Hefja forfæringar til undirbúnings dráttar í dag Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2023 11:46 Wilson Skaw er nú við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Landhelgisgæslan Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar. Skipið strandaði í Húnaflóa í síðustu viku og hefur síðustu daga verið í vari fyrir utan Hólmavík. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að varðskipið Freyja, sem síðustu daga hafi verið í Steingrímsfirði, muni leggjast að Wilson Skaw síðar í dag. Hann segir að búist sé við að forfæringar muni standa fram í miðja næstu viku, en þar sé verið að stilla farmi með tilliti til styrkleika skipsins þannig að fyrirhugaður dráttur til Akureyrarhafnar verði sem áhættuminnstur. Skipið, sem er um 4.000 brúttótonn og 113 metra langt var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði þann 18. apríl. Um borð voru um tvö þúsund tonn af salti og 195 tonn af olíu. Freyja í Steingrímsfirði.Landhelgisgæslan Ekki hægt að taka skipið upp að bryggju í Hólmavík Á vef Strandabyggðar segir að skipið sé við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Í tilkynningu frá oddvita sveitarfélagsins, Þorgeiri Pálssyni, segir að staðsetning skipsins sé valin með það í huga að skipið hafi ekki nein áhrif á siglingaleiðina til Hólmavíkur. Einfalt sé að draga skipið burt, gerist þess þörf. „Ekki hefur komið til álita að taka skipið upp að bryggju, enda ristir það dýpra en höfnin leyfir (6,0 m), eins og eflaust margir hafa tekið eftir er skipið djúprist að aftan um 6,8 metra og ekki hægt að breyta því þar sem göt eru komin á tanka skipsins að framan sem venjulega eru fylltir af sjó til þess að rétta af djúpristuna,“ segir í tilkynningunni. Strand Wilson Skaw Strandabyggð Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55 Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Skipið strandaði í Húnaflóa í síðustu viku og hefur síðustu daga verið í vari fyrir utan Hólmavík. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að varðskipið Freyja, sem síðustu daga hafi verið í Steingrímsfirði, muni leggjast að Wilson Skaw síðar í dag. Hann segir að búist sé við að forfæringar muni standa fram í miðja næstu viku, en þar sé verið að stilla farmi með tilliti til styrkleika skipsins þannig að fyrirhugaður dráttur til Akureyrarhafnar verði sem áhættuminnstur. Skipið, sem er um 4.000 brúttótonn og 113 metra langt var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði þann 18. apríl. Um borð voru um tvö þúsund tonn af salti og 195 tonn af olíu. Freyja í Steingrímsfirði.Landhelgisgæslan Ekki hægt að taka skipið upp að bryggju í Hólmavík Á vef Strandabyggðar segir að skipið sé við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Í tilkynningu frá oddvita sveitarfélagsins, Þorgeiri Pálssyni, segir að staðsetning skipsins sé valin með það í huga að skipið hafi ekki nein áhrif á siglingaleiðina til Hólmavíkur. Einfalt sé að draga skipið burt, gerist þess þörf. „Ekki hefur komið til álita að taka skipið upp að bryggju, enda ristir það dýpra en höfnin leyfir (6,0 m), eins og eflaust margir hafa tekið eftir er skipið djúprist að aftan um 6,8 metra og ekki hægt að breyta því þar sem göt eru komin á tanka skipsins að framan sem venjulega eru fylltir af sjó til þess að rétta af djúpristuna,“ segir í tilkynningunni.
Strand Wilson Skaw Strandabyggð Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55 Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55
Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37