Dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2023 12:59 Kristján Einar losnaði úr fangelsi í nóvember á síðasta ári þar sem hann sætti gæsluvarðhaldi. Vísir/Einar Heimildin greinir frá því að samkvæmt dómi yfir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, oftast þekktum sem Kleina, hafi hann ekki gerst sekur um „fyllerísslagsmál“ líkt og hann hafi haldið fram, heldur ofbeldisfullt rán. Þá hafi honum ekki verið sleppt eftir að fangelsisyfirvöldum þar í landi var mútað heldur þegar hann játaði aðild sína að umræddum ránum. Sjómaðurinn Kristján Einar, stundum titlaður áhrifavaldurinn Kleini, var handtekinn í borginni Málaga á Spáni í mars árið 2022. Lítið fréttist af því sem hann var sakaður um að hafa gert á meðan hann var enn úti en í nóvember sama ár var honum sleppt úr fangelsi. Þá sagðist hann „hafa sögur að segja“. Þær sögur sagði hann síðan þegar hann kom aftur heim til Íslands í sama mánuði. Hann kom í viðtal hér á Vísi þar sem hann sagðist hafa verið handtekinn eftir „fyllerísslagsmál“. Þá sagðist hann hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umrædd slagsmál en á endanum hafi lögfræðingur hans mútað yfirvöldum í Málaga til að koma honum út. Klippa: Íslendingur lýsir átta mánaða veru í fangelsi í Malaga Samkvæmt dómnum yfir Kleina, sem Heimildin hefur undir höndunum, var hann þó ekki dæmdur fyrir fyllerísslagsmál, heldur ofbeldisfullt rán. Hann hafi, ásamt öðrum manni, rænt fjármunum af þriðja manni og svo reynt að ræna þann fjórða mann að nóttu til. Við ránið hafi þeir notast við oddhvassan hlut til að hóta fórnarlömbunum. Dómurinn féll þann 17. nóvember síðastliðinn, skömmu áður en Kleini kom heim. Var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að viðkomandi þarf ekki að sitja inni brjóti hann ekki aftur af sér. Honum var því sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir að dómur féll og hélt hann til Íslands. Lesa má umfjöllun Heimildarinnar í heild sinni hér. Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Sjómaðurinn Kristján Einar, stundum titlaður áhrifavaldurinn Kleini, var handtekinn í borginni Málaga á Spáni í mars árið 2022. Lítið fréttist af því sem hann var sakaður um að hafa gert á meðan hann var enn úti en í nóvember sama ár var honum sleppt úr fangelsi. Þá sagðist hann „hafa sögur að segja“. Þær sögur sagði hann síðan þegar hann kom aftur heim til Íslands í sama mánuði. Hann kom í viðtal hér á Vísi þar sem hann sagðist hafa verið handtekinn eftir „fyllerísslagsmál“. Þá sagðist hann hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umrædd slagsmál en á endanum hafi lögfræðingur hans mútað yfirvöldum í Málaga til að koma honum út. Klippa: Íslendingur lýsir átta mánaða veru í fangelsi í Malaga Samkvæmt dómnum yfir Kleina, sem Heimildin hefur undir höndunum, var hann þó ekki dæmdur fyrir fyllerísslagsmál, heldur ofbeldisfullt rán. Hann hafi, ásamt öðrum manni, rænt fjármunum af þriðja manni og svo reynt að ræna þann fjórða mann að nóttu til. Við ránið hafi þeir notast við oddhvassan hlut til að hóta fórnarlömbunum. Dómurinn féll þann 17. nóvember síðastliðinn, skömmu áður en Kleini kom heim. Var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að viðkomandi þarf ekki að sitja inni brjóti hann ekki aftur af sér. Honum var því sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir að dómur féll og hélt hann til Íslands. Lesa má umfjöllun Heimildarinnar í heild sinni hér.
Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47
Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13