Notuðu ryksugu og gömul verkfæri frá foreldrunum þegar þeir byrjuðu Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. apríl 2023 09:01 Fremst: Sveinn Finnbogason, annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins Stoð sem stofnað var árið 1982. Ólafía Ása Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri og Þórir Jónsson stoðtækjafræðingur. Fyrirtækið var upphaflega stofnað í kringum framleiðslu á stoðtækjum en byrjaði fljótlega að selja ýmis hjálpartæki eins og hjólastóla, göngugrindur, baðhjálpartæki og fleira. Vísir/Vilhelm „Við Örn stofnuðum Stoð með 500 þúsund krónum í hlutafé og síðan lögðu fjölskyldurnar bara í púkk. Þetta var bara eins og það var þá. Við vorum til dæmis með gamla ryksugu frá tengdaforeldrum Arnars sem við notuðum sem sogkerfi og síðan vorum við með gömul verkfæri frá pabba,“ segir Sveinn Finnbogason þegar hann rifjar upp upphaf fyrirtækisins Stoð sem hann og Örn Ólafsson stofnuðu haustið 1982. „Fyrsta árið var svolítið basl að koma viðskiptunum af stað. Það tók líka tíma að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands, en eftir svona tólf mánuði þá fór þetta svolítið að rúlla.“ Síðan eru liðin rúmlega fjörtíu ár og eins og gengur og gerist í atvinnurekstri hefur Stoð farið í gegnum tímanna tvenna. Tækniþróun orðið, vinnuaðstæður aðrar en nú eru, nýjar vörur, lengri og betri lífaldur fólks, svo ekki sé talað um stærri og smærri krepputíma. Við skulum heyra aðeins meira um sögu Stoð. Hjálpartæki og sérhæfð þekking Sveinn og Örn eru báðir stoðtækjafræðingar og nokkuð langt síðan Örn hætti hjá fyrirtækinu. Sveinn er hins vegar nýsestur í helgan stein. „Við þurftum reyndar að kalla í Svenna aftur til vinnu eftir að hann hætti. Því sú sem tók við af honum er í fæðingarorlofi,“ segir Ólafía Ása Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Stoð og brosir. Ólafía er alltaf kölluð Ása, en hún tók við framkvæmdastjórn fyrirtækisins árið 2020. Þá voru um tvö ár frá því að Veritas samsteypan keypti fyrirtækið. „Það voru í raun allir eigendur og framkvæmdastjóri að komast á aldur og nálægt því að fara að hætta. Þess vegna var fyrirtækið selt og þar sem Stoð veitir viðskiptavinum þjónustu milliliðalaust, var fyrirtækið talið vænleg fjárfesting í samsteypu Veritas,“ segir Ása. Í upphafi voru Sveinn og Örn aðaleigendur en tæpum tíu árum síðar bættust við tveir stoðtækjafræðingar í eigendahópinn og enn síðar fleiri eigendur. Fyrirtækið var lengst af staðsett í Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði, en er nú nýflutt í Dragháls 14-16 í Reykjavík. „Þegar ég var búinn að keyra í Hafnarfjörðinn í rúm fjörtíu ár, flutti fyrirtækið til Reykjavíkur og er nú staðsett þannig að ef ég væri að vinna hérna enn þá, tæki það mig um tíu mínútur að labba í vinnuna,“ segir Sveinn og brosir í kampinn. Það vita kannski fáir um hvað starfsemi Stoð snýst, nema þá þeir einstaklingar sem hafa þurft á þjónustunni að halda. Fyrirtækið var upphaflega stofnað í kringum framleiðslu á stoðtækjum en byrjaði fljótlega að selja ýmis hjálpartæki eins og hjólastóla, göngugrindur, baðhjálpartæki og fleira. „Í dag eru miklu fleiri vörur því fólk er að eldast og sífellt meiri áhersla á að fólk geti búið heima sem lengst. Og þar geta hjálpartækin frá okkur skipt sköpum,“ segir Ása og bætir við: Ég nefni sem dæmi mann sem fékk göngugrind hjá okkur og sagði mér síðar að þessi grind hefði aukið lífsgæðin hans svo um munaði. Ekki aðeins var hann farinn að hreyfa sig mun meira og missti meira að segja einhver kíló, heldur upplifði hann miklu meira öryggi og var farinn að geta gert miklu meira með sínu fólki, til dæmis barnabörnunum. Hjálpartæki geta því líka verið mjög valdeflandi og engin spurning að fólk eigi að nýta sér það sem hægt er að fá til að gera lífið léttara.“ Þórir Jónsson, stoðtækjafræðingur hjá Stoð, segir mörg hjálpartæki líka sérsniðin fyrir fólk með fötlun. „Í upphafi var verið að þjónusta mest fólk sem missti til dæmis útlimi af slysförum, fékk spelkur vegna lömunar eða hjálpartæki í kjölfar heilablóðsfalls. Í dag hafa lífslíkur allra hópa aukist svo mikið því börn sem fæðast í dag fjölfötluð eru að ná að verða töluvert eldri en þau kannski náðu áður. Þetta er því fjölmennari og breiðari hópur og svo margt komið til að gera líf þessara einstaklinga bærilegri. Til dæmis með sérsmíðuðum hjólastólum, eða dýnum í rúm sem eru sérhannaðar þannig að fólk fær ekki legusár og svo framvegis.“ Sveinn og Þórir segja að eflaust taki vöruúrvalið líka mið af því hver greiðsluþáttaka Sjúkratrygginga Íslands er hverju sinni. „Einu sinni þurfti maður að semja við Sjúkratryggingar, sem þá var reyndar Tryggingastofnun, um hvert og eitt stykki sem við smíðuðum. Því útboðin sem eru í dag voru ekki þekkt þegar Stoð var stofnað,“ segir Sveinn. Stoð var lengst af starfsrækt í Trönuhrauni í Hafnarfirði og hjá fyrirtækinu hafa margir starfað mjög lengi, jafnvel í yfir þrjátíu ár. Árið 2017 voru þáverandi eigendur og framkvæmdastjóri allir við það að komast á aldur. Fyrirtækið var í kjölfarið selt til Veritas samsteypunnar og flutti nýverið í nýtt húsnæði í Draghálsi 14-16. Alls kyns ævintýri og kreppur Sveinn segir umhverfi atvinnureksturs hafa breyst mikið á höfuðborgarsvæðinu frá því að Stoð var stofnað. Því þá hafi það þótt best að vera helst staðsett í miðbænum, sem næst Laugaveginum. Til dæmis starfaði Össur lengi vel á Hverfisgötunni en þar höfðu Sveinn og Örn báðir starfað áður. „Þegar við stofnuðum Stoð var Össur meira og minna búinn að vera erlendis í þrjú ár og var mikið að velta fyrir sér að flytja jafnvel erlendis,“ segir Sveinn og rifjar áfram upp aðra tíma þar sem þekkt athafnafólk kemur við sögu. „Fyrsta húsnæðið okkar var í Trönuhrauni 6 en það leigðum við af hjónunum í Stálskip, því sómafólki. Umsvifin þeirra voru allt önnur í þá daga en nú og ég man einmitt eftir því að þegar við vorum nýbyrjaðir sáum við oft karl fyrir utan í vinnugalla að dytta að hinu og þessi. Það var þá auðvitað eigandinn í Stálskipum.“ Eins og gengur og gerist í rekstri var oft verið að þreifa fyrir sér með nýjungar og viðbætur til að efla reksturinn. Sem dæmi má nefna keypti Stoð Hárprýði árið 1991 og fór að selja hárkollur og gervibrjóst. „Það þótti passa vel við reksturinn hjá okkur en í raun varð þessi eining svo sem hvorki fugl né fiskur,“ segir Sveinn en bætir við að gervibrjóstin séu enn liður í starfseminni. Valmöguleikar á gervibrjóstum eða uppbyggingu brjósta er orðnir mun fleiri í dag en þeir voru á þessum tíma og öll umræða miklu opnari. Í dag getur maður séð auglýsingar í fjölmiðlum þar sem sést að kona hefur farið í brjóstnám. Um þetta hefði aldrei verið rætt á sínum tíma, hvað þá að maður sæi það.“ Árið 2004 kaupir Stoð rekstur Stoðtækni og stækkar þar með hlut sinn í bæklunarskógerð. Sama ár kaupir fyrirtækið autoklafa fyrir koltrefjaframleiðslu en við það jókst framleiðslugetan verulega þegar kom að sérsmíði. Þessi skógerðahluti var seldur til Össurar árið 2005 en árið 2007 kaupir Stoð danska stoðtækjafyrirtækið Vestegnes Bandageri í Kaupmannahöfn. „Já það fékk einhver snillingurinn þá hugmynd að það væri sniðugt að kaupa fyrirtæki í Danmörku,“ segir Sveinn hinn rólegasti en í kjölfarið tóku við afar erfiðir tímar. Enda kaupin gerð stuttu fyrir bankahrun. Frá hruni og allt fram til ársins 2013 var reksturinn oft í heljagreipum. „Það var unnið hér myrkranna á milli. En reksturinn var þó ekki í verra standi en það að við gátum ekki fengið neitt afskrifað eins og margir hjá bönkunum,“ segir Þórir og eflaust kveikja margir í atvinnurekstri á því hvaða tilvísun felst í þessum orðum. Í dag starfa 33 starfsmenn hjá Stoð sem eins og öll rótgróin fyrirtæki hefur farið í gegnum tímana tvenna. Margir starfsmenn eru heilbrigðismenntaðir en þar er líka handverksfólks enda oft verið að sérsníða hjálpartæki og vörur sem gerir lífið bærilegra fyrir fólk sem þarf á vörum Stoð að halda.Vísir/Vilhelm Skemmtilegt starf Alls starfa hjá fyrirtækinu í dag 33 starfsmenn og segja Sveinn og Þórir oft hafa verið gert grín að því í gegnum tíðina að tengslanetið hefur verið nýtt til að fá fólk til starfa í lengri eða skemmri tíma. „Meira að segja mamma vann hérna um tíma,“ segir Þórir og hlær. „Já það hafa margir tengdir aðilar unnið hér og jafnvel tengst hérna. Ég man til dæmis eftir ungri sænskri konu sem ég réði hingað til starfa og var byrjuð með manni sem var starfsmaður hér áður en ég vissi af,“ segir Sveinn en bætir þó við að eflaust teljist hann einn fárra starfsmanna í gegnum tíðina sem ekki hefur náð neinum ættingjum til starfa. Ása segir skemmtilegan viðsnúning í brúnni því lengst af hafi stjórn og framkvæmdateymi verið hópur karlmanna. Í dag er framkvæmdateymið skipað konum. „Það er auðvitað búin að vera hressileg innáskipti síðustu árin. Og persónulega finnst mér líka bara allt í lagi þegar pendúllinn snýst við um tíma, frá körlum til kvenna. Því nú erum við konurnar að koma inn með okkar gildi og okkar sýn, sem breytir og mildar eflaust eitthvað þótt auðvitað sé markmiðið á endanum að hér séu öll teymi jafnvíg konum og körlum.“ Sveinn og Þórir segja að þótt margt hafi breyst við vinnu stoðtækja, sé enn oft gripið í gamlar aðferðir og tækni. Jafnvel málmspelkanna því sumir vilji aðeins það sem þeir eru hvað vanastir. „En ég nefni líka til dæmis skönnun á fjögurra vikna barni sem við erum að fara að smíða eitthvað fyrir. Svona ungt barn liggur ekki kyrrt þótt skönnun taki ekki langan tíma. Þá grípur maður í eldri aðferðirnar,“ segir Þórir. Stóra breytingin í dag felst þó líka í því hvað allt er orðið tæknilegt. Í dag er meira að segja hægt að framleiða hjálpartæki með þrívíddarprentara. Þessi dægrin snýst þó allt um að koma sér fyrir í nýja húsnæðinu í Draghálsi því eftir að fyrirtækið flutti úr Trönuhrauni 6, fór það í Trönuhraun 8 og var þar í áratugi allt þar til nú. Margir starfsmenn hafa starfað mjög lengi hjá Stoð og jafnvel vel yfir þrjátíu ár. Menntunarstigið er hátt enda starfa hjá fyrirtækinu margir heilbrigðismenntaðir. „En við erum líka með handverksfólk hérna því það eru svo margar vörur framleiddar og aðlagaðar fyrir hvern og einn. Þessar vörur geta verið allt frá því að vera sérgerðir bæklunarskór yfir í sérsmíðuð sæti í hjólastóla,“ segir Ása. Þá segir Þórir vöntun