Vincent Shahid var fjarverandi vegna veikinda sem hann hefur verið að glíma við.
„Shahid er fárveikur og var orðinn veikur í fyrsta leiknum. Hann varð að fá hvíld,“ segir Jóhanna Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs.
„Hann er búinn að kasta mikið upp og þetta er einhver mjög alvarleg flensa sem hann er að glíma við. Það var ekkert annað í stöðunni en að hvíla strákinn.“
Jordan Semple fór snemma af velli meiddur á öxl eftir átök við Kristófer Acox. Það er óvissa með framhaldið hjá honum.
„Hann er á leið í ómskoðun á eftir. Við vonumst að sjálfsögðu eftir jákvæðum fréttum af honum,“ segir Jóhanna nokkuð áhyggjufull samt.
Fjórði leikur liðanna fer fram í Þorlákshöfn á sunnudag.