„Get ekki beðið eftir leiknum á móti City“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2023 23:15 Mikel Arteta og lærisveinar hans í Arsenal eru enn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir töpuð stig í seinustu þremur leikjum. Julian Finney/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var eðlilega svekktur eftir þriðja jafntefli liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal tók á móti botnliði Southampton og gróf sig ofan í djúpa holu snemma leiks. „Ég er auðvitað vonsvikinn með úrslitin. Við gerðum okkur erfitt fyrir í byrjun leiks með því að gefa þeim eitt mark og svo annað,“ sagði Arteta, en hans menn gáfu gestunum mark á silfurfati strax á fyrstu mínútu áður en fyrrum Arsenalmaðurinn theo Walcott kom Southampton í 2-0 á 14. mínútu. „Við héldum áfram að reyna og við sköpuðum okkur hvert færið á fætur öðru. Við létum á það reyna og andrúmsloftið undir lokin var þannig að við trúðum því allir að við myndum vinna.“ „Stuðningurinn sem við fáum og ástin sem við fáum er mögnuð og hjálpar leikmönnunum okkar ótrúlega mikið. Við vorum svo nálægt því að vinna. Ég sá engan vera að reyna að fela sig. Það voru allir að leggja sitt af mörkum og maður sá vel hvað leikmennirnir vildu þetta mikið,“ bætti Arteta við. Arsenal er nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á aðeins sex leiki eftir. Manchester City situr í öðru sæti, en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki til góða. Arsenal sækir Manchester City einmitt heim næstkomandi miðvikudag í leik sem gæti farið langleiðina með að ákvarða hvaða lið verður Englandsmeistari. „Ég get ekki beðið eftir leiknum á móti City. Það eru þessir leikir sem þig langar til að spila. Þegar allt er undir og þú þarft að vinna. “ „Það er það fallega við þessa íþrótt. Þú vilt vera í þessari stöðu. Við munum fara í frábæra ferð til Manchester og við mætum vel undirbúnir,“ sagði Spánverjinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
„Ég er auðvitað vonsvikinn með úrslitin. Við gerðum okkur erfitt fyrir í byrjun leiks með því að gefa þeim eitt mark og svo annað,“ sagði Arteta, en hans menn gáfu gestunum mark á silfurfati strax á fyrstu mínútu áður en fyrrum Arsenalmaðurinn theo Walcott kom Southampton í 2-0 á 14. mínútu. „Við héldum áfram að reyna og við sköpuðum okkur hvert færið á fætur öðru. Við létum á það reyna og andrúmsloftið undir lokin var þannig að við trúðum því allir að við myndum vinna.“ „Stuðningurinn sem við fáum og ástin sem við fáum er mögnuð og hjálpar leikmönnunum okkar ótrúlega mikið. Við vorum svo nálægt því að vinna. Ég sá engan vera að reyna að fela sig. Það voru allir að leggja sitt af mörkum og maður sá vel hvað leikmennirnir vildu þetta mikið,“ bætti Arteta við. Arsenal er nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar þegar liðið á aðeins sex leiki eftir. Manchester City situr í öðru sæti, en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki til góða. Arsenal sækir Manchester City einmitt heim næstkomandi miðvikudag í leik sem gæti farið langleiðina með að ákvarða hvaða lið verður Englandsmeistari. „Ég get ekki beðið eftir leiknum á móti City. Það eru þessir leikir sem þig langar til að spila. Þegar allt er undir og þú þarft að vinna. “ „Það er það fallega við þessa íþrótt. Þú vilt vera í þessari stöðu. Við munum fara í frábæra ferð til Manchester og við mætum vel undirbúnir,“ sagði Spánverjinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira