Enski boltinn

Hollywood-liðið getur bundið enda á fimmtán ára út­legð á morgun

Aron Guðmundsson skrifar
Augu margra verða á Wrexham á morgun.
Augu margra verða á Wrexham á morgun. vísir/Getty

Velska knatt­spyrnu­fé­lagið Wrex­ham, sem spilar í ensku utan­deildinni, er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á nýjan leik í ensku deildar­keppninni. Yfir­standandi tíma­bil Wrex­ham hefur verið líkt við hand­rit að Hollywood kvik­mynd og er það vel við hæfi þar sem eig­endur fé­lagsins eru Hollywood stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McEl­henn­ey.

Wrex­ham getur á morgun bundið enda á 15 ára fjar­veru sína frá ensku deildar­keppninni, sem telur efstu fjórar deildir Eng­lands, með sigri á Bor­eham Wood.

Ösku­busku­saga Wrex­ham hefur vakið heims­at­hygli í kjöl­far kaupa Reynolds og McEl­henn­ey á fé­laginu árið 2021. Knatt­spyrnu­á­huga­fólk hefur fengið að fylgjast náið með gangi mála í þátta­röðinni Welcome to Wrex­ham á Dis­n­ey+ streymis­veitunni og með hag­stæðum úr­slitum á morgun er ljóst að aðal partíið verður í Wrex­ham.

Saga Wrex­ham nær hins vegar tölu­vert lengra aftur í tímann heldur en eignar­hald Reynoldds og McEl­henn­ey segir til um. Fé­lagið er þriðja elsta at­vinnu­manna knatt­spyrnu­fé­lagið og hefur yfir að skipa 86 ára veru í ensku deildar­keppninni.

Þeirri veru lauk hins vegar árið 2008 og hefur saga Wrex­ham þá ekki verið eitt­hvað til að hrópa húrra fyrir.

Hollywood leikarinn Ryan Reynolds er einn af eigendum WrexhamVísir/Getty

Nú geta stuðnings­menn fé­lagsins hins vegar leyft sér að dreyma á nýjan leik. Á þeim tæpu tveimur árum sem fé­lagið hefur verið undir eignar­haldi Reynolds og McEl­hhenn­ey hefur verið fjár­fest ríku­lega í leik­manna­hópi fé­lagsins, auk þess er leik­vangur fé­lagsins aftur kominn undir eignar­hald þess standa nú yfir endur­bætur á honum.

Sigur gegn Bor­eham Wood á morgun sér til þess að Notts Coun­ty, helstu keppi­nautar Wrex­ham á yfir­standandi tíma­bili, munu ekki geta skákað þeim í loka­um­ferð deildarinnar. Að­eins efsta lið utan­deildarinnar tryggir sér beint upp í ensku D-deildina.

Liðin í sætum tvö til sjö munu hins vegar þurfa að berjast sín á milli um sæti í ensku D-deildinni í út­sláttar­keppni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×