Fátt um fína bíla á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 29. apríl 2023 07:00 Nokkrir Ferrari-bílar til sýnis í Las Vegas. Einungis tveir Ferrari-bílar eru til á landinu. Getty/Denise Truscello Bílar sem myndu flokkast sem „ofurbílar“ á heimsvísu eru ekki margir hér á landi. Til eru tveir Ferrari-bílar á landinu, tveir Aston Martin og sex Maserati. Örfá önnur merki eiga fulltrúa nokkur eiga engan fulltrúa hér á landi. Samgöngustofa heldur utan um gögn yfir skráða bíla á Íslandi og eru þær birtar á vef þeirra. Gögnin ná yfir alla bíla sem voru á skrá árið 2011 og þá sem hafa verið nýskráðir eftir það. Hægt er að fletta upp bílum eftir tegund og komast að því hversu margir eru af hverri tegund og undirtegund. Í gögnunum má sjá að algengustu bílarnir koma frá Toyota og eru undirtegundir þeirra einnig vinsælastar. Í efstu tveimur sætunum eru Toyota Corolla og Toyota Yaris. Rúmlega 21.600 Toyota Corolla bílar eru á Íslandi. Toyota Corolla-bílar eru þeir algengustu á landinu.Getty/Paul Marotta Ákveðin lúxusmerki náð flugi Hugtakið „lúxusbíll“ er afar afstætt og margir með mismunandi skoðanir á því hvað gæti flokkast sem lúxusbíll og hvað ekki. Samkvæmt algengustu útskýringunni snýst hugtakið um þægindi og gæði bílanna. Eðli málsins samkvæmt eru þessir bílar einnig oftar en ekki mun dýrari en hefðbundnir fólksbílar. Merki sem sérhæfa sig í lúxusbílum eru til að mynda Mercedes-Benz, Land Rover og BMW. Allar þessar tegundir eru nokkuð algengar hér á landi. 11.547 Mercedes-Benz bílar eru skráðir, 5.126 BMW-bílar og 4.936 Land Rover-bílar. Aðeins neðar listann er Porsche en 940 Porsche-bílar eru á landinu, sumir meira lúxus en aðrir. Flestir þeirra eru Cayenne-bílar, eins konar fjölskyldusportbíll frá Porsche, en einnig eru nokkrir sem myndu jafnvel flokkast sem ofurbílar, líkt og Porsche 718 Cayman sem eru tíu talsins á landinu og mismunandi tegundir Porsche 911 sem eru í heildina 88 talsins. Hægt er að finna einn Porsche 911 Turbo S-bíl á Íslandi.Getty Tveir Ferrari-bílar og tvö Lamborghini-ökutæki Sé farið enn dýpra í ofurbílana kemur í ljós að tveir Ferrari-bílar eru á skrá og var einn til viðbótar eitt sinn skráður en er ekki lengur á skrá. Bæði eru Ferrari 488 og Ferrari 599 GTB á skrá en búið er að afskrá Ferrari 328 GTS-bíl. 599-bíllinn er í eigu Baldurs Björnssonar en hann ræddi um bílinn við Morgunblaðið árið 2019. Ferrari-bílar eru mjög glæsilegir, þá sérstaklega þegar þeir eru í rauðu, einkennislit þeirra.Getty/Martyn Lucy Einnig eru til tveir Aston Martin bílar, einn er af undirtegundinni DB7 og annar DB9. Það kann kannski að hljóma vel að á skrá séu tvö Lamborghini-ökutæki. Lamborghini er einn vinsælasti ofurbílaframleiðandi heims og kosta bílar frá þeim í það minnsta tugi milljóna króna. Hins vegar framleiðir Lamborghini ekki eingöngu bíla, heldur einnig traktora. Því eru tveir einstaklingar sem geta montað sig af því að eiga Lamborghini og sýnt fólki svo glæsilegan traktor. Lamborghini-traktor, svipaður öðrum þeirra sem til er hér á landi. Ekki neitt til af sumum tegundum Þónokkrar tegundir eru ekki til á Íslandi, og eru það einna helst dýrustu tegundirnar. Ekki má finna Bugatti, Pagani, Koeningsegg, McLaren og Maybach-bíla á landinu. Fólk virðist þó ekki alltaf skrá alveg rétta tegund þeirra bíla sem það skráir. Til að mynda eru karlmannsnöfn oft skráð, eins og Steindór, Magnús og Smári, en engar bílategundir bera þessi nöfn. Þá má finna einn bíl sem er skráður undir tegundinni Erótík. Bílar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent
Samgöngustofa heldur utan um gögn yfir skráða bíla á Íslandi og eru þær birtar á vef þeirra. Gögnin ná yfir alla bíla sem voru á skrá árið 2011 og þá sem hafa verið nýskráðir eftir það. Hægt er að fletta upp bílum eftir tegund og komast að því hversu margir eru af hverri tegund og undirtegund. Í gögnunum má sjá að algengustu bílarnir koma frá Toyota og eru undirtegundir þeirra einnig vinsælastar. Í efstu tveimur sætunum eru Toyota Corolla og Toyota Yaris. Rúmlega 21.600 Toyota Corolla bílar eru á Íslandi. Toyota Corolla-bílar eru þeir algengustu á landinu.Getty/Paul Marotta Ákveðin lúxusmerki náð flugi Hugtakið „lúxusbíll“ er afar afstætt og margir með mismunandi skoðanir á því hvað gæti flokkast sem lúxusbíll og hvað ekki. Samkvæmt algengustu útskýringunni snýst hugtakið um þægindi og gæði bílanna. Eðli málsins samkvæmt eru þessir bílar einnig oftar en ekki mun dýrari en hefðbundnir fólksbílar. Merki sem sérhæfa sig í lúxusbílum eru til að mynda Mercedes-Benz, Land Rover og BMW. Allar þessar tegundir eru nokkuð algengar hér á landi. 11.547 Mercedes-Benz bílar eru skráðir, 5.126 BMW-bílar og 4.936 Land Rover-bílar. Aðeins neðar listann er Porsche en 940 Porsche-bílar eru á landinu, sumir meira lúxus en aðrir. Flestir þeirra eru Cayenne-bílar, eins konar fjölskyldusportbíll frá Porsche, en einnig eru nokkrir sem myndu jafnvel flokkast sem ofurbílar, líkt og Porsche 718 Cayman sem eru tíu talsins á landinu og mismunandi tegundir Porsche 911 sem eru í heildina 88 talsins. Hægt er að finna einn Porsche 911 Turbo S-bíl á Íslandi.Getty Tveir Ferrari-bílar og tvö Lamborghini-ökutæki Sé farið enn dýpra í ofurbílana kemur í ljós að tveir Ferrari-bílar eru á skrá og var einn til viðbótar eitt sinn skráður en er ekki lengur á skrá. Bæði eru Ferrari 488 og Ferrari 599 GTB á skrá en búið er að afskrá Ferrari 328 GTS-bíl. 599-bíllinn er í eigu Baldurs Björnssonar en hann ræddi um bílinn við Morgunblaðið árið 2019. Ferrari-bílar eru mjög glæsilegir, þá sérstaklega þegar þeir eru í rauðu, einkennislit þeirra.Getty/Martyn Lucy Einnig eru til tveir Aston Martin bílar, einn er af undirtegundinni DB7 og annar DB9. Það kann kannski að hljóma vel að á skrá séu tvö Lamborghini-ökutæki. Lamborghini er einn vinsælasti ofurbílaframleiðandi heims og kosta bílar frá þeim í það minnsta tugi milljóna króna. Hins vegar framleiðir Lamborghini ekki eingöngu bíla, heldur einnig traktora. Því eru tveir einstaklingar sem geta montað sig af því að eiga Lamborghini og sýnt fólki svo glæsilegan traktor. Lamborghini-traktor, svipaður öðrum þeirra sem til er hér á landi. Ekki neitt til af sumum tegundum Þónokkrar tegundir eru ekki til á Íslandi, og eru það einna helst dýrustu tegundirnar. Ekki má finna Bugatti, Pagani, Koeningsegg, McLaren og Maybach-bíla á landinu. Fólk virðist þó ekki alltaf skrá alveg rétta tegund þeirra bíla sem það skráir. Til að mynda eru karlmannsnöfn oft skráð, eins og Steindór, Magnús og Smári, en engar bílategundir bera þessi nöfn. Þá má finna einn bíl sem er skráður undir tegundinni Erótík.
Bílar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent