„Við getum enn orðið Englandsmeistarar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 11:46 Mikel Arteta er ekki búinn að gefast upp í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur enn trú á því að sínir menn geti orðið Englandsmeistarar á tímabilinu. Arsenal hefur vermt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar nánast allt tímabilið, en eftir tap gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City í síðustu viku og sigur City gegn Fulham í gær féll Arsenal niður í annað sæti. Arteta og lærisveinar hans eru nú einu stigi á eftir City sem á sex leiki eftir á tímabilinu á meðan Arsenal á aðeins fimm leiki eftir. Það er því ljóst að liðsmenn Arsenal þurfa að treysta á það að City tapi stigum í að minnsta kosti tveimur leikjum til að liðið geti endurheimt toppsætið og tryggt sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 19 ár. „Við höfum nú þegar afrekað eitthvað sem er mjög erfitt að afreka,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag. „Við getum enn orðið Englandsmeistarar af því að það eru fimm leikir eftir og það er mikið sem getur gerst á þeim tíma.“ „Nú þurfum við að gleyma því sem gerðist í síðustu viku, læra af því og einbeita okkur að næsta leik sem er Lundúnaslagur á heimavelli. Það er þar sem við getum bætt upp fyrir þetta,“ bætti Arteta við. 🗣️ "We can still achieve the Premier League." 🏆Mikel Arteta is not giving up the fight in the title race with five games to go pic.twitter.com/A097Lb2Hk8— Football Daily (@footballdaily) May 1, 2023 Arsenal tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og getur liðið með sigri endurheimt toppsæti deildarinnar í það minnsta tímabundið. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Arsenal hefur vermt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar nánast allt tímabilið, en eftir tap gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City í síðustu viku og sigur City gegn Fulham í gær féll Arsenal niður í annað sæti. Arteta og lærisveinar hans eru nú einu stigi á eftir City sem á sex leiki eftir á tímabilinu á meðan Arsenal á aðeins fimm leiki eftir. Það er því ljóst að liðsmenn Arsenal þurfa að treysta á það að City tapi stigum í að minnsta kosti tveimur leikjum til að liðið geti endurheimt toppsætið og tryggt sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 19 ár. „Við höfum nú þegar afrekað eitthvað sem er mjög erfitt að afreka,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag. „Við getum enn orðið Englandsmeistarar af því að það eru fimm leikir eftir og það er mikið sem getur gerst á þeim tíma.“ „Nú þurfum við að gleyma því sem gerðist í síðustu viku, læra af því og einbeita okkur að næsta leik sem er Lundúnaslagur á heimavelli. Það er þar sem við getum bætt upp fyrir þetta,“ bætti Arteta við. 🗣️ "We can still achieve the Premier League." 🏆Mikel Arteta is not giving up the fight in the title race with five games to go pic.twitter.com/A097Lb2Hk8— Football Daily (@footballdaily) May 1, 2023 Arsenal tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og getur liðið með sigri endurheimt toppsæti deildarinnar í það minnsta tímabundið.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira