Bar bónorðið upp á sjúkrahúsbedda Íris Hauksdóttir skrifar 29. apríl 2023 09:01 Íris Tanja og Elín Ey ræddu skemmtilegar staðreyndir úr sinni sambandstíð. aðsend Listakonurnar og kærustuparið Íris Tanja Flyernring og Elín Eyþórsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn. Þar ræða þær um skemmtilegar staðreyndir úr sinni sambandstíð. Á einum tímapunkti í viðtalinu hnýtur Ási í trúlofunarsögu parsins. Það var Íris sem bar upp bónorðið á frekar óvenjulegan hátt en hún var nánast meðvitundalaus úr verkjum á sjúkrahúsi og vonaðist hálft í hvoru eftir því að minningin hefði verið falsminning. „Það voru margir sem furðuðu sig á því að við værum trúlofaðar þegar við vorum ekki byrjaðar að búa saman,“ segir Íris og heldur áfram. „Það er ekki sama sem merki að trúlofast og búa saman. Að lofa að elska einhvern og vilja takast á við verkefnin saman er ekki sama og sambúð.“ En hvernig bar trúlofunin að? Íris Tanja tekur aftur orðið. „Ég þjáist af endómetríósu og þarf að leggjast inn á sjúkrahús í verkjarstillingu vegna þess. Í þessu tilfelli lá ég inni og var komin á ferð og flug í huganum eftir að hafa fengið fullt af verkjarlyfjum. Ég vonaði hálft í hvoru að þetta væri draumur. Elín beygði sig yfir mig og sagðist vera að fara og þegar hún kvaddi mig fannst mér ég svífa út úr líkamanum. Ég sagði við hana: „ástin min ég ætla að biðja þig að giftast mér“. Hún svaraði: „Já vá ég bíð spennt eftir því.“ Daginn eftir var ég alveg nei þetta gerðist ekki, en ég hafði samt hugsað mikið út í að biðja hennar og var meðal annars búin að velja hring og ákveða allt en svo minntist hún á þetta nokkrum dögum síðar, að hún væri enn að bíða eftir bónorðinu.“ Íris lét ekki þar við sitja og mælti mér mót við foreldra Elínar. „Ég mætti til þeirra, skjálfandi á beinunum. Sagðist elska dóttir þeirra mjög mikið og vildi blessun þeirra að biðja hennar. Ég hafði aldrei gert þetta áður og langaði að gera þetta rétt. Kærusturnar Íris Tanja og Elín Ey eru nýjustu gestir Ása í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn.aðsend Daginn sem Íris bar svo bónorðið formlega upp voru börnin hjá þeim en báðar eiga þær börn úr fyrri samböndum. „Þetta var ósköp hversdagslegur morgun, við elskum að færa hvor annarri kaffi í rúmið en krakkarnir voru þarna algjörir brjálæðingar. Sunnudagsmorgun og ekkert rómantískt. Við að drekka kaffi upp í rúmi með hárið út um allt. Sólin inn um gluggann og ég bað son hennar að rétta henni kassann með hringnum í. Hann grýtti kassanum í mömmu sína sem bjóst alls ekki við hvað væri í honum en þetta var engu að síður fallegt augnablik sem maður kann að meta. Kaffið og krakkarnir og spurning sem var auðvelt að svara.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Íris Tanja og Elín Ey trúlofaðar Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og dans- og leikkonan Íris Tanja Flygering hafa trúlofað sig. Íris fór nýlega á skeljarnar og sagði Elín já. 25. október 2022 20:20 Fann sjálfa sig eftir að hún kom út Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum. 10. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Á einum tímapunkti í viðtalinu hnýtur Ási í trúlofunarsögu parsins. Það var Íris sem bar upp bónorðið á frekar óvenjulegan hátt en hún var nánast meðvitundalaus úr verkjum á sjúkrahúsi og vonaðist hálft í hvoru eftir því að minningin hefði verið falsminning. „Það voru margir sem furðuðu sig á því að við værum trúlofaðar þegar við vorum ekki byrjaðar að búa saman,“ segir Íris og heldur áfram. „Það er ekki sama sem merki að trúlofast og búa saman. Að lofa að elska einhvern og vilja takast á við verkefnin saman er ekki sama og sambúð.“ En hvernig bar trúlofunin að? Íris Tanja tekur aftur orðið. „Ég þjáist af endómetríósu og þarf að leggjast inn á sjúkrahús í verkjarstillingu vegna þess. Í þessu tilfelli lá ég inni og var komin á ferð og flug í huganum eftir að hafa fengið fullt af verkjarlyfjum. Ég vonaði hálft í hvoru að þetta væri draumur. Elín beygði sig yfir mig og sagðist vera að fara og þegar hún kvaddi mig fannst mér ég svífa út úr líkamanum. Ég sagði við hana: „ástin min ég ætla að biðja þig að giftast mér“. Hún svaraði: „Já vá ég bíð spennt eftir því.“ Daginn eftir var ég alveg nei þetta gerðist ekki, en ég hafði samt hugsað mikið út í að biðja hennar og var meðal annars búin að velja hring og ákveða allt en svo minntist hún á þetta nokkrum dögum síðar, að hún væri enn að bíða eftir bónorðinu.“ Íris lét ekki þar við sitja og mælti mér mót við foreldra Elínar. „Ég mætti til þeirra, skjálfandi á beinunum. Sagðist elska dóttir þeirra mjög mikið og vildi blessun þeirra að biðja hennar. Ég hafði aldrei gert þetta áður og langaði að gera þetta rétt. Kærusturnar Íris Tanja og Elín Ey eru nýjustu gestir Ása í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn.aðsend Daginn sem Íris bar svo bónorðið formlega upp voru börnin hjá þeim en báðar eiga þær börn úr fyrri samböndum. „Þetta var ósköp hversdagslegur morgun, við elskum að færa hvor annarri kaffi í rúmið en krakkarnir voru þarna algjörir brjálæðingar. Sunnudagsmorgun og ekkert rómantískt. Við að drekka kaffi upp í rúmi með hárið út um allt. Sólin inn um gluggann og ég bað son hennar að rétta henni kassann með hringnum í. Hann grýtti kassanum í mömmu sína sem bjóst alls ekki við hvað væri í honum en þetta var engu að síður fallegt augnablik sem maður kann að meta. Kaffið og krakkarnir og spurning sem var auðvelt að svara.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Íris Tanja og Elín Ey trúlofaðar Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og dans- og leikkonan Íris Tanja Flygering hafa trúlofað sig. Íris fór nýlega á skeljarnar og sagði Elín já. 25. október 2022 20:20 Fann sjálfa sig eftir að hún kom út Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum. 10. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Íris Tanja og Elín Ey trúlofaðar Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og dans- og leikkonan Íris Tanja Flygering hafa trúlofað sig. Íris fór nýlega á skeljarnar og sagði Elín já. 25. október 2022 20:20
Fann sjálfa sig eftir að hún kom út Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum. 10. febrúar 2023 08:01
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“