„Fer enginn í fjölmiðla og reynir að sverta mitt mannorð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2023 09:01 Kristófer Acox fagnar sigri í leiknum í gær. Vísir/Bára Kristófer Acox, leikmaður Vals, ræddi ásakanir Lárusar Jónssonar, þjálfara Þórs, í sinn garð eftir oddaleik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld. Kristófer og félagar hans í Val eru komnir í úrslitaeinvígið á móti Tindastóli eftir að hafa unnið upp 2-0 forskot Þórsara og tryggt sér sigur í einvíginu með sjö stiga sigri í oddaleik. Jordan Semple, lykilmaður Þórsliðsins, meiddist í leik þrjú eftir samskipti við Kristfór. Lárus sakaði hann um að meiða Semple viljandi en baðst síðan afsökunar á því daginn eftir. KKÍ gaf síðan frá sér yfirlýsingu um að ekki hafi átt að refsa Kristófer fyrir atvikið. Kristófer og Lárus fóru yfir málin út á gólfi eftir oddaleikinn og Kristófer var spurður út í þau samskipti í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Kristófer ræddi lengi við Lárus og hann var spurður út í það hvort þeir væru búnir að hreinsa loftið almennilega? „Já, ég held það. Þetta var ekkert alvarlegt. Við bara spjölluðum aðeins saman. Ég talaði aðeins við hann af því að ég var ekkert búinn að tjá mig um þetta persónulega eftir þessi viðtöl hans eftir leik fjögur,“ sagði Kristófer Acox. „Hann sá að sér daginn eftir náttúrulega og ég sagði honum að ég virði það að sjálfsögðu. Það er enginn að fara með mitt nafn í fjölmiðla og reyna að sverta mitt mannorð eða ásaka mig um eitthvað svona alvarlegt finnst mér,“ sagði Kristófer. „Ég veit það sjálfur og betur en allir og betur en allt fólkið á Facebook og alls staðar að ég var að sjálfsögðu ekki að reyna að meiða leikmanninn. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert og stend ekki fyrir,“ sagði Kristófer. „Það er búið núna og áfram gakk. Ég held að hann viti það líka sjálfur og við erum bara góðir,“ sagði Kristófer. Var þetta kannski einhver hugarleikur hjá Þórsþjálfaranum að reyna að komast inn í huga hans og huga dómarana? „Ég veit það ekki. Ég spurði hann ekki að því og það skiptir mig engu máli. Við hugsum bara um okkur númer eitt, tvö og þrjú. Við hlustum ekki á eitthvað utanaðkomandi rugl. Við þurfum að spila okkar leik en auðvitað var þetta mikill missir fyrir þá að missa bæði Pablo og Semple,“ sagði Kristófer. „Það er ekkert sem við gerum í. Við þurfum að mæta hvort sem er að mæta og spila með okkar fimm leikmenn inn á. Við getum ekki stjórnað hvað er að gerast hjá hinum liðunum, bara hjá okkur,“ sagði Kristófer Klippa: Kristófer Acox: Þetta var orðið óþægilegt Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. 2. maí 2023 23:33 Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2023 18:30 Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. 1. maí 2023 13:07 „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Kristófer og félagar hans í Val eru komnir í úrslitaeinvígið á móti Tindastóli eftir að hafa unnið upp 2-0 forskot Þórsara og tryggt sér sigur í einvíginu með sjö stiga sigri í oddaleik. Jordan Semple, lykilmaður Þórsliðsins, meiddist í leik þrjú eftir samskipti við Kristfór. Lárus sakaði hann um að meiða Semple viljandi en baðst síðan afsökunar á því daginn eftir. KKÍ gaf síðan frá sér yfirlýsingu um að ekki hafi átt að refsa Kristófer fyrir atvikið. Kristófer og Lárus fóru yfir málin út á gólfi eftir oddaleikinn og Kristófer var spurður út í þau samskipti í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Kristófer ræddi lengi við Lárus og hann var spurður út í það hvort þeir væru búnir að hreinsa loftið almennilega? „Já, ég held það. Þetta var ekkert alvarlegt. Við bara spjölluðum aðeins saman. Ég talaði aðeins við hann af því að ég var ekkert búinn að tjá mig um þetta persónulega eftir þessi viðtöl hans eftir leik fjögur,“ sagði Kristófer Acox. „Hann sá að sér daginn eftir náttúrulega og ég sagði honum að ég virði það að sjálfsögðu. Það er enginn að fara með mitt nafn í fjölmiðla og reyna að sverta mitt mannorð eða ásaka mig um eitthvað svona alvarlegt finnst mér,“ sagði Kristófer. „Ég veit það sjálfur og betur en allir og betur en allt fólkið á Facebook og alls staðar að ég var að sjálfsögðu ekki að reyna að meiða leikmanninn. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert og stend ekki fyrir,“ sagði Kristófer. „Það er búið núna og áfram gakk. Ég held að hann viti það líka sjálfur og við erum bara góðir,“ sagði Kristófer. Var þetta kannski einhver hugarleikur hjá Þórsþjálfaranum að reyna að komast inn í huga hans og huga dómarana? „Ég veit það ekki. Ég spurði hann ekki að því og það skiptir mig engu máli. Við hugsum bara um okkur númer eitt, tvö og þrjú. Við hlustum ekki á eitthvað utanaðkomandi rugl. Við þurfum að spila okkar leik en auðvitað var þetta mikill missir fyrir þá að missa bæði Pablo og Semple,“ sagði Kristófer. „Það er ekkert sem við gerum í. Við þurfum að mæta hvort sem er að mæta og spila með okkar fimm leikmenn inn á. Við getum ekki stjórnað hvað er að gerast hjá hinum liðunum, bara hjá okkur,“ sagði Kristófer Klippa: Kristófer Acox: Þetta var orðið óþægilegt
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. 2. maí 2023 23:33 Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2023 18:30 Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. 1. maí 2023 13:07 „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. 2. maí 2023 23:33
Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2023 18:30
Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. 1. maí 2023 13:07
„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15
Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52