Segja ríki og borg spila með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2023 23:07 Oddvitarnir telja aukna byggð í Skerjafirði ógna öryggi landsbyggðarinnar. Stöð 2/Arnar Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í fjórtán sveitarfélögum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem áform innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um að hefjast handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning íbúðauppbyggingar í Skerjafirði eru fordæmd. Þau setji framtíð Reykjavíkurflugvallar, og þar með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar í uppnám. „Áformin ganga gegn þeim loforðum sett voru í samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2019 um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Þar er gert ráð fyrir að rannsóknum ljúki um gerð nýs flugvallar árið 2024 og í kjölfarið verði hafist handa við slíka uppbyggingu reynist það fýsilegur kostur,“ segir í fréttatilkynningu um ályktun sem oddvitarnir munu leggja fram til samþykktar í sveitarstjórnum landsins. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna Byggð í Skerjafirði muni þrengja enn frekar að Reykjavíkurflugvelli og rýra notagildi hans vegna breytinga á vindafari. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna og tryggi atvinnulífinu, heilbrigðisþjónustunni, stjórnsýslunni og íbúum aðgengi að mikilvægri þjónustu sem ætluð er öllum landsmönnum. Reykjavíkurflugvöllur sé kerfislega mikilvæg lífæð landsins. Það sé með öllu ótækt að vegið sé að öryggi hans og framtíð með ákvörðun um uppbyggingu í Skerjafirði áður en búið er að tryggja framtíð innanlandsflugvallar með öðrum sambærilegum eða betri hætti. Með þessari ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sé spilað með framtíðaröryggi og lífsgæði landsbyggðanna hringinn í kringum landið. Þannig sé eining þjóðarinnar rofin. Ályktun oddvitanna má lesa í heild sinni hér að neðan: [Sveitarfélagið] lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum. [Sveitarfélag] skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð. Undir yfirlýsinguna rita eftirfarandi: Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Sigríður Guðrún Hauksdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð Almar Marínósson, formaður Sjálfstæðisfélags Þórshafnar Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Freyr Antonsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Dalvíkurbyggð Baldur Smári Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík Jóhann Birkir Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Húnabyggð Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi Gauti Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Hornafirði Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð Gísli Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði Reykjavík Samgöngur Sveitarstjórnarmál Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
„Áformin ganga gegn þeim loforðum sett voru í samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2019 um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Þar er gert ráð fyrir að rannsóknum ljúki um gerð nýs flugvallar árið 2024 og í kjölfarið verði hafist handa við slíka uppbyggingu reynist það fýsilegur kostur,“ segir í fréttatilkynningu um ályktun sem oddvitarnir munu leggja fram til samþykktar í sveitarstjórnum landsins. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna Byggð í Skerjafirði muni þrengja enn frekar að Reykjavíkurflugvelli og rýra notagildi hans vegna breytinga á vindafari. Öruggt innanlandsflug sé mikilvægt búsetuskilyrði landsbyggðanna og tryggi atvinnulífinu, heilbrigðisþjónustunni, stjórnsýslunni og íbúum aðgengi að mikilvægri þjónustu sem ætluð er öllum landsmönnum. Reykjavíkurflugvöllur sé kerfislega mikilvæg lífæð landsins. Það sé með öllu ótækt að vegið sé að öryggi hans og framtíð með ákvörðun um uppbyggingu í Skerjafirði áður en búið er að tryggja framtíð innanlandsflugvallar með öðrum sambærilegum eða betri hætti. Með þessari ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sé spilað með framtíðaröryggi og lífsgæði landsbyggðanna hringinn í kringum landið. Þannig sé eining þjóðarinnar rofin. Ályktun oddvitanna má lesa í heild sinni hér að neðan: [Sveitarfélagið] lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum. [Sveitarfélag] skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð. Undir yfirlýsinguna rita eftirfarandi: Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Sigríður Guðrún Hauksdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð Almar Marínósson, formaður Sjálfstæðisfélags Þórshafnar Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Freyr Antonsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Dalvíkurbyggð Baldur Smári Einarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík Jóhann Birkir Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Húnabyggð Hafrún Olgeirsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi Gauti Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Hornafirði Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð Gísli Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði
[Sveitarfélagið] lýsir yfir þungum áhyggjum vegna ákvörðun Innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði. Með ákvörðuninni er samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 haft að engu þar sem forsenda þess var að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurflugvöllur sinnir mikilvægu hlutverk og er lífæð landsbyggðanna. Með uppbyggingu í Skerjafirði er vegið að framtíð og öryggi landsbyggðanna gagnvart sjúkraflugi og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sem og aðgengi almennings, atvinnulífi og stjórnsýslu að mikilvægum innviðum. [Sveitarfélag] skorar á borgarstjórn og Innviðaráðherra að fresta ákvörðuninni þar til að sú vinna sem lagt var upp með í fyrrgreindu samkomulagi sé lokið og framtíðarlausn innanlandsflugs tryggð.
Reykjavík Samgöngur Sveitarstjórnarmál Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira