Fjölskylda þeirrar látnu stefnir Baldwin Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2023 09:46 Halyna Hutchins var 42 ára gömul þegar hún lést af voðaskoti á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021. Hún lét eftir sig eiginmann og son á barnsaldri. Vísir/Getty Aðstandendur Halynu Hutchins, tökustjóra kvikmyndarinnar Rust, ætla að stefna Alec Baldwin þrátt fyrir að saksóknarar hafi fellt niður ákæru á hendur honum vegna dauða hennar. Lögmaður fjölskyldunnar segir leikarann ekki geta komið sér undan ábyrgð. Hutchins lést af völdum voðaskots á tökustað í Nýju Mexíkó í október 2021. Baldwin hélt á byssunni og var að æfa sig að skjóta úr henni þegar skaut hljóp úr byssunni og hæfði Hutchins. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en saksóknarar felldu ákæruna niður á fimmtudag. Vísuðu þeir til nýrra gagna sem krefðust frekari rannsóknar. Tóku þeir sérstaklega fram að Baldwin hefði þrátt fyrir þetta ekki verið hreinsaður af allri sök ennþá. Gloria Allred, lögmaður foreldra Hutchins og systur, segir fjölskylduna vongóða um sigur í einkamáli. Hún stefnir einnig Hönnuh Gutierrez-Reed, vopnaverðinum á tökustaðnum, en hún sætir einnig ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin hefur þegar gert sátt við eiginmann Hutchins og tíu ára gamlan son. Hutchins var 42 ára gömul þegar hún lést, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tökur á kvikmyndinni hófust í Montana á ný í vikunni, um einu og hálfu ári eftir voðaskotið. Þeim á að ljúka í maí. Engin nothæf skotvopn eða skotfæri verða leyfð á tökustaðnum. „Hann getur flúið til Montana og þóst vera bara leikari í villta vestursmynd en í raunveruleikanum getur hann ekki komið sér undan þeirri staðreynd að hann lék stórt hlutverk í harmleik sem hafði raunverulegar afleiðingar,“ sagði Allred um Baldwin. Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30 Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Hutchins lést af völdum voðaskots á tökustað í Nýju Mexíkó í október 2021. Baldwin hélt á byssunni og var að æfa sig að skjóta úr henni þegar skaut hljóp úr byssunni og hæfði Hutchins. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en saksóknarar felldu ákæruna niður á fimmtudag. Vísuðu þeir til nýrra gagna sem krefðust frekari rannsóknar. Tóku þeir sérstaklega fram að Baldwin hefði þrátt fyrir þetta ekki verið hreinsaður af allri sök ennþá. Gloria Allred, lögmaður foreldra Hutchins og systur, segir fjölskylduna vongóða um sigur í einkamáli. Hún stefnir einnig Hönnuh Gutierrez-Reed, vopnaverðinum á tökustaðnum, en hún sætir einnig ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin hefur þegar gert sátt við eiginmann Hutchins og tíu ára gamlan son. Hutchins var 42 ára gömul þegar hún lést, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tökur á kvikmyndinni hófust í Montana á ný í vikunni, um einu og hálfu ári eftir voðaskotið. Þeim á að ljúka í maí. Engin nothæf skotvopn eða skotfæri verða leyfð á tökustaðnum. „Hann getur flúið til Montana og þóst vera bara leikari í villta vestursmynd en í raunveruleikanum getur hann ekki komið sér undan þeirri staðreynd að hann lék stórt hlutverk í harmleik sem hafði raunverulegar afleiðingar,“ sagði Allred um Baldwin.
Bandaríkin Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30 Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. 20. apríl 2023 20:30
Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. 15. mars 2023 14:20