Barnabarnið kom grátandi er hundur varð ketti að bana í Vogum Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 21:03 Guðrún Ósk Barðadóttir var vitni er hundur réðst á kött í Vogum á Vatsnleysuströnd. Vísir/Aðsend Hundur varð ketti að bana í Vogum á Vatsnleysuströnd í gær. Íbúi í Vogum sem tókst að koma kettinum undan hundinum segir að um sé að ræða skelfilegt óhapp. Hún biðlar til eiganda hunda að passa að hafa þá í bandi. „Þetta var bara hrikalegt,“ segir Guðrún Ósk Barðadóttir, íbúi í Vogum á Vatsnleysuströnd, í samtali við fréttastofu en hún var vitni að atvikinu. Sex ára barnabarn hennar var að leika sér fyrir utan heimili hennar í gær þegar hann sá tvo hunda ráðast á kött. „Hann fékk að vera hérna úti á línuskautum en svo kemur hann öskrandi og hágrenjandi,“ segir Guðrún sem spurði þá barnabarnið hvað væri í gangi. „Það eru tveir stórir hundar að ráðast á eina litla kisu,“ segir hún barnabarnið hafa sagt sér. Við það stökk hún út og fór yfir götuna þar sem hundarnir, annar Border Collie og hinn Husky, voru að ráðast á kisuna. Hún segir Border Collie hundinn hafa farið strax í burtu, sá hafi í raun ekki verið að ráðast á kisuna eins og hinn hundurinn. Hljóp með köttinn til nágrannanna Að sögn Guðrúnar ætlaði Husky hundurinn ekki að sleppa kettinum frá sér. Henni tókst þó að koma kettinum undan hundnum. „Kötturinn liggur þarna og er orðinn rennandi blautur því hundurinn hefur skellt honum ofan í tjörnina í leiðinni. Mér tekst að hrekja hundinn aðeins í burtu og tek köttinn því ég vissi alveg hver á þennan kött. Ég hleyp hérna yfir götuna því nágrannar mínir eiga hann en hundurinn ætlaði sko að elta, hann ætlaði ekki að sleppa þessari bráð sinni.“ Guðrún segir að eftir þetta hafi hún drifið sig til nágranna sinna en hún vissi að kötturinn sem um ræðir væri þeirra. Hún sagði nágrönnunum að drífa sig með köttinn til dýralæknis og hringdi svo sjálf á dýralæknastofuna til að láta vita að þau væru á leiðinni. „Þau töluðu um að ef hann myndi lifa af nóttina þá ætti hann séns en hann fór í aðgerð,“ segir Guðrún en því miður tókst ekki að bjarga kettinum. Var með hundinn í pössun og missti hann frá sér Eftir að nágrannarnir fóru með köttinn til dýralæknis kom maður til Guðrúnar og sagðist vera eigandi annars hundinn og að hinn hundurinn hafi verið í pössun hjá sér. Eigandinn tjáir henni að hann hafi ætlað að leyfa hundunum að hreyfa sig við höfnina. „Nema hvað annar þeirra nær að losa sig úr ólinni og tekur bara á rás hingað upp eftir. Þá var bara fjandinn laus,“ segir Guðrún. Hún kennir eigandanum því ekki um þar sem þetta var algjörlega óvart. „Þetta er bara hræðilegt slys, hann bara missir hana óvart,“ segir hún. „Þessi maður er líka búinn að hafa samband við eigendur kattarins,“ segir Guðrún og hrósar honum fyrir það. „Slysin geta gerst, við vitum það öll.“ Guðrún hvetur fólk að lokum til þess að passa vel upp á hundana sína. Hún sé sjálf svakalegur dýravinur, í sjálfboðaliðastarfi hjá Villiköttum og eigi hunda sjálf. „Ég er sjálf með litla hunda, mér er afskaplega illa við þegar hundar eru á hlaupum,“ segir hún. Vogar Hundar Kettir Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Þetta var bara hrikalegt,“ segir Guðrún Ósk Barðadóttir, íbúi í Vogum á Vatsnleysuströnd, í samtali við fréttastofu en hún var vitni að atvikinu. Sex ára barnabarn hennar var að leika sér fyrir utan heimili hennar í gær þegar hann sá tvo hunda ráðast á kött. „Hann fékk að vera hérna úti á línuskautum en svo kemur hann öskrandi og hágrenjandi,“ segir Guðrún sem spurði þá barnabarnið hvað væri í gangi. „Það eru tveir stórir hundar að ráðast á eina litla kisu,“ segir hún barnabarnið hafa sagt sér. Við það stökk hún út og fór yfir götuna þar sem hundarnir, annar Border Collie og hinn Husky, voru að ráðast á kisuna. Hún segir Border Collie hundinn hafa farið strax í burtu, sá hafi í raun ekki verið að ráðast á kisuna eins og hinn hundurinn. Hljóp með köttinn til nágrannanna Að sögn Guðrúnar ætlaði Husky hundurinn ekki að sleppa kettinum frá sér. Henni tókst þó að koma kettinum undan hundnum. „Kötturinn liggur þarna og er orðinn rennandi blautur því hundurinn hefur skellt honum ofan í tjörnina í leiðinni. Mér tekst að hrekja hundinn aðeins í burtu og tek köttinn því ég vissi alveg hver á þennan kött. Ég hleyp hérna yfir götuna því nágrannar mínir eiga hann en hundurinn ætlaði sko að elta, hann ætlaði ekki að sleppa þessari bráð sinni.“ Guðrún segir að eftir þetta hafi hún drifið sig til nágranna sinna en hún vissi að kötturinn sem um ræðir væri þeirra. Hún sagði nágrönnunum að drífa sig með köttinn til dýralæknis og hringdi svo sjálf á dýralæknastofuna til að láta vita að þau væru á leiðinni. „Þau töluðu um að ef hann myndi lifa af nóttina þá ætti hann séns en hann fór í aðgerð,“ segir Guðrún en því miður tókst ekki að bjarga kettinum. Var með hundinn í pössun og missti hann frá sér Eftir að nágrannarnir fóru með köttinn til dýralæknis kom maður til Guðrúnar og sagðist vera eigandi annars hundinn og að hinn hundurinn hafi verið í pössun hjá sér. Eigandinn tjáir henni að hann hafi ætlað að leyfa hundunum að hreyfa sig við höfnina. „Nema hvað annar þeirra nær að losa sig úr ólinni og tekur bara á rás hingað upp eftir. Þá var bara fjandinn laus,“ segir Guðrún. Hún kennir eigandanum því ekki um þar sem þetta var algjörlega óvart. „Þetta er bara hræðilegt slys, hann bara missir hana óvart,“ segir hún. „Þessi maður er líka búinn að hafa samband við eigendur kattarins,“ segir Guðrún og hrósar honum fyrir það. „Slysin geta gerst, við vitum það öll.“ Guðrún hvetur fólk að lokum til þess að passa vel upp á hundana sína. Hún sé sjálf svakalegur dýravinur, í sjálfboðaliðastarfi hjá Villiköttum og eigi hunda sjálf. „Ég er sjálf með litla hunda, mér er afskaplega illa við þegar hundar eru á hlaupum,“ segir hún.
Vogar Hundar Kettir Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira