Barnabarnið kom grátandi er hundur varð ketti að bana í Vogum Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 21:03 Guðrún Ósk Barðadóttir var vitni er hundur réðst á kött í Vogum á Vatsnleysuströnd. Vísir/Aðsend Hundur varð ketti að bana í Vogum á Vatsnleysuströnd í gær. Íbúi í Vogum sem tókst að koma kettinum undan hundinum segir að um sé að ræða skelfilegt óhapp. Hún biðlar til eiganda hunda að passa að hafa þá í bandi. „Þetta var bara hrikalegt,“ segir Guðrún Ósk Barðadóttir, íbúi í Vogum á Vatsnleysuströnd, í samtali við fréttastofu en hún var vitni að atvikinu. Sex ára barnabarn hennar var að leika sér fyrir utan heimili hennar í gær þegar hann sá tvo hunda ráðast á kött. „Hann fékk að vera hérna úti á línuskautum en svo kemur hann öskrandi og hágrenjandi,“ segir Guðrún sem spurði þá barnabarnið hvað væri í gangi. „Það eru tveir stórir hundar að ráðast á eina litla kisu,“ segir hún barnabarnið hafa sagt sér. Við það stökk hún út og fór yfir götuna þar sem hundarnir, annar Border Collie og hinn Husky, voru að ráðast á kisuna. Hún segir Border Collie hundinn hafa farið strax í burtu, sá hafi í raun ekki verið að ráðast á kisuna eins og hinn hundurinn. Hljóp með köttinn til nágrannanna Að sögn Guðrúnar ætlaði Husky hundurinn ekki að sleppa kettinum frá sér. Henni tókst þó að koma kettinum undan hundnum. „Kötturinn liggur þarna og er orðinn rennandi blautur því hundurinn hefur skellt honum ofan í tjörnina í leiðinni. Mér tekst að hrekja hundinn aðeins í burtu og tek köttinn því ég vissi alveg hver á þennan kött. Ég hleyp hérna yfir götuna því nágrannar mínir eiga hann en hundurinn ætlaði sko að elta, hann ætlaði ekki að sleppa þessari bráð sinni.“ Guðrún segir að eftir þetta hafi hún drifið sig til nágranna sinna en hún vissi að kötturinn sem um ræðir væri þeirra. Hún sagði nágrönnunum að drífa sig með köttinn til dýralæknis og hringdi svo sjálf á dýralæknastofuna til að láta vita að þau væru á leiðinni. „Þau töluðu um að ef hann myndi lifa af nóttina þá ætti hann séns en hann fór í aðgerð,“ segir Guðrún en því miður tókst ekki að bjarga kettinum. Var með hundinn í pössun og missti hann frá sér Eftir að nágrannarnir fóru með köttinn til dýralæknis kom maður til Guðrúnar og sagðist vera eigandi annars hundinn og að hinn hundurinn hafi verið í pössun hjá sér. Eigandinn tjáir henni að hann hafi ætlað að leyfa hundunum að hreyfa sig við höfnina. „Nema hvað annar þeirra nær að losa sig úr ólinni og tekur bara á rás hingað upp eftir. Þá var bara fjandinn laus,“ segir Guðrún. Hún kennir eigandanum því ekki um þar sem þetta var algjörlega óvart. „Þetta er bara hræðilegt slys, hann bara missir hana óvart,“ segir hún. „Þessi maður er líka búinn að hafa samband við eigendur kattarins,“ segir Guðrún og hrósar honum fyrir það. „Slysin geta gerst, við vitum það öll.“ Guðrún hvetur fólk að lokum til þess að passa vel upp á hundana sína. Hún sé sjálf svakalegur dýravinur, í sjálfboðaliðastarfi hjá Villiköttum og eigi hunda sjálf. „Ég er sjálf með litla hunda, mér er afskaplega illa við þegar hundar eru á hlaupum,“ segir hún. Vogar Hundar Kettir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Þetta var bara hrikalegt,“ segir Guðrún Ósk Barðadóttir, íbúi í Vogum á Vatsnleysuströnd, í samtali við fréttastofu en hún var vitni að atvikinu. Sex ára barnabarn hennar var að leika sér fyrir utan heimili hennar í gær þegar hann sá tvo hunda ráðast á kött. „Hann fékk að vera hérna úti á línuskautum en svo kemur hann öskrandi og hágrenjandi,“ segir Guðrún sem spurði þá barnabarnið hvað væri í gangi. „Það eru tveir stórir hundar að ráðast á eina litla kisu,“ segir hún barnabarnið hafa sagt sér. Við það stökk hún út og fór yfir götuna þar sem hundarnir, annar Border Collie og hinn Husky, voru að ráðast á kisuna. Hún segir Border Collie hundinn hafa farið strax í burtu, sá hafi í raun ekki verið að ráðast á kisuna eins og hinn hundurinn. Hljóp með köttinn til nágrannanna Að sögn Guðrúnar ætlaði Husky hundurinn ekki að sleppa kettinum frá sér. Henni tókst þó að koma kettinum undan hundnum. „Kötturinn liggur þarna og er orðinn rennandi blautur því hundurinn hefur skellt honum ofan í tjörnina í leiðinni. Mér tekst að hrekja hundinn aðeins í burtu og tek köttinn því ég vissi alveg hver á þennan kött. Ég hleyp hérna yfir götuna því nágrannar mínir eiga hann en hundurinn ætlaði sko að elta, hann ætlaði ekki að sleppa þessari bráð sinni.“ Guðrún segir að eftir þetta hafi hún drifið sig til nágranna sinna en hún vissi að kötturinn sem um ræðir væri þeirra. Hún sagði nágrönnunum að drífa sig með köttinn til dýralæknis og hringdi svo sjálf á dýralæknastofuna til að láta vita að þau væru á leiðinni. „Þau töluðu um að ef hann myndi lifa af nóttina þá ætti hann séns en hann fór í aðgerð,“ segir Guðrún en því miður tókst ekki að bjarga kettinum. Var með hundinn í pössun og missti hann frá sér Eftir að nágrannarnir fóru með köttinn til dýralæknis kom maður til Guðrúnar og sagðist vera eigandi annars hundinn og að hinn hundurinn hafi verið í pössun hjá sér. Eigandinn tjáir henni að hann hafi ætlað að leyfa hundunum að hreyfa sig við höfnina. „Nema hvað annar þeirra nær að losa sig úr ólinni og tekur bara á rás hingað upp eftir. Þá var bara fjandinn laus,“ segir Guðrún. Hún kennir eigandanum því ekki um þar sem þetta var algjörlega óvart. „Þetta er bara hræðilegt slys, hann bara missir hana óvart,“ segir hún. „Þessi maður er líka búinn að hafa samband við eigendur kattarins,“ segir Guðrún og hrósar honum fyrir það. „Slysin geta gerst, við vitum það öll.“ Guðrún hvetur fólk að lokum til þess að passa vel upp á hundana sína. Hún sé sjálf svakalegur dýravinur, í sjálfboðaliðastarfi hjá Villiköttum og eigi hunda sjálf. „Ég er sjálf með litla hunda, mér er afskaplega illa við þegar hundar eru á hlaupum,“ segir hún.
Vogar Hundar Kettir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira