Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Bjarki Sigurðsson skrifar 26. apríl 2023 10:13 Frá leitinni að stúlkunni. AP/Claus Bech Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. Lögreglan á Suður-Sjálandi og Lolland-Falster í Danmörku hélt í dag blaðamannafund vegna rannsóknarinnar á manni sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup. Stúlkan fannst á lífi tæpum sólarhring eftir að hún hvarf og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Búið er að ákæra hann fyrir að nema hana á brott og er hann einnig grunaður um að hafa nauðgað henni ítrekað á meðan hann hélt henni fastri á heimili sínu. Á blaðamannafundinum greindi lögreglan frá því að maðurinn, sem er 32 ára gamall, hafi einnig verið ákærður fyrir að myrða Emilie Meng árið 2016 en hún var þá sautján ára gömul. Hún fannst látin í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadag það ár en þá hafði hún verið týnd í fimm mánuði. Morðingi Meng hefur aldrei fundist en lögreglan hefur grunað nokkra um að bera ábyrgð á morðinu, meðal annars Peter Madsen sem drap blaðakonuna Kim Wall í kafbát árið 2017. Þá var skoðað hvort morðið á Birnu Brjánsdóttur hér á landi í byrjun janúar árið 2017 tengdist morðinu á Meng. Í ljós kom þó að engin tengsl voru þar á milli. Að sögn lögreglunnar verður skoðað hvort maðurinn tengist öðrum óupplýstum sakamálum í landinu. Grunur um að hann tengdist morðinu á Meng kviknaði mjög snemma er hvarfið var rannsakað. Maðurinn hefur gengist undir DNA-próf sem verður notað í málinu. Lögreglan hefur óskað eftir vinnufrið við vinnslu málsins og munu lögreglufulltrúar ekki tjá sig frekar um rannsóknina. Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30 Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Lögreglan á Suður-Sjálandi og Lolland-Falster í Danmörku hélt í dag blaðamannafund vegna rannsóknarinnar á manni sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup. Stúlkan fannst á lífi tæpum sólarhring eftir að hún hvarf og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Búið er að ákæra hann fyrir að nema hana á brott og er hann einnig grunaður um að hafa nauðgað henni ítrekað á meðan hann hélt henni fastri á heimili sínu. Á blaðamannafundinum greindi lögreglan frá því að maðurinn, sem er 32 ára gamall, hafi einnig verið ákærður fyrir að myrða Emilie Meng árið 2016 en hún var þá sautján ára gömul. Hún fannst látin í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadag það ár en þá hafði hún verið týnd í fimm mánuði. Morðingi Meng hefur aldrei fundist en lögreglan hefur grunað nokkra um að bera ábyrgð á morðinu, meðal annars Peter Madsen sem drap blaðakonuna Kim Wall í kafbát árið 2017. Þá var skoðað hvort morðið á Birnu Brjánsdóttur hér á landi í byrjun janúar árið 2017 tengdist morðinu á Meng. Í ljós kom þó að engin tengsl voru þar á milli. Að sögn lögreglunnar verður skoðað hvort maðurinn tengist öðrum óupplýstum sakamálum í landinu. Grunur um að hann tengdist morðinu á Meng kviknaði mjög snemma er hvarfið var rannsakað. Maðurinn hefur gengist undir DNA-próf sem verður notað í málinu. Lögreglan hefur óskað eftir vinnufrið við vinnslu málsins og munu lögreglufulltrúar ekki tjá sig frekar um rannsóknina.
Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30 Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
„Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30
Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20
Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20