Dómsmáli gegn Arnarlaxi frestað og lausn í sjónmáli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 10:04 Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Vesturbyggðar. Lausn virðist vera í sjónmáli í deilu Vesturbyggðar við fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. Málaferli voru hafin vegna aflagjalda upp á tugmilljónir króna. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar, gerir ráð fyrir að fyrirtöku í máli sveitarfélagsins gegn Arnarlaxi verði frestað. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þann 15. maí næstkomandi. „Málinu hefur verið frestað áður og ég á von á því að því að því verði aftur frestað,“ segir hún. Verið er að ræða samkomulag um framtíð aflagjalda en deilan hefur hingað til verið í algjörum hnút. Greiddu það sem þau töldu rétt Vesturbyggð stefndi Arnarlaxi, sem rekur sjókvíaeldi í Patreksfirði og Arnarfirði, í byrjun árs 2021 vegna vangoldinna aflagjalda. Aflagjöld eru gjöld sem hafnarsjóðir innheimta af sjávarafurðum. Sveitarfélagið hafði árið 2020 breytt sinni gjaldskrá þannig að aflagjöldin tækju mið af Nasdaq vísitölu eldisfisks en við það vildi Arnarlax ekki una. Átján milljónum króna munaði á þeim aflagjöldum sem Vesturbyggð rukkaði og því sem Arnarlax taldi rétt að greiða. Samkvæmt frétt RÚV töldu forsvarsmenn Arnarlax að Vesturbyggð væri ekki heimilt að byggja gjaldskránna á vísitölunni og neituðu að fylgja henni. Greiddu þeir því aðeins þá upphæð sem þeir töldu vera rétta, sem sagt út frá eigin útreikningum á eldri gjaldskrá. Mismunurinn var hins vegar um átján milljónir króna og það er að höfuðstóli sú krafa sem Vesturbyggð setti á hendur Arnarlaxi fyrir dómi. Aflagjöld eru ekki lítil breyta í fjármálum hafnarsjóða. Samkvæmt BB voru aflagjöld langstærsti tekjuliður hafnarsjóðs Vesturbyggðar árið 2020. Nam upphæðin samtals 101 milljón króna af 18.702 kílógrömmum af eldisfiski. Aflagjald af öðrum fiski nam 26 milljónum. Sem sagt aflagjaldið nam 127 milljónum af 228 milljón króna heildartekjum hafnarsjóðs. Risa vinnsluhús undir Það sem virðist hafa liðkað til við að leysa úr deilunni eru áform um að byggja hátækni vinnsluhús Patreksfirði. Þann 13. maí árið 2022 undirrituðu fulltrúar Vesturbyggðar og Arnarlax viljayfirlýsingu um uppbyggingu vinnsluhússins sem á að verða 10 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir því að unnt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfisk í húsinu. Í fréttatilkynningu Vesturbyggðar við undirritunina segir að í viljayfirlýsingunni sé mælt fyrir um að „gert verði samkomulag um uppgjör og greiðslu á útistandandi kröfum vegna aflagjalda, sem hafa verið til meðferðar fyrir héraðsdómi Vestfjarða að undanförnu.“ Aðspurð um hvort að uppbygging hússins hafi hangið á því hvort að aflagjaldamálið yrði leyst segir Þórdís svo ekki vera. „Viðræður um upphæð aflagjaldanna eru leystar en enn eru nokkur útistandandi mál eftir,“ segir hún. Vesturbyggð Fiskeldi Dómsmál Tengdar fréttir Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar, gerir ráð fyrir að fyrirtöku í máli sveitarfélagsins gegn Arnarlaxi verði frestað. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þann 15. maí næstkomandi. „Málinu hefur verið frestað áður og ég á von á því að því að því verði aftur frestað,“ segir hún. Verið er að ræða samkomulag um framtíð aflagjalda en deilan hefur hingað til verið í algjörum hnút. Greiddu það sem þau töldu rétt Vesturbyggð stefndi Arnarlaxi, sem rekur sjókvíaeldi í Patreksfirði og Arnarfirði, í byrjun árs 2021 vegna vangoldinna aflagjalda. Aflagjöld eru gjöld sem hafnarsjóðir innheimta af sjávarafurðum. Sveitarfélagið hafði árið 2020 breytt sinni gjaldskrá þannig að aflagjöldin tækju mið af Nasdaq vísitölu eldisfisks en við það vildi Arnarlax ekki una. Átján milljónum króna munaði á þeim aflagjöldum sem Vesturbyggð rukkaði og því sem Arnarlax taldi rétt að greiða. Samkvæmt frétt RÚV töldu forsvarsmenn Arnarlax að Vesturbyggð væri ekki heimilt að byggja gjaldskránna á vísitölunni og neituðu að fylgja henni. Greiddu þeir því aðeins þá upphæð sem þeir töldu vera rétta, sem sagt út frá eigin útreikningum á eldri gjaldskrá. Mismunurinn var hins vegar um átján milljónir króna og það er að höfuðstóli sú krafa sem Vesturbyggð setti á hendur Arnarlaxi fyrir dómi. Aflagjöld eru ekki lítil breyta í fjármálum hafnarsjóða. Samkvæmt BB voru aflagjöld langstærsti tekjuliður hafnarsjóðs Vesturbyggðar árið 2020. Nam upphæðin samtals 101 milljón króna af 18.702 kílógrömmum af eldisfiski. Aflagjald af öðrum fiski nam 26 milljónum. Sem sagt aflagjaldið nam 127 milljónum af 228 milljón króna heildartekjum hafnarsjóðs. Risa vinnsluhús undir Það sem virðist hafa liðkað til við að leysa úr deilunni eru áform um að byggja hátækni vinnsluhús Patreksfirði. Þann 13. maí árið 2022 undirrituðu fulltrúar Vesturbyggðar og Arnarlax viljayfirlýsingu um uppbyggingu vinnsluhússins sem á að verða 10 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir því að unnt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfisk í húsinu. Í fréttatilkynningu Vesturbyggðar við undirritunina segir að í viljayfirlýsingunni sé mælt fyrir um að „gert verði samkomulag um uppgjör og greiðslu á útistandandi kröfum vegna aflagjalda, sem hafa verið til meðferðar fyrir héraðsdómi Vestfjarða að undanförnu.“ Aðspurð um hvort að uppbygging hússins hafi hangið á því hvort að aflagjaldamálið yrði leyst segir Þórdís svo ekki vera. „Viðræður um upphæð aflagjaldanna eru leystar en enn eru nokkur útistandandi mál eftir,“ segir hún.
Vesturbyggð Fiskeldi Dómsmál Tengdar fréttir Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01
120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28