Fær engar bætur eftir slys á snjósleða Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2023 15:12 Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent á ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tryggingafélagið TM af kröfum konu sem slasaðist á baki eftir að hafa rekist á ljósastaur þar sem hún renndi sér niður hól á snjósleða ásamt þáverandi unnusta sínum. Konan vildi meina að tryggingafélagið væri skaðabótaskylt á grundvelli almennu skaðabótareglunnar þar sem slysið mætti rekja til saknæms og ólögmæts háttsemi vátryggingataka hjá TM. Ágreiningur í málinu snerist aðallega um það hvort slysið hafi orðið vegna þess að staðsetning og útbúnaður ljósastaura við hólinn hafi skapað hættu og að vátryggingataki hafi með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar til að tryggja öryggi notenda svæðisins við sleða-eða snjóþotunotkun. Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Konan hafi slasast í baki við höggið og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún var greind með mjóbakstognun. Hún var þá frá skóla og vinnu í eina viku eftir slysið. Konan sagðist hafa komið á hólinn eftir vinnu, milli klukkan 15 og 16, og var um að ræða fyrstu ferð þeirra niður hólinn. Hún sagðist hafa þekkt hólinn vel en aldri rennt sér á sleða niður hann. „Á svakalegum hraða“ Konan sagði að þau hafi rennt sér á svipuðum hraða og aðrir. Þáverandi unnusti konunnar sagði hins vegar fyrir dómi að þau hafi verið á „svakalegum hraða“ þegar þau renndu sér niður. Sagði hann mikinn klaka hafa verið í brekkunni og að „vanalega færi maður ekki svona langt“. Maðurinn sagðist fyrir dómi að hann hafi stokkið af sleðanum þegar þau færðust nær ljósastaurnum, um tveimur til þremur metrum frá staurnum. Hann segir að sleðinn hafi þá líklega snúist og konan því runnið með bakið beint á staurinn. Fyrir dómi kom jafnframt fram að umræddur snjósleði sem þau hafi verið á hafi verið ætlaður börnum og unglingum og að hámarksþyngd hafi verið 90 kíló. Orsök slyssins alfarið á ábyrgð stefnanda Tryggingafélagið mótmælti málflutningi konunnar og vísaði til þess að ákvæði reglugerðarinnar ættu ekki við um hólinn, enda hafi hann ekki verið skipulagður sem leiksvæði heldur útsýnispallur og útivistarsvæði. Dómari mat það sem svo að konan hafi mátt gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í að tvímenna með öðrum fullorðnum einstaklingi, á sleða ætluðum börnum, í brekku með svelli ætlaðri börnum. „Orsök slyssins megi því alfarið rekja til háttsemi stefnanda sem ekki hafi verið í samræmi við aðstæður. Verður að mati dómsins ekki komist að þeirri niðurstöðu að umræddur ljósastaur hafi verið hættulegur börnum né fullorðnum, sem sýnt hefðu nægilega aðgæslu,“ segir í dómnum. Með vísan til þessa og fleiru var það niðurstaða dómsins að ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki felld á vátryggingartaka og því ekki á tryggingafélagið sem verði því sýknað af kröfu konunnar um viðurkenningu bótaábyrgðar. Í dómi kemur fram að umræddur ljósastaur, og annar til, hafi nú verið fjarlægðir af svæðinu við hólinn. Það breyti þó ekki niðurstöðu dómsins. Málskostnaður var felldur niður í málinu. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Konan vildi meina að tryggingafélagið væri skaðabótaskylt á grundvelli almennu skaðabótareglunnar þar sem slysið mætti rekja til saknæms og ólögmæts háttsemi vátryggingataka hjá TM. Ágreiningur í málinu snerist aðallega um það hvort slysið hafi orðið vegna þess að staðsetning og útbúnaður ljósastaura við hólinn hafi skapað hættu og að vátryggingataki hafi með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar til að tryggja öryggi notenda svæðisins við sleða-eða snjóþotunotkun. Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Konan hafi slasast í baki við höggið og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún var greind með mjóbakstognun. Hún var þá frá skóla og vinnu í eina viku eftir slysið. Konan sagðist hafa komið á hólinn eftir vinnu, milli klukkan 15 og 16, og var um að ræða fyrstu ferð þeirra niður hólinn. Hún sagðist hafa þekkt hólinn vel en aldri rennt sér á sleða niður hann. „Á svakalegum hraða“ Konan sagði að þau hafi rennt sér á svipuðum hraða og aðrir. Þáverandi unnusti konunnar sagði hins vegar fyrir dómi að þau hafi verið á „svakalegum hraða“ þegar þau renndu sér niður. Sagði hann mikinn klaka hafa verið í brekkunni og að „vanalega færi maður ekki svona langt“. Maðurinn sagðist fyrir dómi að hann hafi stokkið af sleðanum þegar þau færðust nær ljósastaurnum, um tveimur til þremur metrum frá staurnum. Hann segir að sleðinn hafi þá líklega snúist og konan því runnið með bakið beint á staurinn. Fyrir dómi kom jafnframt fram að umræddur snjósleði sem þau hafi verið á hafi verið ætlaður börnum og unglingum og að hámarksþyngd hafi verið 90 kíló. Orsök slyssins alfarið á ábyrgð stefnanda Tryggingafélagið mótmælti málflutningi konunnar og vísaði til þess að ákvæði reglugerðarinnar ættu ekki við um hólinn, enda hafi hann ekki verið skipulagður sem leiksvæði heldur útsýnispallur og útivistarsvæði. Dómari mat það sem svo að konan hafi mátt gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í að tvímenna með öðrum fullorðnum einstaklingi, á sleða ætluðum börnum, í brekku með svelli ætlaðri börnum. „Orsök slyssins megi því alfarið rekja til háttsemi stefnanda sem ekki hafi verið í samræmi við aðstæður. Verður að mati dómsins ekki komist að þeirri niðurstöðu að umræddur ljósastaur hafi verið hættulegur börnum né fullorðnum, sem sýnt hefðu nægilega aðgæslu,“ segir í dómnum. Með vísan til þessa og fleiru var það niðurstaða dómsins að ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki felld á vátryggingartaka og því ekki á tryggingafélagið sem verði því sýknað af kröfu konunnar um viðurkenningu bótaábyrgðar. Í dómi kemur fram að umræddur ljósastaur, og annar til, hafi nú verið fjarlægðir af svæðinu við hólinn. Það breyti þó ekki niðurstöðu dómsins. Málskostnaður var felldur niður í málinu.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira