Kvikmyndarýni: Hrollvekjuveisla Heiðar Sumarliðason skrifar 2. maí 2023 08:57 Infinity Pool og Evil Dead Rise eru nú í kvikmyndahúsum. Tvær töluvert ólíkar hrollvekjur eru nú sýndar í kvikmyndahúsum. Önnur er framleidd innan Hollywood-kerfisins, á meðan hin er framleidd innan evrópska styrkjakerfsins. Þetta eru Evil Dead Rise og Infinity Pool. Evil Dead Rise er hluti af Evil Dead-heiminum, sem sprettur úr samnefndri hryllingsmynd Sam Raimi frá árinu 1981. Evil Dead Rise er fimmta kvikmyndaútgáfan, en einnig gerast sjónvarpsþættirnir Ash vs. Evil Dead í þessum heimi. Ég verð að játa að ég hef ekki séð nema fyrstu tuttugu mínúturnar af upprunalegu Evil Dead, mér fannst það nóg. Hún er augljóslega gerð af vanefnum og skoðuð með augum dagsins í dag er hún ekki á standard og barn síns tíma. Sögulegt gildi hennar er hins vegar ótvírætt. Evil Dead Rise er hins vegar á háum standard og vanefni ekki til í orðaforða þeirra sem að henni standa. Hún er spennandi bíóupplifun sem rígheldur allan tímann. Hér er fjallað um tvær systur, sem ekki eru í miklu sambandi. Skömmu eftir að sú yngri birtist skyndilega á tröppum þeirrar eldri verður sterkur jarðskjálfti. Eldri systirin sendir börn sín út að sækja pizzu svo að þær geti rætt málin. Þegar þau koma niður í bílageymslu hússins sjá þau að gat hefur myndast í gólfinu vegna skjálftans. Þar finna þau mikilvægasta hlutinn í Evil Dead-fræðunum, Bók hinna dauðu. Í kjölfarið verður fjandinn laus, bókstaflega. Skortir dýpt Það sem kemur í veg fyrir að Evil Dead Rise verði klassísk hrollvekja er að hana skortir dýpt. Öll framvinda og spennusköpun er mjög faglega af hendi leyst, en undirliggjandi metafóru eða ádeildu fann ég hins vegar ekki fyrir. Infinity Pool er hins vegar á öndverðum meiði, þar er hugað að ádeilu á kostnað framvindu. Það er ástæða fyrir því að hún sýnd í Bíó Paradís en ekki Sambíóunum, líkt og Evil Dead Rise, hún hallar sér meira í átt til listrænni hrollvekja. Höfundur og leikstjóri hennar er Brandon Cronenberg. Sem er sonur hvers? Jú, leikstjórans David Cronenbergs. Það fyrsta sem manni kemur í hug er að sjálfsögðu „nepo baby“ hugtakið, enda snýr eitt af sub-plottum myndarinnar einmitt að því. Nepo tengdasonur Sjálfsefi er ótrúlega sterkt mótíf í allri sögunni. Hún fjallar um James (Alexander Skargård), rithöfund í krísu. Hann hefur ekki skrifað bók í fjölda ára og fer ásamt eiginkonu sinni (Cleopatra Coleman) í sólarlandafrí til að finna neista og innblástur. Sjálfsefi James snýr að því að eiginkona hans er dóttir forríks bókaútgefanda sem gaf bókina út sem síðan kolféll í sölu og fékk lélega dóma. Því er sjálfsmynd James ekki lituð af því að vera nepo baby, heldur nepo tengdasonur. Hann rekst hins vegar á unga konu (Mia Goth) sem er mikill aðdáandi bókar hans og lifnar hann allur við þegar hún býður honum að hitta eiginmann sinn og vini þeirra. Að sjálfsögðu eru þau ekki öll þar sem þau eru séð (er það ekki alltaf þannig?). Það er augljóst að Infinty Pool er mjög persónuleg mynd, þar sem kvöl höfundar skín í gegnum alla framvindu. Hún er augljós metafóra fyrir samband listamannsins við listaheiminn. Aðalpersónan James er hér staðgengill höfundar. Fyrsta kvikmynd Cronenbergs fékk ekki góða dóma og sennilega var nepótismastimpillinn á lofti og Cronenberg útataður eftir hann. Það liðu svo heil átta ár þar til næsta mynd hans leit dagsins ljós. Mig minnir að James tali einnig um að átta ár séu síðan fyrsta bók hans kom út þegar hér er komið við sögu. Bévítans ríkisbubbarnir Infinity Pool er að ýmsu leyti mjög svipuð tveimur nýlegum kvikmyndum, The Menu og Triangle of Sadness, þar sem hún deilir á hina ríku. Ég hef það samt á tilfinningunni að það sé ekki meginkvölin sem drífur Cronenberg áfram sem höfund að þessu sinni, heldur sú höfnun sem hann upplifði í kjölfar fyrstu kvikmyndar sinnar. Raunveruleg stjarna Infinity Pool er ekki aðalleikarinn Skarsgård (sem er líka nepo-baby, eða nepotisme barn, eins og það er kallað í heimalandi hans), heldur Mia Goth, sem leikur aðdáanda bókarinnar sem James skrifaði. Einhverra hluta vegna hef ég náð að missa alveg af risi hennar upp á stjörnuhimininn og er þetta fyrsta mynd hennar sem ég sé. Ég þarf að drífa í að sjá hrollvekjurnar X og Pearl, sem komu báðar út í fyrra og skarta henni í aðalhlutverki. Goth nær að vera heillandi, undarleg og hrollvekjandi, allt á einu bretti. Á meðan Skargård er eilítið silalegur í túlkun sinni á rithöfundinum hugmyndalausa. Heilt yfir má segja það sama um Infinity Pool og Evil Dead Rise, hún hefur margt fram að færa, en verður seint talin klassík. Ég mæli þó heils hugar með báðum fyrir áhugafólk um kvikmyndategundina. Svo má við það bæta að af nægu er að taka fyrir hrollvekjuaðdáendur þessa dagana í kvikmyndahúsum þar sem einnig er verið að sýna The Pope's Exorcist og Renfield. Svo verður eilítið hlé á hrollvekjuflæðinu þar til The Boogeyman kemur í kvikmyndahús 31. maí. Niðurstaða: Infinity Pool og Evil Dead Rise eru báðar bíóheimsóknarinnar virði. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Evil Dead Rise er hluti af Evil Dead-heiminum, sem sprettur úr samnefndri hryllingsmynd Sam Raimi frá árinu 1981. Evil Dead Rise er fimmta kvikmyndaútgáfan, en einnig gerast sjónvarpsþættirnir Ash vs. Evil Dead í þessum heimi. Ég verð að játa að ég hef ekki séð nema fyrstu tuttugu mínúturnar af upprunalegu Evil Dead, mér fannst það nóg. Hún er augljóslega gerð af vanefnum og skoðuð með augum dagsins í dag er hún ekki á standard og barn síns tíma. Sögulegt gildi hennar er hins vegar ótvírætt. Evil Dead Rise er hins vegar á háum standard og vanefni ekki til í orðaforða þeirra sem að henni standa. Hún er spennandi bíóupplifun sem rígheldur allan tímann. Hér er fjallað um tvær systur, sem ekki eru í miklu sambandi. Skömmu eftir að sú yngri birtist skyndilega á tröppum þeirrar eldri verður sterkur jarðskjálfti. Eldri systirin sendir börn sín út að sækja pizzu svo að þær geti rætt málin. Þegar þau koma niður í bílageymslu hússins sjá þau að gat hefur myndast í gólfinu vegna skjálftans. Þar finna þau mikilvægasta hlutinn í Evil Dead-fræðunum, Bók hinna dauðu. Í kjölfarið verður fjandinn laus, bókstaflega. Skortir dýpt Það sem kemur í veg fyrir að Evil Dead Rise verði klassísk hrollvekja er að hana skortir dýpt. Öll framvinda og spennusköpun er mjög faglega af hendi leyst, en undirliggjandi metafóru eða ádeildu fann ég hins vegar ekki fyrir. Infinity Pool er hins vegar á öndverðum meiði, þar er hugað að ádeilu á kostnað