Ritstjórinn rekinn eftir smekklausa og villandi grein um Schumacher Aron Guðmundsson skrifar 22. apríl 2023 19:15 Michael Schumacher er án nokkurs vafa þekktasta nafnið í sögu Formúlu 1 Visir/Getty Ritstjóra þýska tímaritsins Die Aktuelle hefur verið sagt upp störfum eftir að viðtal, sem sagt var vera við þýsku Formúlu 1 goðsögnina Michael Schumacher en var í raun texti settur saman af gervigreindarforriti, birtist í nýlegu tölublaði tímaritsins. Það er The Guardian sem greinir frá vendingunum en margir ráku upp stór augu þegar að Die Aktuelle kom út á dögunum og á forsíðunni var stór mynd af Michael Schumacher og gefið í skyn að hægt væri að lesa fyrsta viðtalið við hann, eftir að hann lenti í skelfilegu skíðaslysi árið 2013, í umræddu blaði. Michael Schumacher er á nokkurs vafa þekktasta nafn Formúlu 1 mótaraðarinnar. Á sínum tíma sem ökumaður varð Schumacher sjöfaldur heimsmeistari og sá ökumaður sem hefur, ásamt Bretanum Sir Lewis Hamilton, unnið felsta heimsmeistaratitla.Eftir Formúlu 1 ferilinn sneri hann sér að öðrum áhugamálum en í desember árið 2013 bárust af því fréttir að Schumacher hefði slasast alvarlega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum.Síðan þá hefur lítið frést af líðan Schumachers. Fjölskylda hans hefur virt þá ósk hans, sem var einnig ríkjandi á meðan á Formúlu 1 ferli hans stóð, að einkalífi hans og fjölskyldunnar skuli haldið fjarri kastljósi fjölmiðla.Ákvörðun Die Aktuelle um að láta eins og að Schumacher hefði veitt þeim viðtal og að setja það á forsíðu tímaritsins hefur skiljanlega valdið mikilli hneykslan. Í nýlegri tilkynningu frá stjórnendum tímaritsins segir að ritstjóra þess hafi verið sagt upp störfum.„Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Die Aktuelle. „Hún er engan vegin í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla og blaðamanna.“Með það til hliðsjónar hafi ritstjóranum, Anne Hoffmann, sem gegnt hefur starfinu síðan árið 2009 verið sagt upp störfum.Þá hafa stjórnendur tímaritsins beðið Schumacher fjölskylduna afsökunar. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það er The Guardian sem greinir frá vendingunum en margir ráku upp stór augu þegar að Die Aktuelle kom út á dögunum og á forsíðunni var stór mynd af Michael Schumacher og gefið í skyn að hægt væri að lesa fyrsta viðtalið við hann, eftir að hann lenti í skelfilegu skíðaslysi árið 2013, í umræddu blaði. Michael Schumacher er á nokkurs vafa þekktasta nafn Formúlu 1 mótaraðarinnar. Á sínum tíma sem ökumaður varð Schumacher sjöfaldur heimsmeistari og sá ökumaður sem hefur, ásamt Bretanum Sir Lewis Hamilton, unnið felsta heimsmeistaratitla.Eftir Formúlu 1 ferilinn sneri hann sér að öðrum áhugamálum en í desember árið 2013 bárust af því fréttir að Schumacher hefði slasast alvarlega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum.Síðan þá hefur lítið frést af líðan Schumachers. Fjölskylda hans hefur virt þá ósk hans, sem var einnig ríkjandi á meðan á Formúlu 1 ferli hans stóð, að einkalífi hans og fjölskyldunnar skuli haldið fjarri kastljósi fjölmiðla.Ákvörðun Die Aktuelle um að láta eins og að Schumacher hefði veitt þeim viðtal og að setja það á forsíðu tímaritsins hefur skiljanlega valdið mikilli hneykslan. Í nýlegri tilkynningu frá stjórnendum tímaritsins segir að ritstjóra þess hafi verið sagt upp störfum.„Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá Die Aktuelle. „Hún er engan vegin í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla og blaðamanna.“Með það til hliðsjónar hafi ritstjóranum, Anne Hoffmann, sem gegnt hefur starfinu síðan árið 2009 verið sagt upp störfum.Þá hafa stjórnendur tímaritsins beðið Schumacher fjölskylduna afsökunar.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira