„Meira hungur í henni heldur en mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 11:01 Haukakonur hafa blómstrað undir stjórn Díönu Guðjónsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Haukakonur komust í undanúrslit Olís deildar kvenna í handbolta með því að sópa óvænt út Íslandsmeisturum Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ragnar Hermannsson var þjálfari Haukaliðsins stærsta hluta tímabilsins en hann hætti með liðið í mars og Díana Guðjónsdóttir tók við Haukastelpunum. Síðan þá hefur liðið blómstrað ekki síst í 2-0 sigrinum í einvíginu á móti Fram. Ragnar er nýjasti gestur Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu á Vísi og þar spurði Silla hann út í það meðal annars af hverju hann hætti að þjálfa Haukastelpurnar þegar svona lítið var eftir að tímabilinu og skemmtilegasti tíminn fram undan. Ragnar Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Díana hefur notað hvert tækifæri til að þakka Ragnari fyrir að undirbúa Haukaliðið vel en það sprakk hins vegar út eftir að hún tók við liðinu. Ragnar segir í viðtalinu að hann hafi ekki verið óánægður með það hvernig stelpurnar lögðu sig fram og taldi líka að þær væru að bæta sig. hann var hins vegar ósáttur með að fá ekki fleiri æfingatíma. Fann að hann langaði ekki að vera áfram „Desembermánuður, sem átti að vera stór mánuður, hann fór út um gluggann út af ferðalögum. Ég var meira eða minna með fimmtíu prósent af hópnum í desember. Framlagið og framfarirnar hjá stelpunum voru á áætlun og ég var ekkert ónægður með það. Ég fann það bara að mig langaði ekki til að vera áfram,“ sagði Ragnar Hermannsson. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar við unnum þennan leik á móti Selfossi sem tryggði það að við værum ekki að fara í umspil og að við værum annað hvort að berjast um fimmta eða sjötta sætið. Þá fann ég það svo vel að ég var ekki maðurinn til að fara inn í Höll með þennan hóp. Lyfta honum eitthvað upp og ekki í úrslitakeppnina heldur. Ég lét þá bara vita af því og sagði þeim bara heiðarlega frá því,“ sagði Ragnar sem hætti með Haukana fyrir bikarúrslitavikuna þar sem Haukar voru í undanúrslitunum. Náði ekki að kreista safann úr appelsínunni „Ég sagði þeim að ég teldi mig ekki hafa drævið í það að ná því út úr appelsínunni sem ég fann að væri í henni. Kreista út þennan safa sem ég vissi að væri til. Ég var búinn að segja það oft um veturinn að þær væru á þröskuldinum að fara að vinna þessi lið fyrir ofan. Einhvern veginn tókst mér ekki að kveikja á því,“ sagði Ragnar. „Ég ræddi við stjórnina og sagði þeim að ég ætlaði hvort sem er ekki að vera áfram: Viljið þig ekki bara nota tímann núna og fá Díönu inn. Ég hafði trú á Díönu og það var meira hungur í henni heldur en mér í árangur. Þennan mælanlega árangur. Ég var ósköp ánægður með framfarirnar hjá liðinu en mér vantaði neista í að eyða öllum þessum tíma í að kreista eitthvað fram sem væri ekki til staðar,“ sagði Ragnar. Það má finna allt viðtalið við Ragnar hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Ragnar Hermannsson var þjálfari Haukaliðsins stærsta hluta tímabilsins en hann hætti með liðið í mars og Díana Guðjónsdóttir tók við Haukastelpunum. Síðan þá hefur liðið blómstrað ekki síst í 2-0 sigrinum í einvíginu á móti Fram. Ragnar er nýjasti gestur Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu á Vísi og þar spurði Silla hann út í það meðal annars af hverju hann hætti að þjálfa Haukastelpurnar þegar svona lítið var eftir að tímabilinu og skemmtilegasti tíminn fram undan. Ragnar Hermannsson.Vísir/Hulda Margrét Díana hefur notað hvert tækifæri til að þakka Ragnari fyrir að undirbúa Haukaliðið vel en það sprakk hins vegar út eftir að hún tók við liðinu. Ragnar segir í viðtalinu að hann hafi ekki verið óánægður með það hvernig stelpurnar lögðu sig fram og taldi líka að þær væru að bæta sig. hann var hins vegar ósáttur með að fá ekki fleiri æfingatíma. Fann að hann langaði ekki að vera áfram „Desembermánuður, sem átti að vera stór mánuður, hann fór út um gluggann út af ferðalögum. Ég var meira eða minna með fimmtíu prósent af hópnum í desember. Framlagið og framfarirnar hjá stelpunum voru á áætlun og ég var ekkert ónægður með það. Ég fann það bara að mig langaði ekki til að vera áfram,“ sagði Ragnar Hermannsson. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Svo þegar við unnum þennan leik á móti Selfossi sem tryggði það að við værum ekki að fara í umspil og að við værum annað hvort að berjast um fimmta eða sjötta sætið. Þá fann ég það svo vel að ég var ekki maðurinn til að fara inn í Höll með þennan hóp. Lyfta honum eitthvað upp og ekki í úrslitakeppnina heldur. Ég lét þá bara vita af því og sagði þeim bara heiðarlega frá því,“ sagði Ragnar sem hætti með Haukana fyrir bikarúrslitavikuna þar sem Haukar voru í undanúrslitunum. Náði ekki að kreista safann úr appelsínunni „Ég sagði þeim að ég teldi mig ekki hafa drævið í það að ná því út úr appelsínunni sem ég fann að væri í henni. Kreista út þennan safa sem ég vissi að væri til. Ég var búinn að segja það oft um veturinn að þær væru á þröskuldinum að fara að vinna þessi lið fyrir ofan. Einhvern veginn tókst mér ekki að kveikja á því,“ sagði Ragnar. „Ég ræddi við stjórnina og sagði þeim að ég ætlaði hvort sem er ekki að vera áfram: Viljið þig ekki bara nota tímann núna og fá Díönu inn. Ég hafði trú á Díönu og það var meira hungur í henni heldur en mér í árangur. Þennan mælanlega árangur. Ég var ósköp ánægður með framfarirnar hjá liðinu en mér vantaði neista í að eyða öllum þessum tíma í að kreista eitthvað fram sem væri ekki til staðar,“ sagði Ragnar. Það má finna allt viðtalið við Ragnar hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira