari með hverjum deginum,“ segir Ólafur. Langtíma markmið séu því honum ekki ofarlega í huga. „Nei, eiginlega ekki. Ég er ekkert mikið í þeim. Ég held það sé mikið kröftugra að passa upp á sig á hverjum morgni. Ég er bara þar, innst eru ákveðin gleraugu sem tók mig nokkur ár að ná í, síðan er það fjölskyldan, síðan kemur orkan og allt það, svo kemur handbolti og svo kemur smá þýska, ævintýri og tónlist,“ segir Ólafur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti