Höfum ekki áhuga á að fara í sumarfrí strax Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. apríl 2023 19:17 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét „Þetta var okkar langbesti leikur í vetur“, sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 14 marka sigur á Stjörnunni norður á Akureyri í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni en leikurinn endaði 34 - 18 og var sigur heimakvenna aldrei í hættu. „Það besta var í dag að við náðum að spila mjög heilsteyptan leik í 60 mínútur. Við tikkuðum í öll boxin í leiknum í dag, ég er ótrúlega stoltur af liðinu eftir þessa frammistöðu.“ Stjarnan vann fimm marka sigur í síðasta leik og því þurfti KA/Þór að vinna í dag. „Við vorum með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að mæta tilbúnar í þetta verkefni. Við höfum engan áhuga á því að fara í sumarfrí strax.“ KA/Þór mæti af miklum krafti inn í leikinn og þegar korter var búið af leiknum var staðan 9-1. „Við vissum að við værum að mæta góðu Stjörnuliði en svona er þetta stundum í úrslitakeppni. Það er oft þannig að það kemur eitthvað móment hjá öðru liðinu, við höfum séð það í mörg ár. Þetta hitti okkar megin í dag, vörn og markvarsla frábær. Við unnum þann slag og það er það sem skóp sigurinn í dag.“ Vörn og markvarsla var frábær hjá heimakonum frá upphafi. Matea Lonac endið með 18 varða bolta. „Vörnin var einfaldlega sturluð hjá okkur, loksins náðum við að tengja þetta saman vörn og markvörslu. Matea Lonac er stórkostlegur markmaður. Hún er búin að vera að glíma lengi við höfuðmeiðsli og annað en í þessum ham þekki ég Mateu. Hún hjálpaði okkur líka yfir hjalla þar sem Stjörnukonur komust í hraðaupphlaup og annað. Stórkostlega leikur hjá henni og öllu liðinu.“ KA/Þór náði góðu forskoti frá upphafi og héldu því til enda sem er ekkert endilega auðvelt. „Við erum búnar að lenda í þessu áður í vetur að vera með þessa forystu og tapa henni niður þannig ég hamraði á því að við þyrftum að vera á tánum og halda áfram, sækja á markið og hafa sjálfstraust.“ Framundan er oddaleikur á milli liðana sem á að fara fram næstkomandi sunnudag kl. 15:00. „Þetta eru tvö hrikalega góð lið. Stjarnan er frábærlega þjálfað lið sem hitti ekki á daginn sinn í dag en við vitum það að það er allt eða ekkert aftur á sunnudaginn. Við ætlum að endurheimta orku og keyra þetta í gang.“ Andri var mjög ánægður með þau sem komu og studdu liðið í dag og vill fleiri leiki í KA heimilinu þetta vorið. „Ég er ótrúlega stoltur af öllu fólkinu sem mæti hér í dag og hjálpaði okkur. Við viljum spila fleiri leiki í KA heimilinu í vor.“ KA Þór Akureyri Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
„Það besta var í dag að við náðum að spila mjög heilsteyptan leik í 60 mínútur. Við tikkuðum í öll boxin í leiknum í dag, ég er ótrúlega stoltur af liðinu eftir þessa frammistöðu.“ Stjarnan vann fimm marka sigur í síðasta leik og því þurfti KA/Þór að vinna í dag. „Við vorum með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að mæta tilbúnar í þetta verkefni. Við höfum engan áhuga á því að fara í sumarfrí strax.“ KA/Þór mæti af miklum krafti inn í leikinn og þegar korter var búið af leiknum var staðan 9-1. „Við vissum að við værum að mæta góðu Stjörnuliði en svona er þetta stundum í úrslitakeppni. Það er oft þannig að það kemur eitthvað móment hjá öðru liðinu, við höfum séð það í mörg ár. Þetta hitti okkar megin í dag, vörn og markvarsla frábær. Við unnum þann slag og það er það sem skóp sigurinn í dag.“ Vörn og markvarsla var frábær hjá heimakonum frá upphafi. Matea Lonac endið með 18 varða bolta. „Vörnin var einfaldlega sturluð hjá okkur, loksins náðum við að tengja þetta saman vörn og markvörslu. Matea Lonac er stórkostlegur markmaður. Hún er búin að vera að glíma lengi við höfuðmeiðsli og annað en í þessum ham þekki ég Mateu. Hún hjálpaði okkur líka yfir hjalla þar sem Stjörnukonur komust í hraðaupphlaup og annað. Stórkostlega leikur hjá henni og öllu liðinu.“ KA/Þór náði góðu forskoti frá upphafi og héldu því til enda sem er ekkert endilega auðvelt. „Við erum búnar að lenda í þessu áður í vetur að vera með þessa forystu og tapa henni niður þannig ég hamraði á því að við þyrftum að vera á tánum og halda áfram, sækja á markið og hafa sjálfstraust.“ Framundan er oddaleikur á milli liðana sem á að fara fram næstkomandi sunnudag kl. 15:00. „Þetta eru tvö hrikalega góð lið. Stjarnan er frábærlega þjálfað lið sem hitti ekki á daginn sinn í dag en við vitum það að það er allt eða ekkert aftur á sunnudaginn. Við ætlum að endurheimta orku og keyra þetta í gang.“ Andri var mjög ánægður með þau sem komu og studdu liðið í dag og vill fleiri leiki í KA heimilinu þetta vorið. „Ég er ótrúlega stoltur af öllu fólkinu sem mæti hér í dag og hjálpaði okkur. Við viljum spila fleiri leiki í KA heimilinu í vor.“
KA Þór Akureyri Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira