„Við getum enn orðið Englandsmeistarar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 11:46 Mikel Arteta er ekki búinn að gefast upp í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur enn trú á því að sínir menn geti orðið Englandsmeistarar á tímabilinu. Arsenal hefur vermt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar nánast allt tímabilið, en eftir tap gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City í síðustu viku og sigur City gegn Fulham í gær féll Arsenal niður í annað sæti. Arteta og lærisveinar hans eru nú einu stigi á eftir City sem á sex leiki eftir á tímabilinu á meðan Arsenal á aðeins fimm leiki eftir. Það er því ljóst að liðsmenn Arsenal þurfa að treysta á það að City tapi stigum í að minnsta kosti tveimur leikjum til að liðið geti endurheimt toppsætið og tryggt sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 19 ár. „Við höfum nú þegar afrekað eitthvað sem er mjög erfitt að afreka,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag. „Við getum enn orðið Englandsmeistarar af því að það eru fimm leikir eftir og það er mikið sem getur gerst á þeim tíma.“ „Nú þurfum við að gleyma því sem gerðist í síðustu viku, læra af því og einbeita okkur að næsta leik sem er Lundúnaslagur á heimavelli. Það er þar sem við getum bætt upp fyrir þetta,“ bætti Arteta við. 🗣️ "We can still achieve the Premier League." 🏆Mikel Arteta is not giving up the fight in the title race with five games to go pic.twitter.com/A097Lb2Hk8— Football Daily (@footballdaily) May 1, 2023 Arsenal tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og getur liðið með sigri endurheimt toppsæti deildarinnar í það minnsta tímabundið. Enski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Arsenal hefur vermt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar nánast allt tímabilið, en eftir tap gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City í síðustu viku og sigur City gegn Fulham í gær féll Arsenal niður í annað sæti. Arteta og lærisveinar hans eru nú einu stigi á eftir City sem á sex leiki eftir á tímabilinu á meðan Arsenal á aðeins fimm leiki eftir. Það er því ljóst að liðsmenn Arsenal þurfa að treysta á það að City tapi stigum í að minnsta kosti tveimur leikjum til að liðið geti endurheimt toppsætið og tryggt sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 19 ár. „Við höfum nú þegar afrekað eitthvað sem er mjög erfitt að afreka,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag. „Við getum enn orðið Englandsmeistarar af því að það eru fimm leikir eftir og það er mikið sem getur gerst á þeim tíma.“ „Nú þurfum við að gleyma því sem gerðist í síðustu viku, læra af því og einbeita okkur að næsta leik sem er Lundúnaslagur á heimavelli. Það er þar sem við getum bætt upp fyrir þetta,“ bætti Arteta við. 🗣️ "We can still achieve the Premier League." 🏆Mikel Arteta is not giving up the fight in the title race with five games to go pic.twitter.com/A097Lb2Hk8— Football Daily (@footballdaily) May 1, 2023 Arsenal tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og getur liðið með sigri endurheimt toppsæti deildarinnar í það minnsta tímabundið.
Enski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira