Íslenski boltinn

FH og KR mætast í Árbænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH getur ekki spilað á frjálsíþróttavellinum eins og gegn Stjörnunni.
FH getur ekki spilað á frjálsíþróttavellinum eins og gegn Stjörnunni. vísir/hulda margrét

Leikur FH og KR í Bestu deild karla verður leikinn á Würth vellinum í Árbænum á morgun.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Kaplakrika í kvöld. En þar sem hvorki aðalvöllurinn né frjálsíþróttavöllurinn þóttu klárir var leikurinn færður á Würth völlinn.

Tveir af sex leikjum í 2. umferð Bestu deildarinnar fara því fram í Árbænum. Í kvöld mætast þar Breiðablik og Fram. Þetta er heimaleikur Blika en verið er að leggja nýtt gervigras á Kópavogsvöll.

FH vann Stjörnuna, 1-0, á frjálsíþróttavellinum í fyrsta heimaleik sínum í sumar. Leikurinn gegn KR getur ekki farið þar fram því í gærkvöldi tilkynnti aðalstjórn FH KSÍ að hún hefði lokað báðum grasvöllum félagsins í Kaplakrika.

Leikur FH og KR hefst klukkan 14:00 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×