framvindu. Það er ástæða fyrir því að hún sýnd í Bíó Paradís en ekki Sambíóunum, líkt og Evil Dead Rise, hún hallar sér meira í átt til listrænni hrollvekja. Höfundur og leikstjóri hennar er Brandon Cronenberg. Sem er sonur hvers? Jú, leikstjórans David Cronenbergs. Það fyrsta sem manni kemur í hug er að sjálfsögðu „nepo baby“ hugtakið, enda snýr eitt af sub-plottum myndarinnar einmitt að því. Nepo tengdasonur Sjálfsefi er ótrúlega sterkt mótíf í allri sögunni. Hún fjallar um James (Alexander Skargård), rithöfund í krísu. Hann hefur ekki skrifað bók í fjölda ára og fer ásamt eiginkonu sinni (Cleopatra Coleman) í sólarlandafrí til að finna neista og innblástur. Sjálfsefi James snýr að því að eiginkona hans er dóttir forríks bókaútgefanda sem gaf bókina út sem síðan kolféll í sölu og fékk lélega dóma. Því er sjálfsmynd James ekki lituð af því að vera nepo baby, heldur nepo tengdasonur. Hann rekst hins vegar á unga konu (Mia Goth) sem er mikill aðdáandi bókar hans og lifnar hann allur við þegar hún býður honum að hitta eiginmann sinn og vini þeirra. Að sjálfsögðu eru þau ekki öll þar sem þau eru séð (er það ekki alltaf þannig?). Það er augljóst að Infinty Pool er mjög persónuleg mynd, þar sem kvöl höfundar skín í gegnum alla framvindu. Hún er augljós metafóra fyrir samband listamannsins við listaheiminn. Aðalpersónan James er hér staðgengill höfundar. Fyrsta kvikmynd Cronenbergs fékk ekki góða dóma og sennilega var nepótismastimpillinn á lofti og Cronenberg útataður eftir hann. Það liðu svo heil átta ár þar til næsta mynd hans leit dagsins ljós. Mig minnir að James tali einnig um að átta ár séu síðan fyrsta bók hans kom út þegar hér er komið við sögu. Bévítans ríkisbubbarnir Infinity Pool er að ýmsu leyti mjög svipuð tveimur nýlegum kvikmyndum, The Menu og Triangle of Sadness, þar sem hún deilir á hina ríku. Ég hef það samt á tilfinningunni að það sé ekki meginkvölin sem drífur Cronenberg áfram sem höfund að þessu sinni, heldur sú höfnun sem hann upplifði í kjölfar fyrstu kvikmyndar sinnar. Raunveruleg stjarna Infinity Pool er ekki aðalleikarinn Skarsgård (sem er líka nepo-baby, eða nepotisme barn, eins og það er kallað í heimalandi hans), heldur Mia Goth, sem leikur aðdáanda bókarinnar sem James skrifaði. Einhverra hluta vegna hef ég náð að missa alveg af risi hennar upp á stjörnuhimininn og er þetta fyrsta mynd hennar sem ég sé. Ég þarf að drífa í að sjá hrollvekjurnar X og Pearl, sem komu báðar út í fyrra og skarta henni í aðalhlutverki. Goth nær að vera heillandi, undarleg og hrollvekjandi, allt á einu bretti. Á meðan Skargård er eilítið silalegur í túlkun sinni á rithöfundinum hugmyndalausa. Heilt yfir má segja það sama um Infinity Pool og Evil Dead Rise, hún hefur margt fram að færa, en verður seint talin klassík. Ég mæli þó heils hugar með báðum fyrir áhugafólk um kvikmyndategundina. Svo má við það bæta að af nægu er að taka fyrir hrollvekjuaðdáendur þessa dagana í kvikmyndahúsum þar sem einnig er verið að sýna The Pope's Exorcist og Renfield. Svo verður eilítið hlé á hrollvekjuflæðinu þar til The Boogeyman kemur í kvikmyndahús 31. maí. Niðurstaða: Infinity Pool og Evil Dead Rise eru báðar bíóheimsóknarinnar virði.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira