Gat ekki hætt að fróa sér í flugvélinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 20:20 Rapparinn Desiigner ber að ofan á sviði í Staples-höllinni árið 2017. Getty/Bennett Raglin Rapparinn Desiigner hefur verið ákærður fyrir að fróa sér hamslaust fyrir framan flugfreyjur í flugferð í síðustu viku. Rapparinn segir lyf sem hann tók hafa haft slæm áhrif á sig. Hann er nú búinn að aflýsa tónleikaröð sinni og ætlar að leita sér hjálpar vegna andlegra erfiðleika. Atvikið átti sér stað í flugvél Delta sem var á leið frá Tókýó til Minneapolis. Hinn 25 ára gamli Desiigner, réttu nafni Sidney Royel Selby III, var þar á leið heim úr ferðalagi um Asíu. Í dómsskjölum sem TMZ sem hefur undir höndum kemur fram að Desiigner hafi verið á fyrsta farrými þegar hann tók út getnaðarlim sinn í miðju flugi og byrjaði að fróa sér í sæti sínu. Flugfreyjur Delta báðu hann ítrekað að hætta því að fróa sér en hann hlýddi ekki. Að lokum þurfti að færa rapparann aftast í flugvélina þar sem tveir vina hans fylgdust með honum. Í skjali FBI kemur fram að þegar hann reis úr sæti sínu hafi vaselíndolla dottið á gólfið. Rapparinn Desiigner á hægri hönd ásamt tónlistarmanninum Kanye West á MTV verðlaunahátíðinni 2016. Kanye West kom Desiigner á kortið þegar Desiigner söng inn á lagið Father Stretch My Hands Part II á plötunni The Life of Pablo.Getty/Kvein Mazur Sagðist hafa verið „grjótharður“ og kenndi kynlífsleysi um Þegar flugvélin lenti í Minneapolis tók lögreglan á móti Desiigner og fór hann í skýrslutöku áður en honum var sleppt úr haldi. Við skýrslutöku sagði hann að ástæðan fyrir sjálfsfróuninni hafi verið að hann „hafi ekki fengið nægilega mikið á broddinn“ í Japan og hann hafi verið „grjótharður“ þegar hann kom í flugvélina. Þá sagðist hann einnig hafa örvast kynferðislega við að sjá eina flugfreyjuna og ákveðið að hefjast handa. Í skýrslu lögreglunnar kemur einnig fram að Desiigner hafi sagst ekki vera undir áhrifum lyfja. Honum hefðu verið áskrifuð lyf í Taílandi en hann hefði ekki tekið þau. Þá kemur fram í skjölunum að hann hafi ekki sýnt neina skerta færni til að tjá sig eða bregðast við spurningum. Lyf valdur að „efnafræðilegu ójafnvægi“ Þær upplýsingar stangast á við það sem rapparinn sagði um atvikið opinberlega. Í yfirlýsingu sem Desiigner gaf út á Instagram á fimmtudaginn í síðustu viku sagðist hann hafa veikst á ferðalagi sínu í Taílandi og fengið áskrifuð lyf vegna veikindanna. Hann taldi þau hafa valdið „efnafræðilegu ójafnvægi“ í líkama hans og verið valdur að atvikinu. Hér má sjá yfirlýsingu Desiigner um atvikið.Skjáskot Í yfirlýsingunni sagðist hann ekki hafa verið í lagi andlega undanfarna mánuði og hann hafi ekki gert sér grein fyrir vandamálum sínum fyrr en nú. Hann sagðist skammast sín fyrir atvikið og að hann ætli að leggjast inn á viðeigandi stofnun til að fá hjálp. Einnig sagðist hann ætla að aflýsa öllum framtíðartónleikum sínum þar til annað kæmi í ljós. Þá sagði hann geðheilbrigði vera mikilvægt og bað fólk að biðja fyrir sér. „Ef ykkur líður ekki eins og ykkur sjálfum þá ættuð þið að leita ykkur hjálpar,“ sagði að lokum í yfirlýsingu rapparans. Rapparanum hefur ekkert gengið neitt sérstaklega vel á sviði tónlistarinnar frá því að fyrsta lag hans, smellurinn Panda, kom út árið 2016. Í raun mætti ganga svo langt að kalla hann „one hit wonder“. Hér fyrir neðan má heyra Panda sem kom honum á kortið: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=E5ONTXHS2mM">watch on YouTube</a> Tónlist Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25 Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Sjá meira
