Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2023 07:00 Halldór Jón kallar eftir því að neyðarþjónusta verði við Gullfoss og Geysi til að auka öryggi þeirra sem heimsækja þessa vinsælu ferðamannastaði. Hann telur að slík þjónusta hefði getað skipt sköpum fyrir Hjört Howser, kunningja hans og kollega, sem var bráðkvaddur við Gullfoss fyrir tveimur vikum síðan. Vísir Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Hjörtur var bráðkvaddur við Gullfoss 24. apríl síðastliðinn en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Hjörtur var hljómborðsleikari og lék með mörgum ólíkum hljómsveitum í gegnum tíðina. Hann spilaði meðal annars með Grafík, Mezzoforte, Fræbblunum, Kátum piltum og Vinum Dóra. Þá lék hann undir hjá Ladda og var tónlistarstjóri hjá honum. Hjörtur nam kvikmyndatónsmíðar í Kaliforníu og raftónsmíðar í Stokkhólmi. Samdi hann tónlist við margar kvikmyndir og sjónvarpsþætti, svo sem Heilsubælið í Gervahverfi og Pappírs Pésa. Þá kenndi hann nemendum á hljómborð hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar og gaf út kennslubækur í samvinnu við sömu stofnun. Sagði „hey, miss“ og hneig svo niður Halldór Jón Jóhannesson, leiðsögumaður hjá Iceland Luxury Expedition, tónlistarmaður og vinur Hjartar til margra ára var staddur við Gullfoss mánudaginn 24. apríl í þjálfunarferð með þrjár konur þegar hann mætti Hirti. Þeir stoppuðu til að spjalla en stuttu síðar hneig Hjörtur niður. „Hann horfir á eina þeirra og segir „hey, miss“. Svo fellur hann á hnén fyrir framan hana,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Hann hafi strax hringt í Neyðarlínuna og hafið hjartahnoð. Eftir að hafa hnoðað í um sjö mínútur kom aðvífandi franskur læknir og tveir hjúkrunarfræðingar sem tóku við að veita fyrstu hjálp, svo Halldór gæti einbeitt sér að símtalinu við Neyðarlínuna. En þá slitnaði símasambandið. „Símasamband á neðra planinu við Gullfoss er hrikalega slæmt þannig að það slitnaði í miðju símtali. Ég þurfti að hringja aftur inn og þá fer tími í að opna málið aftur þannig að manni fannst þetta allt mjög hægt. Svo vissi ég að það kæmi sjúkrabíll frá Selfossi þannig að ég spurði hvort væri ekki ráð að senda þyrluna strax af stað,“ segir Halldór. Vill neyðarmiðstöð við Gullfoss og Geysi Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst henni útkall klukkan 15:32 en fyrsta símtal Halldórs í Neyðarlínuna var klukkan 15:24. Þyrlusveit gæslunnar var á flugvellinum og hún því komin í loftið tíu mínútum síðar og lent klukkan 16:11. Þá var sjúkrabíll frá Selfossi kominn og Hjörtur úrskurðaður látinn. Hjörtur lést við Gullfoss þar sem hann var að leiðsegja hópi ferðamanna. Fjölskylda Hjartar heldur sérstaklega upp á þessa mynd af honum, þar sem hann er í essinu sínu úti í náttúrunni.Catherine Grassello „Viðbragðið er allt of hægt. Það tekur rúman klukkutíma að keyra frá Gullfossi og inn á Selfoss í venjulegum akstri. Þetta er allt of langur tími,“ segir Halldór. „Það er til staðar neyðarþjónusta á Þingvöllum sem upphaflega var sett þar að ég held út af slysi í Silfru. Ég hugsa að samanlagður fjöldi á Gullfossi og Geysi hverju sinni sé þrefaldur miðað við fjölda á Þingvöllum. Þarna er klárlega þörf á að sett verði svona stöð svo menn séu fljótari til,“ bætir hann við. Hann telur líklegt að Gullfoss og Geysir séu fjölmennustu ferðamannastaðir landsins og því nauðsynlegt að þar sé neyðarmiðstöð með sjúkrabíl, sjúkrabílstjóra og góðum tækjum. „Ef það hefði verið eitthvað slíkt þarna hefði það sennilega getað skipt sköpum,“ segir Halldór. „Að horfa svona upp á vin sinn og kollega, maður er svo hjálparlaus. Þetta var gríðarlegt áfall“ Ábyrgð stjórnvalda að tryggja góða neyðarþjónustu Hann segir mikið kurr meðal leiðsögumanna vegna andláts Hjartar og atvikið skýrt merki um þá bresti sem eru í viðbragðsþjónustu á landsbyggðinni. Þá telji hann af samtölum sínum við aðra leiðsögumenn að á góðum sumardegi séu á milli fimmtán og tuttugu þúsund ferðamenn á svæðinu. „Mér finnst bara mikilvægt að allir aðilar í ferðaþjónustu og stjórnvöld taki sig saman um að bæta þessa þjónustu. Þetta er eitthvað sem er ofboðslega mikilvægt fyrir okkur sem land. Bæði er nýbúið að vera slys við Glym og við þurfum bara að fara að bæta öryggi, aðgæslu og viðbúnað,“ segir Halldór. Halldór Jón hefur starfað sem leiðsögumaður um nokkurra ára skeið og var staddur við Gullfoss þegar Hjörtur Howser lést. Halldór veitti Hirti fyrstu hjálp og hringdi á viðbragðsaðila en þurfti að bíða í tæpan klukkutíma eftir að sjúkrabíll kæmi á staðinn.Aðsend „Á suðurströndinni erum við með lögreglu á Vík og sjúkrabíl þar og svo björgunarsveitina á Kirkjubæjarklaustri. Svo ef eitthvað kemur upp á við Jökulsárlón til að mynda kemur sjúkrabíllinn frá Höfn. Það er talsvert langur akstur.“ Aðbúnaður og neyðarþjónusta á ferðamannastöðum hafi verið rædd endrum og eins, þegar eitthvað hefur komið upp á. Andlát Hjartar hafi vakið umræðuna að nýju. „Við höfum verið að ræða hvað við getum gert til að þrýsta á að það verði bætt úr þessu. Það eru fyrst og fremst stjórnvöld sem geta gert eitthvað. Ég veit ekki hvort Samtök ferðaþjónustunnar eigi að vera inni í þessu en þetta er fyrst og fremst á ábyrgð stjórnvalda, ferðamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins.“ Hjörtur „one of a kind“ Þá hafi andlát Hjartar verið honum og stelpunum sem voru með honum gríðarlegt áfall. Ekki síst stúlkunni sem Hjörtur hafði ávarpað áður en hann hneig niður. „Í tvo daga á eftir var hún í miklu losti og mjög brugðið. Ég hvatti hana eindregið til að fara í einhvers konar áfallahjálp. Lögreglan á Selfossi reyndar hringdi í okkur sama dag og bauð okkur áfallahjálp og kom okkur í samband við svoleiðis aðila. Það er mjög virðingarvert,“ segir Halldór. „Maður er enn sleginn yfir þessu. Það er hræðilega erfitt að horfa upp á kollega og félaga deyja. Hjörtur var one of a kind. Það er ekki skemmtilegt að horfa á svona ungan mann hverfa svona á braut.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Hjörtur Howser er látinn Tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser lést í gær, 61 árs að aldri. Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Aðstandendur Hjartar greina frá þessu í dag. 25. apríl 2023 14:05 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Hjörtur var bráðkvaddur við Gullfoss 24. apríl síðastliðinn en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Hjörtur var hljómborðsleikari og lék með mörgum ólíkum hljómsveitum í gegnum tíðina. Hann spilaði meðal annars með Grafík, Mezzoforte, Fræbblunum, Kátum piltum og Vinum Dóra. Þá lék hann undir hjá Ladda og var tónlistarstjóri hjá honum. Hjörtur nam kvikmyndatónsmíðar í Kaliforníu og raftónsmíðar í Stokkhólmi. Samdi hann tónlist við margar kvikmyndir og sjónvarpsþætti, svo sem Heilsubælið í Gervahverfi og Pappírs Pésa. Þá kenndi hann nemendum á hljómborð hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar og gaf út kennslubækur í samvinnu við sömu stofnun. Sagði „hey, miss“ og hneig svo niður Halldór Jón Jóhannesson, leiðsögumaður hjá Iceland Luxury Expedition, tónlistarmaður og vinur Hjartar til margra ára var staddur við Gullfoss mánudaginn 24. apríl í þjálfunarferð með þrjár konur þegar hann mætti Hirti. Þeir stoppuðu til að spjalla en stuttu síðar hneig Hjörtur niður. „Hann horfir á eina þeirra og segir „hey, miss“. Svo fellur hann á hnén fyrir framan hana,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Hann hafi strax hringt í Neyðarlínuna og hafið hjartahnoð. Eftir að hafa hnoðað í um sjö mínútur kom aðvífandi franskur læknir og tveir hjúkrunarfræðingar sem tóku við að veita fyrstu hjálp, svo Halldór gæti einbeitt sér að símtalinu við Neyðarlínuna. En þá slitnaði símasambandið. „Símasamband á neðra planinu við Gullfoss er hrikalega slæmt þannig að það slitnaði í miðju símtali. Ég þurfti að hringja aftur inn og þá fer tími í að opna málið aftur þannig að manni fannst þetta allt mjög hægt. Svo vissi ég að það kæmi sjúkrabíll frá Selfossi þannig að ég spurði hvort væri ekki ráð að senda þyrluna strax af stað,“ segir Halldór. Vill neyðarmiðstöð við Gullfoss og Geysi Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst henni útkall klukkan 15:32 en fyrsta símtal Halldórs í Neyðarlínuna var klukkan 15:24. Þyrlusveit gæslunnar var á flugvellinum og hún því komin í loftið tíu mínútum síðar og lent klukkan 16:11. Þá var sjúkrabíll frá Selfossi kominn og Hjörtur úrskurðaður látinn. Hjörtur lést við Gullfoss þar sem hann var að leiðsegja hópi ferðamanna. Fjölskylda Hjartar heldur sérstaklega upp á þessa mynd af honum, þar sem hann er í essinu sínu úti í náttúrunni.Catherine Grassello „Viðbragðið er allt of hægt. Það tekur rúman klukkutíma að keyra frá Gullfossi og inn á Selfoss í venjulegum akstri. Þetta er allt of langur tími,“ segir Halldór. „Það er til staðar neyðarþjónusta á Þingvöllum sem upphaflega var sett þar að ég held út af slysi í Silfru. Ég hugsa að samanlagður fjöldi á Gullfossi og Geysi hverju sinni sé þrefaldur miðað við fjölda á Þingvöllum. Þarna er klárlega þörf á að sett verði svona stöð svo menn séu fljótari til,“ bætir hann við. Hann telur líklegt að Gullfoss og Geysir séu fjölmennustu ferðamannastaðir landsins og því nauðsynlegt að þar sé neyðarmiðstöð með sjúkrabíl, sjúkrabílstjóra og góðum tækjum. „Ef það hefði verið eitthvað slíkt þarna hefði það sennilega getað skipt sköpum,“ segir Halldór. „Að horfa svona upp á vin sinn og kollega, maður er svo hjálparlaus. Þetta var gríðarlegt áfall“ Ábyrgð stjórnvalda að tryggja góða neyðarþjónustu Hann segir mikið kurr meðal leiðsögumanna vegna andláts Hjartar og atvikið skýrt merki um þá bresti sem eru í viðbragðsþjónustu á landsbyggðinni. Þá telji hann af samtölum sínum við aðra leiðsögumenn að á góðum sumardegi séu á milli fimmtán og tuttugu þúsund ferðamenn á svæðinu. „Mér finnst bara mikilvægt að allir aðilar í ferðaþjónustu og stjórnvöld taki sig saman um að bæta þessa þjónustu. Þetta er eitthvað sem er ofboðslega mikilvægt fyrir okkur sem land. Bæði er nýbúið að vera slys við Glym og við þurfum bara að fara að bæta öryggi, aðgæslu og viðbúnað,“ segir Halldór. Halldór Jón hefur starfað sem leiðsögumaður um nokkurra ára skeið og var staddur við Gullfoss þegar Hjörtur Howser lést. Halldór veitti Hirti fyrstu hjálp og hringdi á viðbragðsaðila en þurfti að bíða í tæpan klukkutíma eftir að sjúkrabíll kæmi á staðinn.Aðsend „Á suðurströndinni erum við með lögreglu á Vík og sjúkrabíl þar og svo björgunarsveitina á Kirkjubæjarklaustri. Svo ef eitthvað kemur upp á við Jökulsárlón til að mynda kemur sjúkrabíllinn frá Höfn. Það er talsvert langur akstur.“ Aðbúnaður og neyðarþjónusta á ferðamannastöðum hafi verið rædd endrum og eins, þegar eitthvað hefur komið upp á. Andlát Hjartar hafi vakið umræðuna að nýju. „Við höfum verið að ræða hvað við getum gert til að þrýsta á að það verði bætt úr þessu. Það eru fyrst og fremst stjórnvöld sem geta gert eitthvað. Ég veit ekki hvort Samtök ferðaþjónustunnar eigi að vera inni í þessu en þetta er fyrst og fremst á ábyrgð stjórnvalda, ferðamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins.“ Hjörtur „one of a kind“ Þá hafi andlát Hjartar verið honum og stelpunum sem voru með honum gríðarlegt áfall. Ekki síst stúlkunni sem Hjörtur hafði ávarpað áður en hann hneig niður. „Í tvo daga á eftir var hún í miklu losti og mjög brugðið. Ég hvatti hana eindregið til að fara í einhvers konar áfallahjálp. Lögreglan á Selfossi reyndar hringdi í okkur sama dag og bauð okkur áfallahjálp og kom okkur í samband við svoleiðis aðila. Það er mjög virðingarvert,“ segir Halldór. „Maður er enn sleginn yfir þessu. Það er hræðilega erfitt að horfa upp á kollega og félaga deyja. Hjörtur var one of a kind. Það er ekki skemmtilegt að horfa á svona ungan mann hverfa svona á braut.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Hjörtur Howser er látinn Tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser lést í gær, 61 árs að aldri. Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Aðstandendur Hjartar greina frá þessu í dag. 25. apríl 2023 14:05 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Hjörtur Howser er látinn Tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser lést í gær, 61 árs að aldri. Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss en hann starfaði sem leiðsögumaður síðustu ár. Aðstandendur Hjartar greina frá þessu í dag. 25. apríl 2023 14:05