Íslenski boltinn

„Óskar verður ekki ánægður með þetta“

Jón Már Ferro skrifar
Óskar Hrafn var ekki jafn kátur eftir tapið í Vestmannaeyjum.
Óskar Hrafn var ekki jafn kátur eftir tapið í Vestmannaeyjum. Vísir/Hulda Margrét

ÍBV vann Breiðablik 2-1 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum síðastliðin sunnudag. Varnarleikur gestanna var vægast sagt lélegur í fyrsta marki leiksins.

ÍBV tók hornspyrnu sem Blikar hreinsuðu í burtu. Eyjamenn sendu boltann aftur inn á teiginn á fjærstöngina þar sem Damir Muminovic, varnarmaður Blika, var einn á móti fjórum varnarmönnum.

Klippa: ÍBV skoraði eftir hornspyrnu gegn Breiðabliki

„Dekkningin fín, hreinsunin út var fín en svo vaða þeir blindandi og skilja eftir fjóra leikmenn á móti Damir,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali eftir leikinn að þeir hafi átt í vandræðum með föstu leikatriðin varnarlega.

Varnarleikur Breiðabliks var lélegur á móti HK í fyrstu umferð þegar þeir fengu á sig fjögur mörk. Á móti Val í annarri umferð héldu þeir hreinu en svo var varnarleikur þeirra aftur kominn í ólag úti í Vestmannaeyjum.

„Óskar verður ekki ánægður með þetta,“ sagði Lárus.

Fyrir leik Blika gegn Fram á föstudaginn í Bestu deildinni mun Óskar Hrafn eflaust fara vel yfir varnarleikinn, bæði í föstum leikatriðum og opnum leik.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 2-1 Breiða­blik | Dramatík í Eyjum

ÍBV gerði sér lítið fyrir og lagði ríkjandi Ís­lands­meistara Breiða­bliks á Há­steinsvelli í dag þegar að liðin mættust í Bestu deild karla. Eiður Aron Sigur­björns­son tryggði ÍBV stigin þrjú sem í boði voru með marki úr víta­spyrnu í upp­bótar­tíma venju­legs leik­tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×