Einangrun dragi ekki úr líkum á að fangar endurtaki brot sín Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2023 18:25 Margrét Valdimarsdóttir er afbrotafræðingur. egill aðalsteinsson Afbrotafræðingur segir að ef koma eigi í veg fyrir að fangar fari hættulegri út í samfélagið að afplánun lokinni þá verði að huga að betrun og stuðningi í fangelsum. Einangrun sé versta úrræðið til að draga úr líkum á að fangar endurtaki brot sín. Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum en í dag eru þeir oft einangraðir frá öllum þar sem þeir eiga erfitt með samneyti við aðra fanga og engin önnur úrræði í boði. Þeir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Afbrotafræðingur segir einangrun eitt versta úrræði sem hægt er að beita ef litið er til betrunar. „Ef þú ætlar að draga úr líkum á því að viðkomandi endurtaki brot sín eftir að afplánun lýkur þá er félagsleg einangrun í raun og veru það versta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur. Margrét segir ljóst að það vanti úrræði hér á landi fyrir þá sem eru með þroskaskerðingar eða fatlanir og afplána dóma. „Og þetta er kannski ekki gríðarlegur fjöldi af föngum, ekki á Íslandi og þess vegna væri kannski ekkert mjög svo erfitt að hafa sérstaka stofnun eða að aðrar heilbrigðisstofnanir gætu einhvern veginn tekið á móti þessum hópi.“ Betrun og stuðningur dragi úr líkum á afbroti Kompásþátturinn hefur vakið mikla athygli og þótt umdeildur en í honum er rætt er við mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot. Margrét segir umræðuna flókna þar sem betrun sé ekki eina markmið fangelsisrefsingar, heldur sé það einnig markmið að vernda brotaþola og aðra borgara og refsa hinum dæmda. „En ef við erum bara að hugsa um þennan þátt, að við viljum draga úr afbrotum. Að við viljum koma í veg fyrir að fólk sem kemur út úr fangelsi, vegna þess að það fær enginn lífstíðardóm á Íslandi, fólk kemur úr fangelsi - ef við viljum bara draga úr fleiri brotum þá verðum við að huga að betrun og þá verðum við að huga að stuðningi.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum en í dag eru þeir oft einangraðir frá öllum þar sem þeir eiga erfitt með samneyti við aðra fanga og engin önnur úrræði í boði. Þeir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Afbrotafræðingur segir einangrun eitt versta úrræði sem hægt er að beita ef litið er til betrunar. „Ef þú ætlar að draga úr líkum á því að viðkomandi endurtaki brot sín eftir að afplánun lýkur þá er félagsleg einangrun í raun og veru það versta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur. Margrét segir ljóst að það vanti úrræði hér á landi fyrir þá sem eru með þroskaskerðingar eða fatlanir og afplána dóma. „Og þetta er kannski ekki gríðarlegur fjöldi af föngum, ekki á Íslandi og þess vegna væri kannski ekkert mjög svo erfitt að hafa sérstaka stofnun eða að aðrar heilbrigðisstofnanir gætu einhvern veginn tekið á móti þessum hópi.“ Betrun og stuðningur dragi úr líkum á afbroti Kompásþátturinn hefur vakið mikla athygli og þótt umdeildur en í honum er rætt er við mann sem er dæmdur fyrir kynferðisbrot. Margrét segir umræðuna flókna þar sem betrun sé ekki eina markmið fangelsisrefsingar, heldur sé það einnig markmið að vernda brotaþola og aðra borgara og refsa hinum dæmda. „En ef við erum bara að hugsa um þennan þátt, að við viljum draga úr afbrotum. Að við viljum koma í veg fyrir að fólk sem kemur út úr fangelsi, vegna þess að það fær enginn lífstíðardóm á Íslandi, fólk kemur úr fangelsi - ef við viljum bara draga úr fleiri brotum þá verðum við að huga að betrun og þá verðum við að huga að stuðningi.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00