Valur vann Keflavík með fjögurra stiga mun í fjórða leik liðanna, lokatölur 72-68. Var þetta þriðji sigur Vals í seríunni og því ljóst að liðið var orðið Íslandsmeistari.
Valskonur eru ekki óvanar því að lyfta titlum en eðlilega voru fagnaðarlætin gríðarleg í leikslok. Sérstaklega í ljósi þess að Keflavík er deildarmeistari og framan af tímabili var frekað búist við Haukum og Keflavík í úrslitum heldur en Val.
Það gekk hins vegar ekki eftir og Valur er Íslandsmeistari 2023. Sjá má fagnaðarlæti Valskvenna hér að neðan.