á stoðtækjafræðingum því þeir séu fáir í dag. Að hann telur kannski átta sem en eru starfandi í faginu. „Það er því kannski ágætt að taka það fram að þetta er rosalega skemmtilegt starf. Það væri ekki verra ef það myndi kannski kveikja á einhverjum aðila að skella sér í stoðtækjafræði,“ segir Þórir og kímir. Helgarviðtal Atvinnulífsins Heilsa Sjúkratryggingar Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Fyrsta árið var svolítið basl að koma viðskiptunum af stað. Það tók líka tíma að fá samning við Sjúkratryggingar Íslands, en eftir svona tólf mánuði þá fór þetta svolítið að rúlla.“ Síðan eru liðin rúmlega fjörtíu ár og eins og gengur og gerist í atvinnurekstri hefur Stoð farið í gegnum tímanna tvenna. Tækniþróun orðið, vinnuaðstæður aðrar en nú eru, nýjar vörur, lengri og betri lífaldur fólks, svo ekki sé talað um stærri og smærri krepputíma. Við skulum heyra aðeins meira um sögu Stoð. Hjálpartæki og sérhæfð þekking Sveinn og Örn eru báðir stoðtækjafræðingar og nokkuð langt síðan Örn hætti hjá fyrirtækinu. Sveinn er hins vegar nýsestur í helgan stein. „Við þurftum reyndar að kalla í Svenna aftur til vinnu eftir að hann hætti. Því sú sem tók við af honum er í fæðingarorlofi,“ segir Ólafía Ása Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Stoð og brosir. Ólafía er alltaf kölluð Ása, en hún tók við framkvæmdastjórn fyrirtækisins árið 2020. Þá voru um tvö ár frá því að Veritas samsteypan keypti fyrirtækið. „Það voru í raun allir eigendur og framkvæmdastjóri að komast á aldur og nálægt því að fara að hætta. Þess vegna var fyrirtækið selt og þar sem Stoð veitir viðskiptavinum þjónustu milliliðalaust, var fyrirtækið talið vænleg fjárfesting í samsteypu Veritas,“ segir Ása. Í upphafi voru Sveinn og Örn aðaleigendur en tæpum tíu árum síðar bættust við tveir stoðtækjafræðingar í eigendahópinn og enn síðar fleiri eigendur. Fyrirtækið var lengst af staðsett í Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði, en er nú nýflutt í Dragháls 14-16 í Reykjavík. „Þegar ég var búinn að keyra í Hafnarfjörðinn í rúm fjörtíu ár, flutti fyrirtækið til Reykjavíkur og er nú staðsett þannig að ef ég væri að vinna hérna enn þá, tæki það mig um tíu mínútur að labba í vinnuna,“ segir Sveinn og brosir í kampinn. Það vita kannski fáir um hvað starfsemi Stoð snýst, nema þá þeir einstaklingar sem hafa þurft á þjónustunni að halda. Fyrirtækið var upphaflega stofnað í kringum framleiðslu á stoðtækjum en byrjaði fljótlega að selja ýmis hjálpartæki eins og hjólastóla, göngugrindur, baðhjálpartæki og fleira. „Í dag eru miklu fleiri vörur því fólk er að eldast og sífellt meiri áhersla á að fólk geti búið heima sem lengst. Og þar geta hjálpartækin frá okkur skipt sköpum,“ segir Ása og bætir við: Ég nefni sem dæmi mann sem fékk göngugrind hjá okkur og sagði mér síðar að þessi grind hefði aukið lífsgæðin hans svo um munaði. Ekki aðeins var hann farinn að hreyfa sig mun meira og missti meira að segja einhver kíló, heldur upplifði hann miklu meira öryggi og var farinn að geta gert miklu meira með sínu fólki, til dæmis barnabörnunum. Hjálpartæki geta því líka verið mjög valdeflandi og engin spurning að fólk eigi að nýta sér það sem hægt er að fá til að gera lífið léttara.“ Þórir Jónsson, stoðtækjafræðingur hjá Stoð, segir mörg hjálpartæki líka sérsniðin fyrir fólk með fötlun. „Í upphafi var verið að þjónusta mest fólk sem missti til dæmis útlimi af slysförum, fékk spelkur vegna lömunar eða hjálpartæki í kjölfar heilablóðsfalls. Í dag hafa lífslíkur allra hópa aukist svo mikið því börn sem fæðast í dag fjölfötluð eru að ná að verða töluvert eldri en þau kannski náðu áður. Þetta er því fjölmennari og breiðari hópur og svo margt komið til að gera líf þessara einstaklinga bærilegri. Til dæmis með sérsmíðuðum hjólastólum, eða dýnum í rúm sem eru sérhannaðar þannig að fólk fær ekki legusár og svo framvegis.“ Sveinn og Þórir segja að eflaust taki vöruúrvalið líka mið af því hver greiðsluþáttaka Sjúkratrygginga Íslands er hverju sinni. „Einu sinni þurfti maður að semja við Sjúkratryggingar, sem þá var reyndar Tryggingastofnun, um hvert og eitt stykki sem við smíðuðum. Því útboðin sem eru í dag voru ekki þekkt þegar Stoð var stofnað,“ segir Sveinn. Stoð var lengst af starfsrækt í Trönuhrauni í Hafnarfirði og hjá fyrirtækinu hafa margir starfað mjög lengi, jafnvel í yfir þrjátíu ár. Árið 2017 voru þáverandi eigendur og framkvæmdastjóri allir við það að komast á aldur. Fyrirtækið var í kjölfarið selt til Veritas samsteypunnar og flutti nýverið í nýtt húsnæði í Draghálsi 14-16. Alls kyns ævintýri og kreppur Sveinn segir umhverfi atvinnureksturs hafa breyst mikið á höfuðborgarsvæðinu frá því að Stoð var stofnað. Því þá hafi það þótt best að vera helst staðsett í miðbænum, sem næst Laugaveginum. Til dæmis starfaði Össur lengi vel á Hverfisgötunni en þar höfðu Sveinn og Örn báðir starfað áður. „Þegar við stofnuðum Stoð var Össur meira og minna búinn að vera erlendis í þrjú ár og var mikið að velta fyrir sér að flytja jafnvel erlendis,“ segir Sveinn og rifjar áfram upp aðra tíma þar sem þekkt athafnafólk kemur við sögu. „Fyrsta húsnæðið okkar var í Trönuhrauni 6 en það leigðum við af hjónunum í Stálskip, því sómafólki. Umsvifin þeirra voru allt önnur í þá daga en nú og ég man einmitt eftir því að þegar við vorum nýbyrjaðir sáum við oft karl fyrir utan í vinnugalla að dytta að hinu og þessi. Það var þá auðvitað eigandinn í Stálskipum.“ Eins og gengur og gerist í rekstri var oft verið að þreifa fyrir sér með nýjungar og viðbætur til að efla reksturinn. Sem dæmi má nefna keypti Stoð Hárprýði árið 1991 og fór að selja hárkollur og gervibrjóst. „Það þótti passa vel við reksturinn hjá okkur en í raun varð þessi eining svo sem hvorki fugl né fiskur,“ segir Sveinn en bætir við að gervibrjóstin séu enn liður í starfseminni. Valmöguleikar á gervibrjóstum eða uppbyggingu brjósta er orðnir mun fleiri í dag en þeir voru á þessum tíma og öll umræða miklu opnari. Í dag getur maður séð auglýsingar í fjölmiðlum þar sem sést að kona hefur farið í brjóstnám. Um þetta hefði aldrei verið rætt á sínum tíma, hvað þá að maður sæi það.“ Árið 2004 kaupir Stoð rekstur Stoðtækni og stækkar þar með hlut sinn í bæklunarskógerð. Sama ár kaupir fyrirtækið autoklafa fyrir koltrefjaframleiðslu en við það jókst framleiðslugetan verulega þegar kom að sérsmíði. Þessi skógerðahluti var seldur til Össurar árið 2005 en árið 2007 kaupir Stoð danska stoðtækjafyrirtækið Vestegnes Bandageri í Kaupmannahöfn. „Já það fékk einhver snillingurinn þá hugmynd að það væri sniðugt að kaupa fyrirtæki í Danmörku,“ segir Sveinn hinn rólegasti en í kjölfarið tóku við afar erfiðir tímar. Enda kaupin gerð stuttu fyrir bankahrun. Frá hruni og allt fram til ársins 2013 var reksturinn oft í heljagreipum. „Það var unnið hér myrkranna á milli. En reksturinn var þó ekki í verra standi en það að við gátum ekki fengið neitt afskrifað eins og margir hjá bönkunum,“ segir Þórir og eflaust kveikja margir í atvinnurekstri á því hvaða tilvísun felst í þessum orðum. Í dag starfa 33 starfsmenn hjá Stoð sem eins og öll rótgróin fyrirtæki hefur farið í gegnum tímana tvenna. Margir starfsmenn eru heilbrigðismenntaðir en þar er líka handverksfólks enda oft verið að sérsníða hjálpartæki og vörur sem gerir lífið bærilegra fyrir fólk sem þarf á vörum Stoð að halda.Vísir/Vilhelm Skemmtilegt starf Alls starfa hjá fyrirtækinu í dag 33 starfsmenn og segja Sveinn og Þórir oft hafa verið gert grín að því í gegnum tíðina að tengslanetið hefur verið nýtt til að fá fólk til starfa í lengri eða skemmri tíma. „Meira að segja mamma vann hérna um tíma,“ segir Þórir og hlær. „Já það hafa margir tengdir aðilar unnið hér og jafnvel tengst hérna. Ég man til dæmis eftir ungri sænskri konu sem ég réði hingað til starfa og var byrjuð með manni sem var starfsmaður hér áður en ég vissi af,“ segir Sveinn en bætir þó við að eflaust teljist hann einn fárra starfsmanna í gegnum tíðina sem ekki hefur náð neinum ættingjum til starfa. Ása segir skemmtilegan viðsnúning í brúnni því lengst af hafi stjórn og framkvæmdateymi verið hópur karlmanna. Í dag er framkvæmdateymið skipað konum. „Það er auðvitað búin að vera hressileg innáskipti síðustu árin. Og persónulega finnst mér líka bara allt í lagi þegar pendúllinn snýst við um tíma, frá körlum til kvenna. Því nú erum við konurnar að koma inn með okkar gildi og okkar sýn, sem breytir og mildar eflaust eitthvað þótt auðvitað sé markmiðið á endanum að hér séu öll teymi jafnvíg konum og körlum.“ Sveinn og Þórir segja að þótt margt hafi breyst við vinnu stoðtækja, sé enn oft gripið í gamlar aðferðir og tækni. Jafnvel málmspelkanna því sumir vilji aðeins það sem þeir eru hvað vanastir. „En ég nefni líka til dæmis skönnun á fjögurra vikna barni sem við erum að fara að smíða eitthvað fyrir. Svona ungt barn liggur ekki kyrrt þótt skönnun taki ekki langan tíma. Þá grípur maður í eldri aðferðirnar,“ segir Þórir. Stóra breytingin í dag felst þó líka í því hvað allt er orðið tæknilegt. Í dag er meira að segja hægt að framleiða hjálpartæki með þrívíddarprentara. Þessi dægrin snýst þó allt um að koma sér fyrir í nýja húsnæðinu í Draghálsi því eftir að fyrirtækið flutti úr Trönuhrauni 6, fór það í Trönuhraun 8 og var þar í áratugi allt þar til nú. Margir starfsmenn hafa starfað mjög lengi hjá Stoð og jafnvel vel yfir þrjátíu ár. Menntunarstigið er hátt enda starfa hjá fyrirtækinu margir heilbrigðismenntaðir. „En við erum líka með handverksfólk hérna því það eru svo margar vörur framleiddar og aðlagaðar fyrir hvern og einn. Þessar vörur geta verið allt frá því að vera sérgerðir bæklunarskór yfir í sérsmíðuð sæti í hjólastóla,“ segir Ása. Þá segir Þórir vöntun á stoðtækjafræðingum því þeir séu fáir í dag. Að hann telur kannski átta sem en eru starfandi í faginu. „Það er því kannski ágætt að taka það fram að þetta er rosalega skemmtilegt starf. Það væri ekki verra ef það myndi kannski kveikja á einhverjum aðila að skella sér í stoðtækjafræði,“ segir Þórir og kímir.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Heilsa Sjúkratryggingar Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00
„Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00
„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01