Dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2023 12:59 Kristján Einar losnaði úr fangelsi í nóvember á síðasta ári þar sem hann sætti gæsluvarðhaldi. Vísir/Einar Heimildin greinir frá því að samkvæmt dómi yfir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, oftast þekktum sem Kleina, hafi hann ekki gerst sekur um „fyllerísslagsmál“ líkt og hann hafi haldið fram, heldur ofbeldisfullt rán. Þá hafi honum ekki verið sleppt eftir að fangelsisyfirvöldum þar í landi var mútað heldur þegar hann játaði aðild sína að umræddum ránum. Sjómaðurinn Kristján Einar, stundum titlaður áhrifavaldurinn Kleini, var handtekinn í borginni Málaga á Spáni í mars árið 2022. Lítið fréttist af því sem hann var sakaður um að hafa gert á meðan hann var enn úti en í nóvember sama ár var honum sleppt úr fangelsi. Þá sagðist hann „hafa sögur að segja“. Þær sögur sagði hann síðan þegar hann kom aftur heim til Íslands í sama mánuði. Hann kom í viðtal hér á Vísi þar sem hann sagðist hafa verið handtekinn eftir „fyllerísslagsmál“. Þá sagðist hann hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umrædd slagsmál en á endanum hafi lögfræðingur hans mútað yfirvöldum í Málaga til að koma honum út. Klippa: Íslendingur lýsir átta mánaða veru í fangelsi í Malaga Samkvæmt dómnum yfir Kleina, sem Heimildin hefur undir höndunum, var hann þó ekki dæmdur fyrir fyllerísslagsmál, heldur ofbeldisfullt rán. Hann hafi, ásamt öðrum manni, rænt fjármunum af þriðja manni og svo reynt að ræna þann fjórða mann að nóttu til. Við ránið hafi þeir notast við oddhvassan hlut til að hóta fórnarlömbunum. Dómurinn féll þann 17. nóvember síðastliðinn, skömmu áður en Kleini kom heim. Var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að viðkomandi þarf ekki að sitja inni brjóti hann ekki aftur af sér. Honum var því sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir að dómur féll og hélt hann til Íslands. Lesa má umfjöllun Heimildarinnar í heild sinni hér. Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Sjómaðurinn Kristján Einar, stundum titlaður áhrifavaldurinn Kleini, var handtekinn í borginni Málaga á Spáni í mars árið 2022. Lítið fréttist af því sem hann var sakaður um að hafa gert á meðan hann var enn úti en í nóvember sama ár var honum sleppt úr fangelsi. Þá sagðist hann „hafa sögur að segja“. Þær sögur sagði hann síðan þegar hann kom aftur heim til Íslands í sama mánuði. Hann kom í viðtal hér á Vísi þar sem hann sagðist hafa verið handtekinn eftir „fyllerísslagsmál“. Þá sagðist hann hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umrædd slagsmál en á endanum hafi lögfræðingur hans mútað yfirvöldum í Málaga til að koma honum út. Klippa: Íslendingur lýsir átta mánaða veru í fangelsi í Malaga Samkvæmt dómnum yfir Kleina, sem Heimildin hefur undir höndunum, var hann þó ekki dæmdur fyrir fyllerísslagsmál, heldur ofbeldisfullt rán. Hann hafi, ásamt öðrum manni, rænt fjármunum af þriðja manni og svo reynt að ræna þann fjórða mann að nóttu til. Við ránið hafi þeir notast við oddhvassan hlut til að hóta fórnarlömbunum. Dómurinn féll þann 17. nóvember síðastliðinn, skömmu áður en Kleini kom heim. Var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að viðkomandi þarf ekki að sitja inni brjóti hann ekki aftur af sér. Honum var því sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir að dómur féll og hélt hann til Íslands. Lesa má umfjöllun Heimildarinnar í heild sinni hér.
Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47
Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13