Þegar barn hafnar foreldri án raunverulegrar ástæðu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. apríl 2023 20:23 Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Getty 25. apríl, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um foreldraútilokun. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn hafnar foreldri sem það átti áður gott samband við, vegna neikvæðra áhrifa hins foreldrisins. Í fréttatilkynningu frá Foreldrajafnrétti kemur fram að mikilvægt sé að gera greinarmun á foreldraútilokun annars vegar og þegar barn verður fráhverft foreldri sínu vegna raunverulegs ofbeldis, vanrækslu eða misnotkunar foreldris hins vegar. Foreldraútilokun á sér yfirleitt stað í kjölfar skilnaðar foreldra þar sem viðhorfum barnsins er stýrt og það fær svart/hvíta sýn á útilokaða foreldrið sem það sér að mestu í neikvæðu ljósi. Með foreldraútilokun er barninu – án raunverulegrar ástæðu – innrætt sú trú/skoðun að útilokaða foreldrið sé hættulegt og óverðugt. Þetta er ekki aðeins skaðlegt vegna þess tengslarofs og missis sem barnið verður fyrir, heldur einnig vegna þess skaða sem innrætingin hefur á sjálfsmynd barnsins. Miklar rannsóknir hafa átt sér stað á foreldrútilokun síðustu ár og yfir eitt þúsund ritrýndar fræðigreinar hafa verið birtar síðustu áratugi um þetta alvarlega ofbeldi. Sýnt hefur verið fram á hvernig foreldraútilokun fellur undir skilgreiningar um ofbeldi í nánum samböndum og einnig hefur verið bent á áberandi líkindi með foreldraútilokun og innrætingu í sértrúarsöfnuðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi tegund ofbeldis er ekki bundin við kyn og mynstrin erfast gjarnan á milli kynslóða. Afleiðingarnar eru alvarlegar og langvarandi fyrir þolendur, bæði börn og útilokaða foreldra, ömmur og afa. Raunveruleg dæmi Í tilefni af þessum degi birtir Foreldrajafnrétti raunveruleg dæmi á YouTube um þær ástæður sem börn gefa fyrir því að hafna foreldri sínu. Hvert dæmi er skoðað út frá vísindalega viðurkenndum greiningartólum sem gefa vísbendingar um hvort barn er beitt foreldraútilokun eða ekki. Greiningartólin sem vitnað er í eru: 8 merki um foreldraútilokun í barni og 17 útilokunaraðferðir foreldris. Á heimasíðu Foreldrajafnréttis og á YouTube síðu hvers myndbands má skoða dæmin út frá þessum greiningartólum. „Þekking á foreldraútilokun er því miður mjög lítil hér á landi enn sem komið er og umræðan er oft fordómafull og kynbundin. Eina leiðin til að bæta úr þessu er að hvetja til umræðu sem byggir á staðreyndum og vísindalegum grunni,“ segir Brjánn Jónsson, formaður Foreldrajafnréttis. Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og röng greining er þeim afar skaðleg, bæði andlega og líkamlega og afleiðingarnar geta lifað með þeim út lífið. Nánari upplýsingar veitir stjórn félagsins í gegnum netfangið stjorn@foreldrajafnretti. Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Foreldrajafnrétti kemur fram að mikilvægt sé að gera greinarmun á foreldraútilokun annars vegar og þegar barn verður fráhverft foreldri sínu vegna raunverulegs ofbeldis, vanrækslu eða misnotkunar foreldris hins vegar. Foreldraútilokun á sér yfirleitt stað í kjölfar skilnaðar foreldra þar sem viðhorfum barnsins er stýrt og það fær svart/hvíta sýn á útilokaða foreldrið sem það sér að mestu í neikvæðu ljósi. Með foreldraútilokun er barninu – án raunverulegrar ástæðu – innrætt sú trú/skoðun að útilokaða foreldrið sé hættulegt og óverðugt. Þetta er ekki aðeins skaðlegt vegna þess tengslarofs og missis sem barnið verður fyrir, heldur einnig vegna þess skaða sem innrætingin hefur á sjálfsmynd barnsins. Miklar rannsóknir hafa átt sér stað á foreldrútilokun síðustu ár og yfir eitt þúsund ritrýndar fræðigreinar hafa verið birtar síðustu áratugi um þetta alvarlega ofbeldi. Sýnt hefur verið fram á hvernig foreldraútilokun fellur undir skilgreiningar um ofbeldi í nánum samböndum og einnig hefur verið bent á áberandi líkindi með foreldraútilokun og innrætingu í sértrúarsöfnuðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi tegund ofbeldis er ekki bundin við kyn og mynstrin erfast gjarnan á milli kynslóða. Afleiðingarnar eru alvarlegar og langvarandi fyrir þolendur, bæði börn og útilokaða foreldra, ömmur og afa. Raunveruleg dæmi Í tilefni af þessum degi birtir Foreldrajafnrétti raunveruleg dæmi á YouTube um þær ástæður sem börn gefa fyrir því að hafna foreldri sínu. Hvert dæmi er skoðað út frá vísindalega viðurkenndum greiningartólum sem gefa vísbendingar um hvort barn er beitt foreldraútilokun eða ekki. Greiningartólin sem vitnað er í eru: 8 merki um foreldraútilokun í barni og 17 útilokunaraðferðir foreldris. Á heimasíðu Foreldrajafnréttis og á YouTube síðu hvers myndbands má skoða dæmin út frá þessum greiningartólum. „Þekking á foreldraútilokun er því miður mjög lítil hér á landi enn sem komið er og umræðan er oft fordómafull og kynbundin. Eina leiðin til að bæta úr þessu er að hvetja til umræðu sem byggir á staðreyndum og vísindalegum grunni,“ segir Brjánn Jónsson, formaður Foreldrajafnréttis. Foreldrajafnrétti hvetur fagaðila og þá sem koma að foreldraútilokunarmálum til þess að uppfæra þekkingu sína og sækja sér sérfræðiþekkingu í foreldraútilokun. Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og röng greining er þeim afar skaðleg, bæði andlega og líkamlega og afleiðingarnar geta lifað með þeim út lífið. Nánari upplýsingar veitir stjórn félagsins í gegnum netfangið stjorn@foreldrajafnretti.
Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira