Erlent

Átta­tíu látnir eftir mikinn troðning í Jemen

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fjölmargir létu lífið.
Fjölmargir létu lífið. ANSAR ALLAH HOUTHI MEDIA OFFICE

Að minnsta kosti áttatíu létu lífið í Sanaa, höfuðborg Jemen, í nótt í miklum troðningi. Fólkið hafði verið að reyna að fá ölmusu frá verslunum í nágrenni við sig.

Í myndböndum frá slysstað má sjá fólkið fast í hrúgu að reyna að komast í burtu. Gangandi vegfarendur reyndu að bjarga einhverjum en tugir hafa þegar látið lífið og liggja einhverjir slasaðir á spítala. 

„Það sem gerðist í kvöld er sorglegt slys. Tugir manna létust í miklum troðningi sem orsakast af því að sumir verslunarmenn gáfu fólki að handahófi pening án þess að gera það í samstarfi við innanríkisráðuneytið,“ hefur CNN eftir innanríkisráðherra Jemen, Abdul-Khaleq al-Ajri. 

Klippa: Troðningur í Jemen

Reuters greinir frá því að fólkið hafi safnast saman til þess að fá pening frá skóla í nágrenninu sem var að gefa fólki því sem samsvarar rétt rúmlega 1.200 íslenskum krónum. 

Aðeins nokkrir dagar eru í Eid Aal-Fitr sem markar enda Ramadan hjá múslimum. Er það algengt að fyrirtæki og aðrir gefi fátæku fólki pening eða mat á þessum tíma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×