Atvikið átti sér stað í flugvél Delta sem var á leið frá Tókýó til Minneapolis. Hinn 25 ára gamli Desiigner, réttu nafni Sidney Royel Selby III, var þar á leið heim úr ferðalagi um Asíu. Í dómsskjölum sem TMZ sem hefur undir höndum kemur fram að Desiigner hafi verið á fyrsta farrými þegar hann tók út getnaðarlim sinn í miðju flugi og byrjaði að fróa sér í sæti sínu. Flugfreyjur Delta báðu hann ítrekað að hætta því að fróa sér en hann hlýddi ekki. Að lokum þurfti að færa rapparann aftast í flugvélina þar sem tveir vina hans fylgdust með honum. Í skjali FBI kemur fram að þegar hann reis úr sæti sínu hafi vaselíndolla dottið á gólfið. Rapparinn Desiigner á hægri hönd ásamt tónlistarmanninum Kanye West á MTV verðlaunahátíðinni 2016. Kanye West kom Desiigner á kortið þegar Desiigner söng inn á lagið Father Stretch My Hands Part II á plötunni The Life of Pablo.Getty/Kvein Mazur Sagðist hafa verið „grjótharður“ og kenndi kynlífsleysi um Þegar flugvélin lenti í Minneapolis tók lögreglan á móti Desiigner og fór hann í skýrslutöku áður en honum var sleppt úr haldi. Við skýrslutöku sagði hann að ástæðan fyrir sjálfsfróuninni hafi verið að hann „hafi ekki fengið nægilega mikið á broddinn“ í Japan og hann hafi verið „grjótharður“ þegar hann kom í flugvélina. Þá sagðist hann einnig hafa örvast kynferðislega við að sjá eina flugfreyjuna og ákveðið að hefjast handa. Í skýrslu lögreglunnar kemur einnig fram að Desiigner hafi sagst ekki vera undir áhrifum lyfja. Honum hefðu verið áskrifuð lyf í Taílandi en hann hefði ekki tekið þau. Þá kemur fram í skjölunum að hann hafi ekki sýnt neina skerta færni til að tjá sig eða bregðast við spurningum. Lyf valdur að „efnafræðilegu ójafnvægi“ Þær upplýsingar stangast á við það sem rapparinn sagði um atvikið opinberlega. Í yfirlýsingu sem Desiigner gaf út á Instagram á fimmtudaginn í síðustu viku sagðist hann hafa veikst á ferðalagi sínu í Taílandi og fengið áskrifuð lyf vegna veikindanna. Hann taldi þau hafa valdið „efnafræðilegu ójafnvægi“ í líkama hans og verið valdur að atvikinu. Hér má sjá yfirlýsingu Desiigner um atvikið.Skjáskot Í yfirlýsingunni sagðist hann ekki hafa verið í lagi andlega undanfarna mánuði og hann hafi ekki gert sér grein fyrir vandamálum sínum fyrr en nú. Hann sagðist skammast sín fyrir atvikið og að hann ætli að leggjast inn á viðeigandi stofnun til að fá hjálp. Einnig sagðist hann ætla að aflýsa öllum framtíðartónleikum sínum þar til annað kæmi í ljós. Þá sagði hann geðheilbrigði vera mikilvægt og bað fólk að biðja fyrir sér. „Ef ykkur líður ekki eins og ykkur sjálfum þá ættuð þið að leita ykkur hjálpar,“ sagði að lokum í yfirlýsingu rapparans. Rapparanum hefur ekkert gengið neitt sérstaklega vel á sviði tónlistarinnar frá því að fyrsta lag hans, smellurinn Panda, kom út árið 2016. Í raun mætti ganga svo langt að kalla hann „one hit wonder“. Hér fyrir neðan má heyra Panda sem kom honum á kortið: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=E5ONTXHS2mM">watch on YouTube</a>
Tónlist Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25 Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Sjá meira
Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25
Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00